99. fundur bæjarráðs
99. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 21. júní 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, Rósa Sif Jónsdóttir, ritari.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kosningu formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs, ásamt beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um launalaust leyfi frá störfum í bæjarráði fram til 15. ágúst.
Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
1201023 - Fundargerðir menningarnefndar Árborgar 2012 |
|
19. fundur haldinn 13. júní |
||
Fundargerð staðfest. |
||
|
||
2. |
1201021 - Fundargerðir fræðslunefndar Árborgar 2012 |
|
22. fundur haldinn 14. júní |
||
- liður 7, málsnr. 1202309, fundargerð hverfisráðs Eyrarbakka, - liður 1 og 2, málefni skólahúsnæðis Eyrarbakka. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bókun vegna tillögu fulltrúa S-lista frá 22.fundi fræðslunefndar. Undirritaður tekur undir tillögu fulltrúa S-lista er varðar skipan vinnuhóps er hafi það hlutverk að vinna heildstæða áætlun um viðhald og endurbætur á skólahúsnæðinu á Eyrarbakka. Greinargerð. Á 35. fundi framkvæmda- og veitunefndar þann 6. júní síðastliðinn var tekin ákvörðun um breytta forgangsröðun framkvæmda við skólann á Eyrarbakka. Í fjárhagsáætlun ársins 2012 er gert ráð fyrir 8 milljónum kr. til verksins, sú upphæð hrekkur skammt til þess að mögulegt sé að ráðast í allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til viðhalds og endurbóta á skólahúsnæðinu. Á kjörtímabilinu hafa verið stofnaðir vinnuhópar um fjölmörg sértæk mál. Að mynda vinnuhóp um hvernig best verði staðið að endurbótum, viðhaldi og uppbyggingu skólamannvirkja á Eyrarbakka er því að mati undirritaðs sjálfsagt og eðlilegt, og ekki til þess fallnir að þyngja ferlið við uppbyggingu skólahúsnæðisins eins og fram kemur í bókun meirihlutafulltrúa D-lista. Vinnuhópar sem stofnaðir hafa verið að undanförnu hafa einmitt þvert á móti haft það hlutverk að skilgreina einstök verkefni og forgangsraða eftir mikilvægi, einmitt til þess að vanda vinnubrögð eins og frekast kostur er. Undirritaður harmar að meirihlutafulltrúar D-lista hafi umsvifalaust fellt tillögu um skipan vinnuhóps er hefði með framtíðaruppbyggingu skólahúsnæðis á Eyrarbakka að gera.“ Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista. Fundargerð staðfest. |
||
|
||
3. |
1202238 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss 2012 |
|
7. fundur haldinn 12. júní |
||
- liður 2, Auðar lóðir, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa og framkvæmda- og veitustjórnar. - liður 5, Aukið samtarf við veitustofnanir, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. - liður 6, Sumarleyfi í leikskólum, bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar. - liður 8, Merking á hraðatakmörkunum, bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar. - liður 9, Útsýni, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa. - liður 10, Ný byggingarreglugerð, bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa.
|
||
|
|
|
4. |
1204195 - Beiðni Elfu Daggar Þórðardóttur um launalaust leyfi frá stöfum í bæjarráði. |
|
Elfa Dögg Þórðardóttir óskar eftir launalausu leyfi frá störfum í bæjarráði fram til 15. ágúst nk. Var það samþykkt samhljóða. |
||
|
||
5. |
1205357 - Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs til eins árs |
|
Lagt var til að Eyþór Arnalds verði formaður bæjaráðs til eins árs og Elfa Dögg Þórðardóttir verði varaformaður. Var það samþykkt samhljóða. |
||
|
||
6. |
1206064 - Lóðamörk við Reynivelli 9 |
|
Bæjarráð samþykkir að girða af lóðina við Reynivelli 9 við núverandi göngustíg. Kostnaði er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.
|
||
|
||
7. |
1206094 - Smiðjan verkþjálfun og framleiðslusetur fyrir 16-24 ára |
|
Bæjarráð þakkar fyrir áhugavert erindi sem borist hefur seint, enda er búið að skipuleggja vinnu fyrir unglinga sumarið 2012. Málið verður skoðað með hliðsjón af fjárhagsárinu 2013. |
||
|
||
8. |
0810008 - Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi |
|
Bæjarráð fagnar því að komin sé niðurstaða í málinu. |
||
|
||
9. |
1106018 - Starfshópur vegna skipulags miðjusvæðis |
|
Bæjarráð samþykkir að starfshópur um miðjusvæðið verði lagður niður. Vinna við nýtt miðbæjarskipulag verði á hendi skipulags- og byggingarnefndar í nánu samstarfi við alla bæjarfulltrúa. Stefnt er á að fyrsti samráðsfundur verði haldinn þriðjudaginn 10. júlí kl. 17:00 |
||
|
||
10. |
1106016 - Uppbygging og stækkun Sundhallar Selfoss |
|
Starfshópur hefur fundað og málið er í góðum farvegi. |
||
|
||
11. |
1206106 - Trúnaðarmál - starfsmannamál |
|
Gögn verða afhent á fundinum |
||
Fært í trúnaðarbók. |
||
|
||
12. |
1206092 - Aðalfundur Háskólafélag Suðurlands 2012 |
|
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra HfSu til aðalfundar 2012 og ársreikningur. |
||
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:30
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Rósa Sif Jónsdóttir |