9. fundur umhverfisnefndar
9. fundur umhverfisnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 23.05.2007 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
María Hauksdóttir, formaður, B-lista
Soffía Sigurðardóttir, nefndarmaður S-lista
Jóhann Óli Hilmarsson, nefndarmaður V-lista
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista
Siggeir Ingólfsson, starfsmaður
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða að tekið verði fyrir mál no:0704071 Deiliskipulagstillaga gámasvæði. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. 0705097
Garða og götuverðlaun -
Nefndin er sammála því að það verði veitt þrjú garðaverðlaun og götuverðlaun og verður það auglýst nánar í staðarblöðum um miðjan júní.
2. 0704080
Söfnun og skil á pappír frá íbúum Árborgar -
Umhverfisnefnd leggur til að íbúum Árborgar verði gefin kostur á að fá svokallaðar Grænar tunnur fyrir pappír til endurvinnslu. Nefndin leggur til að undirbúningur hefjist nú þegar og starfsmanni umhverfisnefndar sé falið að fylgja málinu eftir. Áfram er nauðsynlegt að grenndargámar verði til staðar.
Greinargerð: Gera má ráð fyrir að pappír til endurvinnslu skili sér mun betur með þessu móti, en talið er að um 30% skili sér í grenndargáma en afgangurinn fer í almennt heimilissorp. Nefndin telur þetta gott skref í þeirri þróun sem nú er í gangi varðandi flokkun og endurvinnslu á sorpi.
3. 0704151
Almenningssamgöngur -
Nefndin er sammála um að hafnar verði viðræður við Vegagerðina um aðkomu sveitarfélagsins að útboðinu sem fram fer haustið 2008 á leiðinni Reykjavík-Hveragerði-Selfoss-Eyrarbakka-Stokkseyri. Nefndin telur að taka eigi til skoðunar með almenningssamgöngur innan sveitarfélagsins í tengslum við þá þjónustu sem fyrir er. Hvetur nefndin til þess að þeir aðilar sem koma til með að vera með þessa þjónustu noti umhverfisvæn faratæki.
Nefndin lítur á almenningssamgöngur sem umhverfisvænan kost. Í því samhengi hvetur hún íbúa til enn umhverfisvænni samgöngumáta með aukinni notkun reiðhjóla. Þá bendir nefndin á nauðsyn þess að bæta og auka reiðhjólastíga í sveitarfélaginu.
4. 0704071
Deiliskipulagstillaga - Gámasvæði -
Nefndin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagið.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:45
|
Soffía Sigurðardóttir |
|
Jóhann Óli Hilmarsson |
|
Björn Ingi Gíslason |
Siggeir Ingólfsson |
|
|