22. fundur bæjarráðs
22. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2015 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1406100 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar | |
5. fundur haldinn 10. desember. | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1501026 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
6. fundur haldinn 7. janúar. | ||
-liður 1, mál nr. 1412188, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á rannsóknarholum fyrir vatnsveitu Árborgar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði samþykkt. -liður 8, 1405411, tillaga að deiliskipulagi að Austurvegi 51-59. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt og auglýst. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1501033 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga | |
170. fundur haldinn 5. janúar. | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1410085 - Beiðni, dags. 30. desember 2014, um skipan tengiliðs vegna samnings við Markaðsstofu Suðurlands | |
Bæjarráð tilnefnir Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa, sem tengilið við Markaðsstofu Suðurlands. | ||
5. | 1301348 - Hjúkrunarheimilið Kumbaravogur | |
Guðni Kristjánsson, forstöðumaður Kumbaravogs, kom inn á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar rekstur heimilisins og framtíðarhorfur. | ||
6. | 0611106 - Viðbygging við verknámshúsið Hamar | |
Bæjarráð samþykkir þá tilhögun að ný viðbygging og endurbætur á Hamri verði boðið út í einu lagi, jafnframt samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti þá kostnaðarskiptingu sem gert hefur verið ráð fyrir, þ.e. 60% hlutur ríkisins og 40% hlutur sveitarfélaganna. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:35 Gunnar Egilsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Eggert V. Guðmundsson Helgi Sigurður Haraldsson Ásta Stefánsdóttir