Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


30.4.2014

180. fundur bæjarráðs

180. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2014  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt: Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varamaður, B-lista, áheyrnarfulltrúi, Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar

1.

1401094 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar

 

45. fundur haldinn 15. apríl að undanskildum lið 6 sem var afgreiddur á fundi bæjarstjórnar 16. apríl sl.

 

Fundargerðin staðfest.

 

   

Fundargerðir til kynningar

2.

1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

 

815. fundur haldinn 10. apríl

 

Lagt fram.

 

   

3.

1404285 - Fundur í fagráði og starfsreglur sérdeildar Suðurlands og samstarfssamningur

 

Fundur haldinn 22. apríl

 

Fundargerðin var lögð fram. Bæjarráð staðfestir starfsreglurnar og þjónustusamninginn.

 

   

Almenn afgreiðslumál

4.

1404282 - Átak Vinnumálastofnunar í atvinnu námsmanna sumarið 2014

 

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í átakinu.

 

   

5.

1404191 - Beiðni Skógræktarfélags Árnesinga um fjármagn vegna samnings um leiguland Árborgar að Snæfoksstöðum

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ræða við fulltrúa Skógræktarfélags Árnesinga um umsjónarsamninginn.

 

   

6.

1403316 - Fyrirhuguð skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga

 

Farið var yfir framkvæmd málsins.

 

   

7.

1404287 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, endurnýjun - Draugasetrið

 

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

 

   

8.

1404342 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gististaður að Vestri- Grund 1

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.

 

   

9.

1404192 - Drög að samningi við Selfosssókn um æskulýðsstarf

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Braga Bjarnasyni að leggja fyrir bæjarráð kostnað við verkefnið.

 

   

10.

1404289 - Styrkbeiðni Dönsum á Selfossi, dags. 20. apríl 2014, beiðni um styrk til kaupa á hljóðkerfi vegna dansleikjahalds

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

11.

1404198 - Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 15. apríl 2014, um umsögn - frumvarp til laga um ríkisendurskoðanda og ríkisendurskoðun

 

Lagt fram.

 

   

12.

1404244 - Beiðni umhverfis- og samgönguáætlunar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

 

Lagt fram.

 

   

13.

1404245 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi, dags. 15. apríl 2014, um umsögn - frumvarp til laga um skipulagslög, bótaákvæði o.fl.

 

Lagt fram.

 

 

 

14.

1404303 - Beiðni SASS um umsögn um svæðislýsingar fuglaskoðunarsvæða innan sveitarfélagsins

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna.

 

   

15.

1402200 - Umsóknir um rekstur tjaldsvæðis á Stokkseyri

 

Bæjarráð samþykkir að semja við Hönnu Siv Bjarnardóttur og Ólaf Má Ólafsson um umsjón með tjaldsvæði Stokkseyrar.

 

   

Erindi til kynningar

16.

1404319 - Hjólað í vinnuna 2014

 

Lagt fram.

 

   

17.

1404286 - Ályktanir af aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands 2014

 

Lagt fram.

 

   

18.

1311109 - Ráðstefna - Ungt fólk og lýðræði 2014

 

Lagt fram.

 

   

19.

1404323 - Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2013

 

Lagt fram.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:10. 

Eyþór Arnalds

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir

Eggert V. Guðmundsson

 

Íris Böðvarsdóttir

Þórdís Eygló Sigurðardóttir

 

Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica