Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.6.2012

99. fundur bæjarráðs


99. fundur
bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. júní 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

               

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.

 

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs, ásamt beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um launalaust leyfi frá störfum í bæjarráði fram til 15. ágúst.

Var það samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

1201023 - Fundargerðir menningarnefndar Árborgar 2012

 

19. fundur haldinn 13. júní

 

Fundargerð staðfest.

 

   

2.

1201021 - Fundargerðir fræðslunefndar Árborgar 2012

 

22. fundur haldinn 14. júní

 

- liður 7, málsnr. 1202309, fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka, - liður 1 og 2, málefni skólahúsnæðis Eyrarbakka.  

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

 

„Bókun vegna tillögu fulltrúa S-lista  frá 22.fundi fræðslunefndar.

Undirritaður tekur undir tillögu fulltrúa S-lista er varðar skipan vinnuhóps er hafi það hlutverk að vinna heildstæða áætlun um viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka.

Greinargerð. Á 35. fundi  framkvæmda- og veitunefndar þann 6. júní síðastliðinn  var tekin ákvörðun um breytta forgangsröðun framkvæmda við skólann á Eyrarbakka.

 Í fjárhagsáætlun ársins 2012 er gert ráð fyrir 8 milljónum kr. til verksins, sú upphæð hrekkur skammt til þess að mögulegt sé að ráðast í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til viðhalds og endurbóta á skólahúsnæðinu.

 Á kjörtímabilinu hafa verið stofnaðir vinnuhópar um fjölmörg sértæk mál. Að mynda vinnuhóp um hvernig best verði staðið að endurbótum, viðhaldi og uppbyggingu skólamannvirkja á Eyrarbakka er því að mati undirritaðs sjálfsagt og eðlilegt, og ekki til þess fallnir að þyngja ferlið við uppbyggingu skólahúsnæðisins eins og fram kemur í bókun  meirihlutafulltrúa D-lista.

 Vinnuhópar sem stofnaðir hafa verið að undanförnu hafa einmitt þvert á móti haft það hlutverk að skilgreina einstök verkefni og forgangsraða eftir mikilvægi, einmitt til þess að vanda vinnubrögð eins og frekast kostur er.

 Undirritaður harmar að meirihlutafulltrúar D-lista hafi umsvifalaust fellt tillögu um skipan vinnuhóps er hefði með framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis á Eyrarbakka að gera.“

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. 

Fundargerð staðfest.

 

   

3.

1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012

 

7. fundur haldinn 12. júní

 

- liður 2, Auðar lóðir, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjórnar.

- liður 5, Aukið samtarf við veitustofnanir, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.

- liður 6, Sumarleyfi í leikskólum, bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

- liður 8, Merking á hraðatakmörkunum, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.

- liður 9, Útsýni, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa.

- liður 10, Ný byggingarreglugerð, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa.

 

 

 

 

4.

1204195 - Beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um launalaust leyfi frá stöfum í bæjarráði.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir óskar eftir launalausu leyfi frá störfum í bæjarráði fram til 15. ágúst nk.

Var það samþykkt samhljóða.

 

   

5.

1205357 - Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs

 

Lagt var til að Eyþór Arnalds verði formaður bæjaráðs til eins árs og Elfa Dögg Þórðardóttir verði varaformaður. Var það samþykkt samhljóða.

 

   

6.

1206064 - Lóðamörk við Reynivelli 9

 

Bæjarráð samþykkir að girða af lóðina við Reynivelli 9 við núverandi göngustíg. Kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

 

 

   

7.

1206094 - Smiðjan verkþjálfun og framleiðslusetur fyrir 16-24 ára

 

Bæjarráð þakkar fyrir áhugavert erindi sem borist hefur seint, enda er búið að skipuleggja vinnu fyrir unglinga sumarið 2012. Málið verður skoðað með hliðsjón af fjárhagsárinu 2013.

 

   

8.

0810008 - Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi

 

Bæjarráð fagnar því að komin sé niðurstaða í málinu.

 

   

9.

1106018 - Starfshópur vegna skipulags miðjusvæðis

 

Bæjarráð samþykkir að starfshópur um miðjusvæðið verði lagður niður. Vinna við nýtt miðbæjarskipulag verði á hendi skipulags- og byggingarnefndar í nánu samstarfi við alla bæjarfulltrúa.

Stefnt er á að fyrsti samráðsfundur verði haldinn þriðjudaginn 10. júlí kl. 17:00 

 

   

10.

1106016 - Uppbygging og stækkun Sundhallar Selfoss

 

Starfshópur hefur fundað og málið er í góðum farvegi.

 

   

11.

1206106 - Trúnaðarmál - starfsmannamál

 

Gögn verða afhent á fundinum

 

Fært í trúnaðarbók.

 

   

12.

1206092 - Aðalfundur Háskólafélag Suðurlands 2012

 

Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra HfSu til aðalfundar 2012 og ársreikningur.

 

Lagt fram.

 

   

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30
 
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert Valur Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Rósa Sif Jónsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica