Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.12.2014

20. fundur bæjarráðs

20. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 18. desember 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, varamaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá umsókn um tækifærisleyfi v/áramótafagnaðar á Stokkseyri og á 800 Bar. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1.  1406099 - Fundargerð fræðslunefndar  5. fundur haldinn 11. desember -liður 1, 1411050, reglur um samskipti skóla og trúfélaga í Árborg. Bæjarráð staðfestir reglurnar. Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2.  1402007 - Fundargerð stjórnar SASS 488. fundur haldinn 12. desember Fundargerðin lögð fram til kynningar. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, vék af fundi og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, kom inn á fundinn í staðinn. Almenn afgreiðslumál 3.  1403025 - Auglýsing Ungmennafélags Íslands eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ vegna unglingalandsmóts UMFÍ 2017, dags. 10. desember 2014 Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við HSK að sækja um unglingalandsmót á Selfossi árið 2017 með stuðningi Sveitarfélagsins Árborgar. 4.  1403276 - Rekstraryfirlit og fjárhagstölur fyrstu 10 mánaða ársins 2014 Ásbjörn Sigurðsson kom inn á fundinn og fór yfir niðurstöður rekstrar. 5.  1411206 - Stefnumörkun í atvinnu- og ferðamálum Skipan í starfshóp Bæjarráð skipar eftirtalda til setu í starfshópnum: Ástu Stefánsdóttur, Eggert Val Guðmundsson og Viðar Helgason. Bragi Bjarnason starfi með hópnum. 6.  1412085 - Styrkbeiðni Sambands sunnlenskra kvenna, dags. 30. nóvember 2014 - landsþing Kvenfélagasambands Íslands á Selfossi 2015   Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að svara erindinu. 7.  1411172 - Kauptilboði Ástjörn 3 Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að ganga frá gagntilboði. 8.  1403380 - Fundartími bæjarráðs 2014 Fundir bæjarráðs milli jóla og nýárs Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar. 9.  1412113 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - áramótafagnaður Umf. Stokkseyrar Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um opnunartíma til kl. 04. 10.  1412147 - Tækifærisleyfi - jóla- og áramótafagnaður í 800Bar Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um opnunartíma til kl. 04. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00. Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Viðar Helgason Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica