16.1.2015
5. fundur íþrótta- og menningarnefndar
5. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 10. desember 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista,
Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista,
Einar Ottó Antonsson, varamaður, D-lista,
Anton Örn Eggertsson, varamaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál
1.
1411026 - Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2014
Farið yfir drög að dagskrá uppskeruhátíðarinnar sem verður kl.20:00 þann 30.desember í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fram kom að dagskráin væri með hefðbundnu sniði, afhentar eru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu, styrkir úr afrekssjóðum og íþróttakarl og -kona Árborgar valin. Samþykkt samhljóða.
2.
1412071 - Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2014
Rætt um hvaða félag/deild fengi hvatningarverðlaun ÍMÁ árið 2014. Valið er skráð í fundagerðabók en verður tilkynnt á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 30.des. nk.
3.
1411065 - Menningarstyrkir ÍMÁ 2014
Kjartan Björnsson, formaður nefndarinnar, víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Farið yfir þær sjö umsóknir sem bárust og ákveðið að úthluta til eftirfarandi verkefna:
Hestamannafélagið Sleipnir - jólahátíð kr. 50.000-
Karlakór Selfoss - lagasafn á rafrænt form kr. 50.000-
Sagafest - tónlistar- og listahátíð kr. 75.000-
Konubókastofan - 100 ára kosningabarátta kvenna kr. 60.000-
Konubókastofan - Verkakonur og þvottakonur á öldum áður kr. 60.000-
Leikhópurinn Lopi - Uppsetning leikrits með unglingum kr. 50.000-
Samtals veittir styrkir kr. 345.000-
Samþykkt samhljóða.
Kjartan Björnsson, D-lista, kemur aftur inn á fundinn.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Kjartan Björnsson
Axel Ingi Viðarsson
Estelle Burgel
Einar Ottó Antonsson
Anton Örn Eggertsson
Bragi Bjarnason