Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.12.2014

5. fundur fræðslunefndar

5. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 11. desember 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Dagskrá: Erindi til kynningar 1.  1411050 - Samskipti skóla og trúfélaga Í framhaldi af tillögu á 4. fundi fræðslunefndar frá Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, hafa nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga verið unnar að höfðu samráði við skólastjórnendur og kjörna fulltrúa. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar samhljóða og vísar þeim áfram til afgreiðslu í bæjarráði. 2.  1412054 - Ársskýrsla skólaþjónustu 2013-2014 Fræðslustjóri kynnti skýrsluna og Anna Ingadóttir kynnti kaflann um lykiltölur og fylgiskjal 1 þar sem eru kynntar niðurstöður könnunar á skólaþjónustu skólaárið 2013-2014. 3.  1412058 - LOGOS lesskimanir í grunnskólum Árborgar Þórdís H. Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi kynnti áherslur og verklag í grunnskólum sveitarfélagsins sem þegar er farið að skila góðum árangri. 4.  1412038 - Samræmd könnunarpróf 2014 Til kynningar. Á vorönn 2015 munu grunnskólarnir þrír standa fyrir málstofum í íslensku, stærðfræði og ensku. Þar verður unnið að enn frekari styrkingu faglegra tengsla milli kennara í Árborg og kennslufræðilegri þekkingu og reynslu miðlað í námsgreinum samræmdu könnunarprófanna. Þá er verið að stofna faghóp grunnskóla og skólaþjónustu í stærðfræði. 5.  1412020 - Ytra mat á leikskólum 2015 Námsmatsstofnun auglýsir eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra. Þegar hefur komið fram áhugi hjá leikskólastjóra Álfheima og foreldraráði sem telja að með ytra mati gefist tækifæri til að skoða starfsemina frá ólíkum sjónarhornum er nýtist í frekari þróun á starfi skólans. Nefndin felur fræðslustjóra að ganga frá umsókn fyrir 31. desember nk. að höfu samráði við leikskólastjóra. 6.  1404071 - Frístundaheimili - mögulegar útfærslur Til kynningar. - Fundargerð 1. fundar frá 9. október 2014. - Fundargerð 2. fundar frá 13. nóvember 2014. 7.  1411058 - Samræmd könnunarpróf skólaárið 2015-2016 Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 7. nóvember 2014, til kynningar. 8.  1402071 - Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra   Til kynningar. Fundargerð frá 2. desember 2014. Þar er lagt til að sumarlokanir verði frá 1. júlí 2015 til og/með 4. ágúst. Starfsdagar verði 5. og 6. ágúst og börnin mæti föstudaginn 7. ágúst 2015. Fræðslunefnd samþykkir þennan hluta af leikskóladagatali 2015-2016 sem verður tekið til frekari umræðu og afgreiðslu á vorönn 2015. 9.  1412066 - Jafnréttisáætlun Árbæjar Til kynningar. 10.  1412055 - Starfsáætlun Sunnulækjarskóla 2014-2015 Til kynningar. 11.  1412068 - Námskrá Sérdeildar Suðurlands 2014-2015 Til kynningar. 12.  1412056 - Námsvísar Sunnulækjarskóla 1.-10. bekk Til kynningar. 13.  1412067 - Skólanámskrá Vallaskóla 2014-2015 Til kynningar. 14.  1402054 - Álfheimafréttir Til kynningar. 12. tbl. desember 2014. 15.  1402052 - Fréttabréf Jötunheima 2014 Til kynningar. 8. tbl. desember 2014. 16.  1402163 - Samstarf skólaþjónustu, félagsþjónustu og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands Fundargerð frá 27. nóvember 2014 til kynningar. 17.  1411096 - Samstarf við SÁ um fagnámskeið starfsmanna leikskóla Til kynningar. Tölvupóstur frá Fræðslunetinu 12. nóvember 2014 þar sem væntanlegt námskeiðsframboð fyrir starfsfólk leikskóla er kynnt. Í tölvupóstinum er óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið og leikskólana um þátttöku starfsmanna þannig að námskeiðið megi verða að veruleika. Fræðslustjóri hefur þegar tekið jákvætt í erindið og sent það áfram á leikskólastjóra. 18.  1402089 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2014 Til kynningar. 27. fundur frá 27. nóvember 2014. 19.  1402053 - Skólaráð Sunnulækjarskóla 2014 Til kynningar. 33. fundur frá 2. desember 2014. 20.  1403094 - Skólaráð Vallaskóla 2014 Til kynningar. Fundir frá 11. nóvember og 26. nóvember 2014. 21.  1412059 - Hvatning - átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla Til kynningar. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember 2014. Drög að minnisblaði, sem enn er í vinnslu, lögð fram en þar er verið að taka saman upplýsingar um stöðu mála í leikskólum Árborgar. 22.  1402043 - Undirbúningur á námsmati í grunnskólum Til kynningar. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 24. nóvember 2014. 23.   1411185 - Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2018 Til kynningar. 24.  1412036 - Styrkur vegna námsupplýsingakerfis Til kynningar. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 25. nóvember 2014. 25.  1412015 - Umsýsla undanþágunefndar grunnskóla Til kynningar. Tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 27. nóvember 2014. 26.  1412016 - Menntaverðlaun Suðurlands Til kynningar. Auglýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna. 27.   1409027 - Landsleikurinn ALLIR LESA Til kynningar.   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:55 Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason Brynhildur Jónsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir Íris Böðvarsdóttir Magnús J. Magnússon Ingibjörg Stefánsdóttir Brynja Hjörleifsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Málfríður Erna Samúelsd. Hanna Rut Samúelsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica