166. fundur bæjarráðs
166. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. janúar 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401065 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
40. fundur 09.01.14 |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
2. |
1401046 - Fundargerðir Verktækni ehf |
|
hluthafafundur 09.01.14 stjórnarfundur 09.01.14 |
||
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
1304213 - Fundargerðir Borgarþróunar 2013 |
|
stjórnarfundur 12.12.13 |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
||
4. |
1401045 - Fundargerðir Borgarþróunar 2014 |
|
stjórnarfundur 09.01.14 |
||
Fundargerðin lögð fram. |
||
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
||
5. |
1010142 - Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og HÍ 1 ehf vegna Hagalands |
|
Sigurður Sigurjónsson hrl kom inn á fundinn. Farið var yfir drög að samkomulagi. Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
6. |
1401022 - Þjónustusamningur við Íþróttafélag FSu |
|
Bæjarráð staðfestir samninginn. |
||
|
||
7. |
1401024 - Undirbúningur að byggingu búseturúrræðis fyrir fatlað fólk |
|
Bæjarráð samþykkir að stofna vinnuhóp til undirbúnings að byggingu búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk í stað eldra húsnæðis. Lagt er til að hópinn skipi: Ari B. Thorarensen, formaður félagsmálanefndar, sem verði formaður hópsins, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, og Katrín Bjarnadóttir, forstöðumaður. Bæjarráð óskar eftir að hópurinn skili af sér tillögu í síðasta lagi 15. ágúst nk. |
||
|
||
8. |
1306045 - Svar Vegagerðarinnar við erindi sveitarfélagsins varðandi deiliskipulag svæðis við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar |
|
Lagt var fram svar Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi svæðisins verði frestað fram eftir árinu. Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna málsins. |
||
|
||
9. |
1401036 - Erindi frá Veraldarvinum vegna sjálfboðaliða fyrir árið 2014 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og frístundafulltrúa. |
||
|
||
10. |
0906101 - Beiðni um að heimiluð verði aðilaskipti að byggingarbréfi um jörðina Gamla-Hraun 1 |
|
Bæjarráð samþykkir erindið. |
||
|
||
11. |
1401029 - Beiðni um sameiningu lands, Gamla-Hrauns 1 og Stóra-Hrauns 1 |
|
Bæjarráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá samruna landsins. |
||
|
||
12. |
1401038 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, tillaga til þingsályktunar um flutning stjórnsýslu um málefni hreindýra |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
13. |
1401037 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn, tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
14. |
1304084 - Rekstraryfirlit 11 mán 2013 |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
15. |
1106038 - Gjald vegna orkunotkunar við sæbjúgnaeldi, beiðni Sæbýlis ehf um afslátt af heitu vatni |
|
Bæjarráð óskar eftir gögnum um afkomu félagsins. |
||
|
||
16. |
1401086 - Umsókn um veðflutning v/Austurvegar 52 |
|
Bæjarráð hafnar beiðni um veðflutning af eigninni Austurvegi 52. |
||
|
||
17. |
1401088 - Skákdagur Íslands 2014 |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir kaup á tveimur sundlaugartaflsettum. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að kanna möguleika á skólaheimsókn stórmeistara. Bæjarráð hvetur til þess að haldið verði fjöltefli, t.d. í Fischersetri á skákdegi Íslands. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
18. |
1306045 - Fréttatilkynning Gatnamóta ehf um samstarf við Ferðamálastofu varðandi þróun og uppbyggingu ferðmanna- og þjónustumiðstöðvar á gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
19. |
1301154 - Málefni hjúkrunarheimila, svar Velferðarráðuneytisins við erindi sveitarfélagsins frá 26. september 2013 |
|
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að ekki liggi fyrir áætlun um uppbyggingu hjúkrunar- og dvalarrýma á Suðurlandi. |
||
|
||
20. |
1312049 - Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs |
|
Lagt fram. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |