Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 66

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
05.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002195 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr 40/2007 og lögum um málefni aldraðra nr 125/1999 með síðari breytingum rétt til einbýlis á öldrunarstofnunum
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál.
Bæjarráð óskar eftir umsögn öldungaráðs um frumvarpið.
2. 2002196 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun. Mál 191.
Lagt fram til kynningar.
3. 2002224 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál.
Lagt fram til kynningar.
4. 2003002 - Skýrsla um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bendir á að starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um atvinnu- og byggðakvóta hefur skilað skýrslu sinni.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við innihald skýrslunnar.
5. 2003004 - Sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er eftir að kjörnum fulltrúum verði kynnt fyrirhuguð sameininganámsferð til Bergen 30. ágúst til 2. sept. nk.
Lagt fram til kynningar.
6. 2002214 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Erindi frá félagsmálaráðaneytinu og UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar, með tilboði um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög
Bæjarráð sendir erindið til úrvinnslu á fjölskyldusviði.
7. 2003006 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - breytingar á skipuriti á fjölskyldusviði
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um skipulagsbreytingar á fjölskyldusviði.
Lagt fram svar bæjarstjóra við fyrirspurn.
Fyrirspurn - breytingar á skipuriti fjölskyldusviðs.pdf
Skipurit fjölskyldusviðs - svar til GE 050320.pdf
8. 2002057 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Áfallinn heildarkostnaður við byggingu dælustöðvar fyrir Selfossveitur
Lagt fram svar við fyrirspurn Gunnars Egilssonar
Bæjarráð samþykkir að svarið verði yfirfarið á mannvirkja- og umhverfissviði og lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista - bygging dælustöðvar fyrir Selfossveitur .pdf
9. 2003007 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - kostnaðartölur vegna kennslustofa og frágang þeirra við leikskólann Álfheima
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnaðartölur vegna kennslustofa og frágang þeirra við leikskólann Álfheima.
Stefnt að því að svör liggi fyrir við fyrsta tækifæri.
10. 2003003 - Áskorun - bætt umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Austurvegi á Selfossi
Áskorun frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 19. febrúar, um bætt umferðaröryggi gangandi vegfarenda á Austurvegi á Selfossi.
Bæjarráð þakkar erindið og tekur undir áhyggjur félagsins af umferðaröryggi. Bæjarráð vísar erindinu til frekari úrvinnslu í skipulags- og bygginarnefnd.
11. 2002072 - Beiðni - samstarf við vefritið ÚR VÖR
Erindi frá ritstjóra vefritsins ÚR VÖR, dags.
Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
Vegna samstarfs við vefritið ÚR VÖR.pdf
Um U´R VO¨R.pdf
Fundargerðir
12. 2002010F - Skipulags og byggingarnefnd - 39
39. fundur haldinn 26. febrúar.

12.5. 2002166 - Umsókn um viðbót við núgildandi framkvæmdarleyfi á miðbæjarsvæðinu.
Umsækjandi: Sigtún Þrónunarfélag ehf.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt. Framkvæmdin felst í jarðvegsskiptum fyrir bílastæði og húsum sem standa sunnan við gatnamót Brúarstrætis og Miðstrætis.
13. 2002012F - Eigna- og veitunefnd - 19
19. fundur haldinn 26. febrúar.
19. fundur haldinn 26. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
290. fundur haldinn 18. febrúar.
15. 2003001 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2020
28. fundur haldinn 25. febrúar.
Bæjarráð vísar umfjöllum um Verndarsvæði í byggð til úrvinnslu í starfshópnum.
Bæjarráð vísar hugmyndum hverfisráðs um húsamerkingar og götumerkingar til umfjöllunar í frístunda- og menningarnefnd.
hverfisrad-Eyrarb_28-fundur_25022020.pdf
16. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
13. fundur haldinn 17. febrúar.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica