Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11.12.2014

19. fundur bæjarráðs

19. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. desember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Dagskrá:   
Fundargerðir til kynningar
 1. 1408177 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka
  1. fundur haldinn 22. október 16. fundur haldinn 25. nóvember
-liður 1 í fundargerð frá 25. nóvember 2014, úttekt á ásýnd Eyrarbakka. Bæjarráð bendir hverfisráði á að úttekt á ásýnd Eyrarbakka var vísað til framkvæmda- og veitustjórnar, sem tók málið fyrir á 6. fundi og bókaði eftirfarandi: “Stjórnin þakkar hverfisráðinu fyrir skýrsluna. Brugðist verður við ábendingum eins og kostur er.” Unnið verður úr athugasemdunum á næstunni í takt við fjárveitingar ársins. -liður 2, beiðni hverfisráðs um upplýsingar um umhverfisstefnu sveitarfélagsins Árborgar og aðgengi að henni. Sveitarfélagið Árborg samþykkti Ólafsvíkuryfirlýsinguna (yfirlýsingu um framlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar) hinn 25. apríl 2008. Eftirfarandi var bókað í bæjarráði við það tækifæri: “Sveitarfélagið Árborg er þátttakandi í Staðardagskrá 21 og í aðalskipulagi Árborgar 2005-2025 eru meginhugmyndir og markmið Sd21 höfð að leiðarljósi. Með samþykkt Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar skuldbindur Árborg sig til að leggja sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar, m.a. með því að virkja íbúa, félagasamtök og aðila atvinnulífsins til öflugrar þátttöku í verkefnum sem tengjast Sd21 og með því að hafa markmiðið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana og ákvarðanatöku í sveitarfélaginu. Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Yfirlýsingin miðar að sjálfbærri þróun, m.a. með þátttöku í verkefnum sem tengjast Staðardagskrá 21 og með því að hafa markmið um sjálfbæra þróun að leiðarljósi við gerð skipulagsáætlana.” Bæjarráð bendir hverfisráði á að í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gerð grein fyrir framtíðarsýn og meginmarkmiðum í umhverfismálum, sjá t.d. kafla 2-3 í greinargerð með aðalskipulagi og meðfylgjandi umhverfisskýrslu, sjá https://www.arborg.is/wp-content/uploads/2010/01/greinargerd-Arborg-adalskipulag-2010-2030.pdf. Þá er umhverfisstefna sveitarfélagsins frá 2005 einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, sjá https://www.arborg.is/stjornsysla/stefnur/umhverfisstefna/. Til stendur að uppfæra umhverfisstefnu sveitarfélagsins á næsta ári. Hverfaráð og ungmennaráð munu fá stefnuna til umsagnar.
 2. 1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  1. fundur haldinn 21. nóvember
Lagt fram til kynningar.
 3. 1402020 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
  1. fundur haldinn 26. nóvember
Lagt fram til kynningar.
Almenn afgreiðslumál
 4. 1410085 - Beiðni Markaðsstofu Suðurlands, dags. 8. október 2014, um endurnýjun á samstarfssamningi og endurskoðun samningsfjárhæðar
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningnum til eins árs. Bæjarráð samþykkir 2,7% hækkun á framlagi pr. íbúa sem er í takt við hækkun gjaldskráa sveitarfélagsins fyrir árið 2015.
 5. 1411206 - Stefnumörkun í atvinnu- og ferðamálum
Rætt var um vinnu við stefnumörkun. Samþykkt að skipa starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
 6. 1412001 - Styrkbeiðni stjórnar Snorrasjóðs, dags. 17. nóvember 2014 - Snorraverkefnið 2015
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
 7. 1412018 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. nóvember 2014, um umsögn - frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku, færslu frídaga að helgum o.fl.
Lagt fram.
 8. 1412017 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 28. nóvember 2014, um umsögn - frumvarp til laga um almannatryggingar, aldurstengd örorkuuppbót
Lagt fram.
 9. 1412030 - Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 2. desember 2014, um umsögn - frumvarp til laga um húsaleigubætur, rétt námsmanna
Lagt fram.
 10. 1412053 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um umsögn - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði
Lagt fram.
 11. 1411207 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 27. nóvember 2014, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna
Lagt fram.
 12. 1411168 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 24. nóvember 2014, umsögn - tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum
Lagt fram.
 13. 1412070 - Beiðni um umsögn um tækifærisveitingaleyfi, umsækjandi Léttur ehf- Hvíta húsið um jól og áramót 2014
Bæjarráð samþykkir að opið verði til kl. 04 aðfaranótt 27. desember og 1. janúar.
Erindi til kynningar
 14. 1412059 - Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember 2014, hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
 15. 1411174 - Leiðbeiningar frá Póst- og fjarskiptastofnun um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
http://www.pfs.is/fjarskipti/ljosleidarauppbygging-og-rikisstyrkir/
Lagt fram.
    Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:10. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica