9.2.2017
99. fundur bæjarráðs
99. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista.
Auk þess sat fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
1. |
1701024 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar |
|
31. fundur haldinn 1. febrúar |
|
-liður 7, 1611003, umsókn um breytingu á byggingarreit að Hellismýri 1, Selfossi, Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt. -liður 11, 1701126, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum lögnum að dælustöð við Hraunsstekk. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. -liður 12, 1511199, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum við enda Ölfusárbrúar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. Fundargerðin staðfest. |
|
|
|
Fundargerðir til kynningar |
2. |
1702015 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2-1702015 |
|
846. fundur haldinn 27. janúar |
|
Lagt fram til kynningar. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
3. |
1701006 - Íbúafjöldi í Árborg 2017
3-1701006 |
|
Lagt fram yfirlit yfir fjölda íbúa í Sveitarfélaginu Árborg, dags. 1. febrúar 2017. Íbúar í Árborg voru 8.501 hinn 1. febrúar sl. |
|
|
|
4. |
1612133 - Innleiðing Árósarsamningsins
4-1612133 |
|
Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, ódags., þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum við drög að Landsskýrslu Íslands um innleiðingu samningsins, var lagt fram. |
|
|
|
5. |
1702022 - Heimsókn formanns Atorku |
|
Sigurður Þór Sigurðsson, formaður Atorku, kom inn á fundinn undir þessum lið. |
|
Rætt var um atvinnumál, m.a. um lista Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki. Á listanum nú eru fimm fyrirtæki sem skráð eru í Árborg, JÁVERK ehf, Fossvélar ehf, Set ehf, TRS ehf og Guðmundur Tyrfingsson ehf. Bæjarráð Árborgar hvetur rekstraraðila fyrirtækja á svæðinu til þess að sækjast eftir viðurkenningunni. |
|
|
|
6. |
1702032 - Styrkbeiðni vegna rekstrar Aflsins
6-1702032 |
|
Lögð fram styrkbeiðni, dags. 1. desember 2016, þar sem óskað er eftir styrk til rekstrar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
|
|
|
7.
|
1702035 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri
7-1702035 |
|
Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. febrúar 2017, þar sem óskað er umsagnar um beiðni um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Stokkseyri þann 11. febrúar nk. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
8.
|
1609199 - Könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga 2016
8- 1609199 -Árborg_120117_án_samanburðar
8- 1609199 -Viðbótarsp_ferðamenn_án samanburðar |
|
Lögð fram skýrsla Gallup með niðurstöðum þjónustukönnunar vegna Sveitarfélagsins Árborgar, auk skýrslu með niðurstöðum könnunar Gallup á viðhorfum íbúa í Árborg til ferðaþjónustu. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40.
Gunnar Egilsson |
|
Ari B. Thorarensen |
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Ásta Stefánsdóttir |