15.fundur íþrótta- og menningarnefnd
15. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 12. febrúar 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1401075 - Vor í Árborg 2014 |
|
Farið yfir drög að mögulegum dagskrárliðum. Fram kom hugmynd um að mála t.d. alla rafmagnskassa sem eru við aðalgötur þéttbýliskjarna. Hátíðin verður að öðru leyti svipað uppbyggð og áður með fjölda sýninga, Gaman saman fjölskylduleiknum og tónleikum í öllum byggðarkjörnunum. Ákveðið að hafa stærri viðburði í öllum þéttbýliskjörnum og starfsmanni nefndarinnar falið að vinna áfram með þau drög sem komin eru fram. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1402065 - Umsóknir til Menningarráðs Suðurlands 2014 |
|
Lögð fram auglýsing frá Menningarráði Suðurlands um annars vegar verkefnastyrki og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki. Rætt um möguleika sveitarfélagsins til að sækja um í ákveðin verkefni. Umsóknarfrestur er til 20.febrúar og eru allir áhugasamir hvattir til að kynna sér möguleikana á því að sækja um styrk. |
||
|
||
3. |
1402070 - Málefni Konubókastofunnar á Eyrarbakka |
|
Rannveig Anna Jónsdóttir frá Konabókastofunni á Eyrarbakka kom inn á fundinn og sagði frá starfsemi safnsins en það fagnar nú eins árs afmæli. Tilgangur stofunnar er að halda utan um verk eftir kvenrithöfunda, kynna verkin og veita upplýsingar. Stofnað var hagsmunafélag fyrir konubókastofuna og eru um 100 félagsmenn af báðum kynjum í því sem styðja við safnið með greiðslu árgjalda og aðstoða við söfnun á bókum. Fyrsta árið hefur gengið mjög vel. Mikill áhugi er fyrir safninu og vex það jafnt og þétt. Á þessu ári verða síðan tveir stórir viðburðir tengdir safninu. Konubókastofan tekur svo líka þátt í verkefninu bókabæir ásamt fleirum úr sveitarfélaginu. Anna tekur fram að vegna þessa mikla áhuga sé aðstaðan því miður orðin of lítil en stofan er í u.þ.b. 12 fermetra herbergi í dag. Tekur fram að aðalfundur félagsins verður 9. mars nk. á Eyrarbakka og allir velkomnir. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1401348 - Afsláttur af fargjöldum fyrir börn sem stunda íþróttir utan Árborgar |
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:20
Kjartan Björnsson |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Björn Harðarson |
|
Þorsteinn Magnússon |
Tómas Þóroddsson |
|
Bragi Bjarnason |