Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.12.2012

10. fundur Hverfisráðs Selfoss

Haldinn á Kaffi Krús, mánudaginn 26. nóvember 2012.
Fundarboðari, Ingibjörg E.L Stefánsdóttir formaður ráðsins.

Fundurinn hófst kl. 17:30.

Mætt voru:
Helga R. Einarsdóttir,
Eiríkur Sigurjónsson,
Ingibjörg E.L.Stefánsdóttir.

Boðuð forföll:
Magnús Vignir Árnason,
Guðmundur Sigurðsson,
S. Hafsteinn Jóhannesson.

Fundarritari Helga R. Einarsdóttir.

Fundi lauk kl. 18:30.

Dagskrá:

1. Fundagerð fundar dags. 10. október, samþykkt.

2. Ábending.

a. Bílastæði við Jötunheima.

3. Bæjargarðurinn.

4. Söltun.

5. Næsti fundur.

Eftirfarandi mál voru rædd á fundinum.

1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.
a. Borist hefur ábending frá íbúum um að veruleg þörf sé á fjölgun bílastæða við leikskólann Jötunheima.

3. Enn bendir ráðið á akstur um bæjargarðinn. Með fundargerðinni fylgja fjórar ljósmyndir sem teknar eru í hádeginu í dag en þar sést að keyrt hefur verið bæði eftir göngustígnum í gegnum garðinn og einnig spólað í hringi á malbikinu þar sem hjólabrettasvæðið var. Leggur ráðið enn og aftur áherslu á að bann við akstri um garðinn verði auglýst og sett um skilti þess efnis.

4. Hverfisráð vekur athygli á stór aukinni söltun á götum bæjarins, ekki eingöngu á Austurvegi heldur á fleiri götum.

5. Næsti fundur, verður boðað til hans.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica