67. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
67. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 17. desember 2013 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 09:00
Mættir: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan |
|
Fulltrúar frá Mannviti komu á fundinn og kynntu drög að skýrslu vegna skilgreiningar á Ölfusá sem viðtaka. Ákveðið að kynna skýrsluna fyrir fulltrúum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands á næsta fundi í janúar. |
||
|
||
2. |
1312062 - Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Afgreiðslu frestað til næsta fundar. |
||
|
||
3. |
1312081 - Stígar 2014 |
|
Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram. |
||
|
||
4. |
1312022 - Heitavatnsnotkun í kuldakastinu dagana 5.-6. desember 2013 |
|
Sigurður Þór Haraldsson, verkefnastjóri, fór yfir orkuöflun og dreifingu á heitu vatni í kuldakastinu í byrjun desember. Í ljósi upplýsinga um afhendingaröryggi til framtíðar er framkvæmdastjóra falið að vinna að áframhaldandi styrkingu dreifikerfisins. Ákveðið að leggja viðbótarstofnlögn frá Engjavegi að Erlurima um Suðurhóla. Framkvæmdin rúmast innan fjárheimilda Selfossveitna. |
||
|
||
5. |
1312082 - Vatnsveita Árborgar - kaup á smágröfu |
|
Framkvæmdastjóra falið að afla tilboða í smágröfu fyrir sviðið. |
||
|
||
6. |
1312083 - Endurskoðun á reglugerð um fráveitur og skólp nr. 798/1999 |
|
Frestað til næsta fundar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11.50
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |