Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 7

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
08.01.2020 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Guðmunda Ólafsdóttir nefndarmaður, B-lista,
Guðrún Jóhannsdóttir nefndarmaður, M-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Ólafur Hafsteinn Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Ólafsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður Ólafsson, deildarstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 1911451 - Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista - afþreyingar- og útivistargarðar á Sýslumannstúnið
Tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista um að skipulagður verði afþreyingar- og útivistargarður á Sýslumannstúninu á Selfossi.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillöguna og bendir á að mikilvægt sé að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða við uppbyggingu á reitnum. Sér í lagi vegna þess að lóðin er miðsvæðis í bænum og gróin.
5. 1904354 - Sorpflokkun í Svf. Árborg
Tillaga formanns umhverfisnefndar um að gera könnun meðal fyrirtækja og stofnana um flokkun sorps í sveitarfélaginu.
Deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar er falið að vinna könnun í samstarfi við verkefnisstjóra stafrænna lausna, um stöðu sorpflokkunar meðal fyrirtækja og opinberra stofnana í sveitarfélaginu.
6. 1911064 - Girðingar í Rófnagarði 1 - greiðslur vegna uppsagnar leigusamnings
Erindi Guðmundar Sæmundssonar vegna uppsagnar á leigulandinu Rófugarður 1 við Eyrabakka.
Lagt fram erindi vegna uppsagnar leigusamnings á leigulandinu Rófnagarði 1. Deildarstjóra framkvæmdar- og tæknideildar og bæjarritara er falið að hafa samband við leigutaka vegna erindisins.
7. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019
Umræður um tíðni á losun sorptunna.
Umhverfisnefnd leggur til að gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu verði hraðað eins og kostur er.
Erindi til kynningar
1. 1606089 - Umhverfisstefna
Stefán Gíslason kemur til fundar umhverfisnefndar og kynnir drögi að nýrri umhverfisstefnu og mögulegt framhald á vinnu við umhverfisstefnuna.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur kom til fundar við umhverfisnefnd og kynnti drög að nýrri umhverfisstefnu sem Árborg vinnur að.
3. 1904185 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
Fundargerð 3. fundar Hverfisráðs Selfoss haldinn í Tíbrá 10. okt. 2019 til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
4. 1912117 - Styrkbeiðni - framleiðsla fjölmiðlaefnis um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á því sviði
Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samstarfi við Grænvang, Festu, Sagafilm og RÚV vinnur að fjármögnun fjölmiðlaverkefnisins Hvað GETUM við gert? um loftslagsmál, grænar lausnir og nýsköpun á þessu sviði.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir erindið og leggur til við bæjarráð að verkefninu verði ekki veittur styrkur að þessu sinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica