Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.1.2014

166. fundur bæjarráðs

166. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401065 - Fundargerð fræðslunefndar

 

40. fundur 09.01.14

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1401046 - Fundargerðir Verktækni ehf

 

hluthafafundur 09.01.14 stjórnarfundur 09.01.14

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

   

3.

1304213 - Fundargerðir Borgarþróunar 2013

 

stjórnarfundur 12.12.13

 

Fundargerðin lögð fram.

 

   

4.

1401045 - Fundargerðir Borgarþróunar 2014

 

stjórnarfundur 09.01.14

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

Almenn afgreiðslumál

5.

1010142 - Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og HÍ 1 ehf vegna Hagalands

 

Sigurður Sigurjónsson hrl kom inn á fundinn. Farið var yfir drög að samkomulagi. Afgreiðslu frestað.

 

   

6.

1401022 - Þjónustusamningur við Íþróttafélag FSu

 

Bæjarráð staðfestir samninginn.

 

   

7.

1401024 - Undirbúningur að byggingu búseturúrræðis fyrir fatlað fólk

 

Bæjarráð samþykkir að stofna vinnuhóp til undirbúnings að byggingu búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk í stað eldra húsnæðis. Lagt er til að hópinn skipi: Ari B. Thorarensen, formaður félagsmálanefndar,

sem verði formaður hópsins, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, og Katrín Bjarnadóttir, forstöðumaður. Bæjarráð óskar eftir að hópurinn skili af sér tillögu í síðasta lagi 15. ágúst nk.

 

   

8.

1306045 - Svar Vegagerðarinnar við erindi sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag svæðis við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar

 

Lagt var fram svar Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi svæðisins verði frestað fram eftir árinu. Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna málsins.

 

   

9.

1401036 - Erindi frá Veraldarvinum vegna sjálfboðaliða fyrir árið 2014

 

Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og frístundafulltrúa.

 

   

10.

0906101 - Beiðni um að heimiluð verði aðilaskipti að byggingarbréfi um jörðina Gamla-Hraun 1

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

   

11.

1401029 - Beiðni um sameiningu lands, Gamla-Hrauns 1 og Stóra-Hrauns 1

 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá samruna landsins.

 

   

12.

1401038 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.

1401037 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

1304084 - Rekstraryfirlit 11 mán 2013

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

1106038 - Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi, beiðni Sæbýlis ehf um afslátt af heitu vatni

 

Bæjarráð óskar eftir gögnum um afkomu félagsins.

 

   

16.

1401086 - Umsókn um veðflutning v/Austurvegar 52

 

Bæjarráð hafnar beiðni um veðflutning af eigninni Austurvegi 52.

 

   

17.

1401088 - Skákdagur Íslands 2014

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir kaup á tveimur sundlaugartaflsettum. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að kanna möguleika á skólaheimsókn stórmeistara. Bæjarráð hvetur til þess að haldið verði fjöltefli, t.d. í Fischersetri á skákdegi Íslands.

 

   

Erindi til kynningar

18.

1306045 - Fréttatilkynning Gatnamóta ehf um samstarf við Ferðamálastofu varðandi þróun og uppbyggingu ferðmanna- og þjónustumiðstöðvar á gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

19.

1301154 - Málefni hjúkrunarheimila, svar Velferðarráðuneytisins við erindi sveitarfélagsins frá 26. september 2013

 

Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að ekki liggi fyrir áætlun um uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýma á Suðurlandi.

 

   

20.

1312049 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs

 

Lagt fram.

 

   

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
 
 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Helgi Sigurður Haraldsson

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica