175. fundur bæjarráðs
175. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 20. mars 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritar fundargerð.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar |
||
1. |
1401092 - Fundargerð félagsmálanefndar |
|
33. fundur haldinn 13. mars |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
2. |
1401065 - Fundargerð fræðslunefndar |
|
42. fundur haldinn 13. mars |
||
Fundargerðin staðfest. |
||
|
||
Almenn afgreiðslumál |
||
3. |
1403152 - Beiðni um fjárveitingu til endurnýjunar á fimleikadýnum |
|
Bæjarráð samþykkir viðauka við fjárfestingaráætlun að fjárhæð kr. 2.200.000 kr. til að unnt verði að ljúka verkinu. |
||
|
||
4. |
1403181 - Fyrirspurn/umsókn um lóðina Tryggvagötu 36 fyrir nemendagarða, sumargistingu og/eða leiguíbúðir, dags. 13. mars 2014 |
|
Bæjarráð hafnar erindinu, á lóðinni er hús sem er nýtt fyrir starfsemi á vegum sveitarfélagsins. |
||
|
||
5.
|
1403116 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, dags. 10. mars 2014, endurnýjun - Stopp Grill, Austurvegi 46 |
|
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið. |
||
|
||
6.
|
1403162 - Styrkbeiðni áhugamannafélagsins Eyðibýli, dags. 10. mars 2014 - rannsókn á eyðibýlum í Árnessýslu sumar 2014 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
||
|
||
7. |
1403105 - Aðgangskerfi fyrir sundlaugar og bókasöfn, minnisblað menningar- og frístundafulltrúa dags. 14. mars 2014 |
|
Bæjarráð samþykkir að setja upp aðgangskerfi fyrir sundlaugar og bókasöfn og felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna að innleiðingu þess. Gert er ráð fyrir verkefninu innan fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
8. |
1403224 - Beiðni Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni um sumarstarf á Úlfljótsvatni sumarið 2014 |
|
Bæjarráð samþykkir erindið varðandi einn starfsmann í þrjá mánuði. |
||
|
||
9. |
1403225 - Beiðni um undantekningu á lögreglusamþykkt Árborgar - lenging á opnunartíma skemmtistaðarins Fróns |
|
Bæjarráð óskar eftir umsögn lögreglu um erindið. |
||
|
||
10.
|
1403228 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, dags. 17. mars 2014 - gististaður að Túngötu 9, Eyrarbakka |
|
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar. |
||
|
||
11. |
1403179 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 2014, fundarboð |
|
Bæjarráð veitir Eyþóri Arnalds, formanni bæjarráðs, umboð til að sitja fundinn. |
||
|
||
12. |
1007011 - Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi |
|
Farið var yfir stöðu mála. |
||
|
||
13. |
1305094 - Skipan í starfshóp vegna Grænumarkar 5 |
|
Bæjarráð skipar Ara B. Thorarensen til setu í hópnum, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, starfi með hópnum. Óskað er tilnefningar frá Félagi eldri borgara og lóðarhafa að Austurvegi 51. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Eyþór Arnalds |
|
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
Eggert V. Guðmundsson |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
Þórdís Eygló Sigurðardóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |