169. fundur bæjarráðs
169. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 6. febrúar 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá samkomulag um Hagaland og svar við bréfi EFS um fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401092 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
32. fundur haldinn 30. janúar |
||
Fundargerðin staðfest. Bæjarráð þakkar félagsþjónustusviði fyrir greinargott yfirlit yfir stöðu mála á sviðinu. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
2. |
1401489 - Beiðni um leyfi fyrir dúfnakofa að Víkurheiði |
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs til afgreiðslu. |
||
|
||
3. |
1401492 - Rekstrarleyfisumsögn - heimagisting að Laxabakka 16, Selfossi |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
4. |
1401397 - Rekstrarleyfisumsögn - Garun apartments Skólavöllum 7 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
5. |
1306045 - Staða mála varðandi deiliskipulag - gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar |
|
Vegagerðin vinnur að endurskoðun veglínu Suðurlandsvegar og meðan sú endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að vinna deiliskipulag við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar. Í dag liggur ekkert vilyrði fyrir af hálfu Sveitarfélagsins Árborgar um lóð við Biskupstungnabraut og verður ekki ráðist í deiliskipulag þess svæðis á þessu kjörtímabili. Enginn samningur er á milli Gatnamóta ehf. og sveitarfélagsins og verður ekki farið í úthlutun lóða við Biskupstungnabraut enda liggur ekki endanleg veglína fyrir. Áhersla sveitarfélagsins í skipulagsmálum er á uppbyggingu miðbæjar Selfoss og annarra byggðakjarna, grænum svæðum og verslunargötum með göngu- og hjólastígum. |
||
|
||
6. |
1310167 - Atvinnumálafundur Árborgar 28.11.2013, samantekt |
|
Lögð var fram samantekt atvinnuráðgjafa af fundinum. |
||
|
||
7. |
1402005 - Styrkveitingar Vegagerðarinnar til göngu- og hjólastíga meðfram stofnbrautum |
|
Í viðræðum við fulltrúa Vegagerðarinnar á síðasta fundi bæjarráðs kom fram að mögulegt væri að sækja um styrki á grundvelli 27. gr. vegalaga í sjóði Vegagerðarinnar til að leggja göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegum. Bæjarráð samþykkir að sækja um styrki til yfirborðsfrágangs svonefnds Fjörustígs milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og stígs milli Selfoss og Eyrarbakka. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram svohljóðandi bókun: |
||
|
|
|
8. |
1311086 - Kaup á landi vegna hreinsistöðvar fráveitu |
|
Bæjarráð samþykkir kaup á landspildu úr landi Litlu-Sandvíkur vegna hreinsistöðvar fráveitu. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: „Þessi samningur um kaup á landi fyrir nýja fráveitulögn fyrir sveitarfélagið og hreinsistöð, er gerður þar sem sveitarfélaginu hefur verið stillt upp við vegg og það getur ekki annað en samþykkt, þrátt fyrir að verðið fyrir landið sé langt í frá að vera eðlilegt.“ |
||
|
||
9. |
1010142 - Samkomulag vegna Hagalands |
|
Bæjarráð samþykkir kaupsamning dags. 5. febrúar sl., við HÍ1 ehf vegna lands og lóða úr Hagalandi, auk samkomulags um uppbyggingu hverfisins. Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: |
||
|
||
10. |
1206166 - Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga, erindi EFS |
|
Fjármálastjóra er falið að senda Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga svar við erindi nefndarinnar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:40.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |