18. fundur íþrótta- og menningarnefndar
18. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 14. maí 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1405191 - Menningarferð í fuglafriðlandið |
|
Rætt um að bjóða upp á menningarferð í fuglafriðlandið í Flóa fimmtudaginn 29. maí nk. sem er uppstigningardagur. Jóhann Óli, fuglafræðingur, myndi taka á móti fólki og kynna svæðið sem og leiðbeina við fuglaskoðun. Ákveðið að fara af stað kl. 8:00 að morgni frá Ráðhúsi Árborgar en einnig getur fólk mætt beint út í fuglafriðland um 8:30. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
1405190 - Styrktarsjóður fyrir ungt tónlistarfólk |
|
Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir einn af eigendum Fróns sendi inn erindi með hugmynd að styrktarsjóði fyrir ungt tónlistarfólk. Lagt var til að nefndin yrði með ákveðna upphæð á hverju ári í menningarstyrki sem t.d. væru líka fyrir ungt tónlistarfólk. Nefndin tekur vel í hugmyndina og vísar henni til umsagnar í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
3. |
1405149 - Athugasemdir við íþróttahús Vallaskóla |
|
Farið yfir bréf frá stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss varðandi athugasemdir við íþróttahús Vallaskóla. Málið rætt og fram kom að á umræddum leik þar sem rafmagnið fór af hafi kælir í búningsklefa karla slegið út rafmagninu en til stendur að laga rafkerfið í framhaldinu þannig að slíkt komi ekki fyrir aftur. Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og ítrekar að brýnt sé að öryggisatriði og öll dagleg starfsemi í húsinu sé í lagi. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði unnið í samvinnu við íþróttafélögin í sveitarfélaginu að uppbyggingu íþróttamannvirkja og um það verði sátt milli sveitarfélagsins og íþróttahreyfingarinnar. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
Erindi til kynningar |
||
4. |
1405192 - Vinnuskóli Árborgar 2014 |
|
Menningar- og frístundafulltrúi fer yfir stöðu mála gagnvart vinnuskólanum sumarið 2014. Allur undirbúningur gengur vel og flestar ráðningar klárar. Einnig er verið að vinna í umsóknum 17 - 19 ára ungmenna sem og fyrir námsmenn í gegnum atvinnuátak Vinnumálastofnunar og velferðarráðherra. |
||
|
Kjartan Björnsson, formaður nefndarinnar, þakkar starfsmanni og nefndarmönnum fyrir eindrægni og gott samstarf á þessu kjörtímabili.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Kjartan Björnsson |
|
Brynhildur Jónsdóttir |
Björn Harðarson |
|
Tómas Þóroddsson |
Bragi Bjarnason |
|
|