99. fundur bæjarráðs
99. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn föstudaginn 27. júní 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Margrét Katrín Erlingsdóttir, bæjarfulltrúi, B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801021 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008
51.fundur haldinn 12.júní
-liður 2, 0806006, umferðarskipulag á svæði í kringum Vallaskóla og Álfheima, bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar.
-liður 10,0804008, tillaga að deiliskipulagi við Stekkholt 22, bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa, í samráði við bæjarritara og bæjarstjóra að halda fund með íbúum vegna málsins.
-liður 11, 0801011, tillaga að deiliskipulagi að Sigtúni 1, bæjarráð samþykkir tillöguna.
-liður 13,0710085, tillaga að deiliskipulagi að Eystra-Stokkseyrarseli, bæjarráð samþykkir tillöguna.
Fundargerðin staðfest.
2. 0801026 - Fundargerðir skólanefndar grunnskóla 2008
24.fundur haldinn 12.júní
-liður 1, 0709043, bæjarráð tekur undir þakkir til Daða Ingimundarsonar um gott samstarf.
-liður 2, 0805085, bréf frá foreldraráði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, bæjarráð þakkar ábendinguna sem verður tekin inn í undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að leikvellir séu vel hannaðir og tækjum búnir.
Fundargerðin staðfest.
3. 0801034 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2008
28.fundur haldinn 13.júní
Fundargerðin staðfest.
4. 0801039 - Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 2008
16.fundur haldinn 13.júní
Fundargerðin staðfest.
5. 0801042 - Fundargerðir leikskólanefndar Árborgar 2008
28.fundur haldinn 18.júní
-liður 1, 0802044, nafnasamkeppni vegna leikskólans við Leirkeldu. Nafnasamkeppni vegna leikskólans fór fram með sama hætti og viðhafður hefur verið við val á nöfnum nýrra stofnana. Bæjarráð samþykkir tillögu um heiti leikskólans, Jötunheimar, nafnið vísar til goðafræðinnar og gefur tilefni til umfjöllunar um menningu og þjóðfræði í starfi leikskólans.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
6. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
414.fundur haldinn 4.júní 2008
-liður 4, bæjarráð tekur undir svohljóðandi bókun stjórnar SASS varðandi framkvæmd reglugerðar um verndarsvæði Þingvallavatns: "Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi heilbrigðiseftirlitsins að mjög óeðlilegt sé að fela stofnuninni svo viðamikið verkefni án þess að gert sé ráð fyrir tekjum til að standa undir óhjákvæmilegum verulegum kostnaði vegna þess. Stjórn SASS mælist til þess að gerð verði á þessu bragarbót og telur eðlilegt að vöktun HES á lífríki Þingvallavatns sé kostuð af fjárveitingum þjóðgarðsins".
Lagt fram.
7. 0806102 - Aðalfundur Borgarþróunar ehf. 2008
Lagt fram.
Almenn erindi
8. 0806055 - Boð um að sækja um styrk til styrktarsjóðs EBÍ
Bæjarráð vísar erindinu til verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála og felur honum að vinna umsókn.
9. 0804082 - Rekstrarleyfisumsókn - Félagsheimili Karlakórs Selfoss
Áður á dagskrá á 89.fundi
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið, enda eru staðsetning staðarins og áætlaður opnunartími í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
10. 0805013 - Rekstrarleyfisumsókn endurnýjun - Við fjöruborðið
Áður á dagskrá á 92.fundi
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið, enda eru staðsetning staðarins og áætlaður opnunartími í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
11. 0805150 - Rekstrarleyfisumsókn - Veiðisafnið
Áður á dagskrá á 95.fundi
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið, enda eru staðsetning staðarins og áætlaður opnunartími í samræmi við reglur sveitarfélagsins.
12. 0805137 - Rekstrarleyfisumsókn - Rauða húsið
Áður á dagskrá á 95.fundi
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið, enda eru staðsetning staðarins og áætlaður opnunartími í samræmi við reglur sveitarfélagsins
13. 0702055 - Lóðarumsókn frá Set - Svæði milli Eyrarbakkavegar og Selfossflugvallar veiting vilyrðis
Bæjarráð veitir Set ehf vilyrði skv. 8. gr. reglna um úthlutun lóða fyrir lóð við flugvöll, milli flugvallar og Eyrarbakkavegar, allt að 12 ha að stærð, og felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni að lokinni þeirri deiliskipulagsvinnu sem stendur yfir.
14. 0806088 - Tillaga um yfirlýsingu vegna endurreisnarstarfs
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi:
Tillaga um stefnumörkun og leiðbeiningar um viðbrögð við samfélagsáföllum.
Bæjarráð Árborgar samþykkir að mörkuð verði stefna um endurreisn samfélagsins ef til áfalla kemur. Bæjarráð felur bæjarstjóra þá vinnu í samstarfi við lykilstjórnendur sveitarfélagsins og jafnframt að vinna leiðbeiningar um endurreisn og leggja hvoru tveggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar. Markmiðið með slíkri stefnu og leiðbeiningum er að daglegt líf komist sem fyrst í sínar venjulegu skorður eftir náttúruhamfarir eða önnur áföll og að endurreisa samfélagið sem best til framtíðar.
Þá felur bæjarráð bæjarstjóra í samstarfi við lykilstjórnendur að halda áfram því endurreisnarstarfi sem þegar er hafið vegna jarðskjálftans þann 29. maí s.l. og miðar að því að koma daglegu lífi sem fyrst í eðlilegar skorður, að styrkja samfélagið til að vinna sem best úr afleiðingum hamfaranna og að styðja við enn frekari þróun og framgang heilbrigðs og öflugs samfélags í Árborg.
Greinargerð:
Íbúar líta til sveitarstjórna um forystu í málefnum byggðarlaga og því er eðlilegt að sveitarfélög gegni lykilhlutverki við endurreisn samfélagsins. Sveitarfélög annast nærþjónustu við íbúana og hafa yfirumsjón með mörgum málaflokkum er lúta að aðstoð við endurreisn eftir áföll. Þetta gerir þau best til þess fallin að samhæfa aðstoð við þolendur áfalla í sveitarfélaginu en þar þarf að samhæfa aðkomu ólíkra aðila bæði innan og utan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Við stefnumörkunina verði útbúnar leiðbeiningar um þau verkefni sem snúa að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins á neyðartímum og við endurreisn samfélagsins. Við gerð þeirra verður litið til samfélagsins alls og leiddir saman þeir aðilar sem hlutverki hafa að gegna og hagsmuna að gæta s.s. sveitarfélagið sjálft, ríkisstofnanir, félagasamtök, einkaaðilar og aðrir íbúar á svæðinu. Bæjarráð Árborgar væntir þess að stefnumörkun um endurreisn samfélagsins muni leiða til aukinnar öryggiskenndar og bættra lífsgæða íbúa sveitarfélagsins.
Leiðbeiningarnar verði unnar eftir því sem við á í samvinnu fulltrúa sveitarfélagsins og aðra s.s. ráðuneyti og stofnanir ríkisins, vátryggingafélög, einkafyrirtæki, íbúa og félagasamtök sem koma að verkefnum er lúta að neyðaraðstoð og endurreisn samfélagins. Mikilvægt er að endurreisnarteymið haldi yfirsýn og tryggi samfellu í þjónustu við þolendur. Víðtæk samvinna er mikilvæg til að skapa tilfinningu allra fyrir að endurreisnarstarfið komi þeim við og þeir hafi eitthvað um það að segja.
Útbúnar hafa verið almennar leiðbeiningar í þessu skyni, byggðar á niðurstöðum sérfræðinga í rannsóknarverkefninu „Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum" sem endurreisnarteymi Árborgar mun styðjast við. Einnig er mikilvægt að teymið styðjist við þær viðbragðsáætlanir sem þegar eru til í samfélaginu s.s. hjá almannavarnarnefnd, fyrirtækjum og félagasamtökum. Í þeim leiðbeiningum skal gera grein fyrir því hvernig samstarfi við aðgerðastjórn lögreglustjóra skal háttað þegar almannavarnarástand ríkir.
Sveitarfélagið Árborg mun standa fyrir kynningu á stefnumörkun um endurreisn í samstarfi við þá aðila sem þar hafa hlutverki að gegna.
Bæjarráð Árborgar lítur svo á að þessi verkefni séu meðal mikilvægustu verkefna sveitarfélagsins og mun gera ráð fyrir þeim í starfs- og fjárhagsáætlunum og annarri skipulagsvinnu.
15. 0704151 - Svarbréf frá Vegagerðinni vegna umsóknar um einkaleyfi - Almenningssamgöngur
Bæjarstjóra og bæjarritara er falið að ræða við Vegagerðina.
16. 0805159 - Körfuboltaakademía Íþróttafélags FSu - samningur við sveitarfélagið
Bæjarráð staðfestir samninginn.
17. 0805148 - Knattspyrnuakademía Íslands á Suðurlandi- samningur við sveitarfélagið
Bæjarráð staðfestir samninginn.
18. 0806089 - Íþróttafélag FSu - samningur við sveitarfélagið
Bæjarráð staðfestir samninginn.
19. 0806091 - Kauptilboð vegna spildu úr Litlu-Sandvík, til staðfestingar
Bæjarráð staðfestir tilboðið.
20. 0806106 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um riftun samnings við Miðjuna ehf
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Tillaga um riftun samnings við Miðjuna ehf.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og bæjarritari ræði við forsvarsmenn Miðjunnar ehf. um riftun samnings milli sveitarfélagsins og Miðjunnar frá 2006.
Greinargerð: Samningur milli Miðjunnar ehf. og sveitarfélagsins Árborgar um uppbyggingu miðbæjarsvæðis á Selfossi hefur ekki verið efndur sem skyldi. Ljóst er af yfirlýsingum forsvarsmanna Miðjunnar að forsendur hafi breyst og þeir hafi "misst af lestinni". Ákvæði í samningum eru um upphaf og lok framkvæmda og virðist sem þau séu að bresta. Þá er stór hluti þess svæðis sem rætt er um í samningi við Miðjunnar enn í eigu sveitarfélagsins enda hefur ekki verið greitt fyrir byggingarrétt Miðjunnar á því svæði. Mikilvægt er að uppbygging miðbæjar á Selfossi dragist ekki enn frekar en orðið er. Aðilar samningsins hafa ekki getað lokið verkefninu á þeim tíma sem til stóð og er útlit fyrir verulegar tafir í viðbót. Því er rétt að samningnum sé rift enda eiga samningar að standa.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Sveitarfélagið Árborg, sem annar aðili samnings frá 5. apríl 2006, um hönnunarferli deiliskipulags í miðbænum á Selfossi, getur ekki rift samningnum einhliða án bótaskyldu nema til komi veruleg vanefnd gagnaðila, Miðjunnar á Selfossi ehf./Jökla ehf. Samningur aðila hefur ekki verið vanefndur af hálfu Miðjunnar ehf/Jökla ehf og því eru ekki fyrir hendi lagaskilyrði riftunar sem tillaga D lista fjallar um.
Greinargerð með tillögu D lista vekur athygli fyrir þær sakir að hún bendir annað hvort til mikillar vanþekkingar eða einbeitts vilja til að rangtúlka samning þann sem gerður var milli Árborgar og Miðjunnar í apríl 2006. D listinn hefur sem kunnugt er margsinnis fjallað um þennan samning og ætti því að þekkja hann betur en greinargerðin bendir til. Í samningi Miðjunnar og Árborgar segir að stefnt skuli að því að framkvæmdir á svæði því sem Miðjan ehf hefur til umráða skuli hefjast innan 12 mánaða frá því deiliskipulag hefur verið samþykkt. Deiliskipulag hefur ekki enn verið samþykkt og því er einkennilegt að tala um að ákvæði um upphaf og lok framkvæmda séu að bresta. Þá er í ljósi þessarar tillögu mikilvægt að fram komi að Sveitarfélagið Árborg stendur við sína samninga og því mun það ekki krefja Miðjuna ehf. um greiðslur fyrir byggingarrétti sem ekki hefur verið afhentur af hálfu sveitarfélagsins né heldur rifta þeim samningi sem um ræðir.
Forsendur til framkvæmda hafa breyst vegna efnahagsástandsins og gætir áhrifa þess hér á landi sem og erlendis. Fólk heldur að sér höndum varðandi fjárfestingar, hægt hefur verulega á verklegum framkvæmdum og aðgangur að lánsfé hefur minnkað mjög. Uppbygging miðbæjar á Selfossi verður ekki dregin út fyrir þennan veruleika en meirihluti bæjarstjórnar Árborgar mun sem fyrr leggja sitt af mörkum til að framkvæmdir geti hafist eins fljótt og frekast er kostur.
21. 0806104 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um hreinsun byggingarsvæða í miðbæ Selfoss
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Tillaga um frágang í miðbæ Selfoss
Bæjarráð samþykkir að fela bæjastjóra að láta ganga snyrtilega frá byggingarsvæðum í miðbæ Selfoss.
Greinargerð:
Nokkrar byggingar hafa verið fjarlægðar á miðbæjarsvæði Selfoss, en lítið hefur gerst á svæðinu undanfarið ár. Frágangi lóða er víða ábótavant og er ljóst að eitthvað muni framkvæmdir tefjast áfram.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði bæjarfulltrúa D-lista.
Margrét K. Erlingsdóttir, B-lista gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Eins og fulltrúa D lista hefur verið tjáð þá hefur þegar verið rætt við lóðarhafa á miðbæjarsvæðinu á Selfossi auk þess sem þeir hafa fengið bréf frá skipulags- og byggingafulltrúa Árborgar þar sem farið er fram á að þeir fari í umbeðnar útbætur á lóðum sínum fyrir 14. júlí n.k.. Málið er í eðlilegum farvegi og tillagan því óþörf.
Erindi til kynningar
22. 0806050 - Kynning - hverfagæsla Securitas
Lagt fram.
23. 0806081 - Ársskýrsla Rauða kross Íslands 2007
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10
Jón Hjartarson
Margrét Katrín Erlingsdóttir
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir