Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.1.2015

21. fundur bæjarráðs

21. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. janúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Gunnar Egilsson, D-lista, og Viðar Helgason, Æ-lista, boðuðu forföll. Dagskrá:  Fundargerðir til staðfestingar 1.  1406097 - Fundargerðir félagsmálanefndar 5. fundur haldinn 16. desember Fundargerðin staðfest. Fundargerðir til kynningar 2.  1402107 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands 161. fundur haldinn 12. desember Fundargerðin lögð fram. 3.  1402040 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 823. fundur haldinn 12. desember Fundargerðin lögð fram. 4.  1409175 - Fundargerð Almannavarnanefndar Árnessýslu 21. fundur haldinn 19. desember 2014 Lagt fram til kynningar. Almenn afgreiðslumál 5.  1412109 - Erindi UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014, beiðni um viðræður um rekstur íþróttamannvirkja á Selfossi, sbr. ályktun 5. fundar framkvæmdastjórnar UMFS frá 20. október 2014 Bæjarráð samþykkir að ræða við formann og framkvæmdastjóra UMFS varðandi erindið. 6.  1412110 - Erindi UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014 beiðni um aukna þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í rekstri meistaraflokka Umf. Selfoss, m.a. með kaupum á tryggingum fyrir eldri iðkendur, sbr. ályktun aðalfundar UMFS frá 10. apríl 2014 og aðalstjórnar frá 1. október 2014   Bæjarráð samþykkir að ræða við formann og framkvæmdastjóra UMFS varðandi erindið. 7.  1412111 - Erindi UMF Selfoss frá 15. desember 2014 um aukna þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar í systkinaafslætti og skráningu á hvatagreiðslum Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum vegna beiðni um fjármögnun á systkinaafslætti á milli deilda. 8.  1412121 - Erindi frá UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014, um að tekin verði afstaða til tillagna í minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi breytingar á íþróttahúsi Vallaskóla Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði og menningar- og frístundafulltrúa að vinna minnisblað um verkefnið í samráði við notendur hússins. 9.  1412122 - Beiðni UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014, um afnot af íþróttahúsi og anddyri Vallaskóla vegna Selfossþorrablóts 2015 Bæjarráð samþykkir að veita UMFS afnot af húsnæðinu vegna Selfossþorrablóts. 10.  1412123 - Beiðni UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014, um undanþágu frá skilmálum í rekstrarsamningi við Sveitarfélagið Árborg um veitingar á léttu víni í Tíbrá, sbr. ályktun aðalfundar frá 10. apríl 2014 og aðalstjórnar frá 3. september Bæjarráð samþykkir að ræða við formann og framkvæmdastjóra UMFS varðandi erindið. 11.  1408044 - Erindi UMF Selfoss, dags. 15. desember 2014, um merkingar á íþróttamannvirkjum á Selfossi Bæjarráð samþykkir að ræða við formann og framkvæmdastjóra UMFS varðandi erindið. 12.  1412180 - Beiðni Stígamóta um fjárstyrk, dags. 10. desember 2014 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá félagsmálanefnd. 13.  1412126 - Drög að samningi við Rannsóknir og greiningu 2014-2018 um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Sveitarfélaginu Árborg   Bæjarráð samþykkir samninginn. Erindi til kynningar 14.  1412119 - Erindi UMFÍ, dags. 12. desember 2014, 39. sambandsráðsfundur UMFÍ 2014, þakkir til sveitarfélaga sem hafa stutt við bakið á iðkendum ungmenna- og íþróttafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í húsnæði sínu Lagt fram. 15.  1412187 - Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 19. desember 2014, tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 Lagt fram. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:35 Sandra Dís Hafþórsdóttir Ari B. Thorarensen Eggert Valur Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica