Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 80

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
09.07.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari Már Ólafsson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða til að taka á dagskrá erindi mennta- og menningarmálaráðuneytis um áhfrýjun á dómi héraðsdóms E-3026/2019


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1801139 - Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjarmóta
Tillaga frá 12. fundi umhverfisnefndar frá 16. júní sl., liður 5. Eftirlit á móttökustað fyrir úrgang í landi Lækjarmóta. Yfirferð ábyrgðaryfirlýsingar vegna lokunartilmæla UST vegna frágangs. Lögð fram ábyrgðaryfirlýsing vegna lokafrágangs á jarðvegstipp við Lækjarmót.

Umhverfisnefnd samþykkir yfirlýsinguna og vísar málinu til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Bæjarráð samþykkir að Sveitarfélagið Árborg tryggi að frágangur á jarðvegstippnum í Lækjarmótum verði í samræmi við lög reglur og felur bæjarstjóra að leiðrétta yfirlýsingu sveitarfélagsins til samræmis. Bæjarráð setur engu að síður allan fyrirvara á að fyrirmæltar aðgerðir Umhverfisstofnunar séu viðeigandi enda hefur sveitarfélagið í gegnum tíðina meðhöndlað svæðið sem jarðvegstipp en ekki urðunarstað og m.a. farið í aðgerðir til að hreinsa upp rusl sem þarna hefur verið losað í óleyfi.
Í þessu ljósi óskar bæjarráð eftir rökstuðningi Umhverfisstofnunar fyrir því að UST skilgreinir jarðvegstippinn sem urðunarstað, áður en hægt er að samþykkja þær lokunaraðgerðir sem UST mælir fyrir um.
Yfirlýsing um ábyrgð.pdf
2. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar
Tillaga frá 27. fundi eigna- og veitunefndar frá 22. júní sl., liður 6. Gatnagerð í landi Bjarkar.
Nefndin leggur til að verktakinn Gröfutækni ehf. verði fengin til að flýta skilum á verkinu Bjarkarland, gatnagerð og lagnir, 1. áfangi. Tillagan snýst um að flýta framkvæmdum á þann veg að hægt sé að úthluta 10 lóðum við Móstekk og greitt flýtifé fyrir. Lóðirnar yrðu þá klárar fyrir byggingaraðila þann 1. október nk. í stað 1. júlí 2021. Sökum samdráttar hjá verktökum á svæðinu í kjölfar heimsfaraldurs og vegna efnahagsþrenginga þeim tengdum stendur vilji sveitarfélagsins Árborgar til þess að freista þess að hraða uppbyggingu í Bjarkarlandi svo að unnt sé að hefja framkvæmdir á einstökum lóðum. Væri slík aðgerð til þess fólgin að veita verktökum á svæðinu kröftugri viðspyrnu í núverandi ástandi og myndi jafnframt hafa í för með sér afleidd áhrif á efnahag ýmissa fyrirtækja í sveitarfélaginu.

Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarstjórn að útbúa viðauka vegna flýtiframkvæmda í Björkurstykki.

Bæjarráð samþykkir tillögu eigna- og veitunefndar um greiðslu flýtifjár kr. 13,7 m.kr. svo hægt sé að flýta úthlutun 10 lóða í Björkurstykki.
minnisblað v flýtifé undirritað.pdf
3. 2002046 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2020
Lögð fram tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2020 með skýringum, ásamt yfirliti yfir viðauka 1-4.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2020.
Yfirlit yfir viðauka 1-4 2020.pdf
Viðauki nr. 4 með útskýringum.pdf
4. 2006130 - Tilraunaverkefni á vegum Barnaverndarstofu, MST-CAN
Bæjarráð óskaði eftir minnisblaði frá fjölskyldusviði á 79. fundi sínum, áður en mótuð er afstaða til verkefnisins.
Bæjarráð lýsir ánægju með verkefnið og styður framgang þess. Engin afstaða er þó tekin til þess með hvaða hætti sveitarfélagið Árborg muni nýta sér úrræðið, enda verður það metið í hverju tilviki fyrir sig.
MST-Can minnisblað.pdf
MST CAN.pdf
5. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36
Tillaga frá 47. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí sl., liður 5. Deiliskipulagsbreyting að Eyravegi 34-36 Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á deiliskipulagi að Eyrarvegi 34-36.
EY-38_Skipulagsuppdráttur_ útg.1_30.04.2020.pdf
EY38_Greinagerð skipulags_útg.1_30.04.2020.pdf
6. 2003104 - Deiliskipulagsbreyting fjölbýlishús - Austurbyggð
Tillaga frá 47. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí sl., liður 6. Deiliskipulagsbreyting fyrir fjölbýlishúsa lóðir í Austurbyggð, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar um breytingu á deiliskipulagi fyrir fjölbýlishúsa lóðir í Austurbyggð.
DSK-Austurbyggd_br_02_A1-br.pdf
7. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga frá 47. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. júlí sl., liður 7. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka.

Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingarnar verði auglýstar.

Bæjarráð samþykkir að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingarnar verði auglýstar.
1715-01-DEILISKIPULAGSBREYTING-05.pdf
1715-02-SKÝRINGARUPPDRÁTTUR-05.pdf
1715-Greinargerð með deiliskipulagi-02.pdf
8. 2007034 - Fjárhagsáætlun 2021-2024
Lögð fram vinnuáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2021-2024.
Bæjarráð samþykkir framlagða vinnuáætlun.
9. 2007001 - Opinber störf á landsbyggðinni
Bókun frá fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, frá 16. júní sl.:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki. Slíkt er í anda stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og kemur jafnframt fram í ríkisstjórnarsamþykkt þar um.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Bæjarráð tekur undir bókun byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um nauðsyn þess að fjölga störfum á landsbyggðinni. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Bókun frá byggðaráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.pdf
10. 2006110 - Rekstrarleyfisumsögn - BS Art Kaffihús
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 10. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi að Austurvegi 35 Selfossi, til sölu veitinga í flokki II kaffihús. Umsækjandi: BS art ehf.

Skipulags- og byggingarnefnda samþykkti að veita jákvæða umsögn á 47. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt.
11. 1904049 - Rekstrarleyfisumsögn - Poolstofan
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 4. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II krá. Umsækjandi: Pool Stofan ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 46. fundi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt.
12. 2007007 - Tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi tímabundið áfengisleyfi í Sigtúnsgarði þann 5.- 9. ágúst nk. vegna Sumar á Selfossi. Umsækjandi Knattspyrnufélag Árborgar.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt. Sveitarfélagið gerir þó sjálfsagða kröfu um að reglum heilbrigðisyfirvalda verði fylgt í hvívetna í ljósi Covid-19.
13. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Framvinduskýrsla um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. Maí.
Lagt fram til kynningar.
14. 2006245 - Þakkir - gangbraut frá Litla-Hrauni að Merkisteini
Þakkarbréf frá Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi, vegna lagningar gangbrautar við Litla-Hraun.
Lagt fram til kynningar.
Örugg leið að Litla-Hrauni - --.pdf
15. 1906288 - Stefna gegn Árborg - höfnun á ráðningu grunnskólakennara
Erindi tekið á dagskrá með afbrigðum.
Ósk mennta- og menningarmálaráðuneytis um afstöðu Árborgar til áfrýjunar á dómi Héraðsdóms E-3026/2019

Bæjarráð telur fyrir sitt leyti ekki efni til að áfrýja dómnum.
Fundargerðir
16. 2006013F - Eigna- og veitunefnd - 27
27. fundur haldinn 24. júní.
17. 2006011F - Frístunda- og menningarnefnd - 10
10. fundur haldinn 22. júní.
18. 2006010F - Skipulags og byggingarnefnd - 47
47. fundur haldinn 1. júlí.
18.3. 2006171 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð við Tryggvagötu og Engjaveg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfir fyrir gatnagerð við Tryggvagötu og Engjaveg.
Fundargerðir til kynningar
19. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Fundargerð frá 1. fundi vinnuhóps um uppbyggingu menningarsalarins á Selfossi ásamt minnisblaði um næstu skref.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs um að stofnuð verði byggingarnefnd sem samanstandi af vinnuhópnum og formanni eigna- og veitunefndar.
Menningarsalur Suðurlands - fundur í vinnuhópi 23.júní´20.pdf
20. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
294. fundur haldinn 23. júní.
294. stjf. SOS 23.06.20.pdf
21. 2005074 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2020
Fundur haldinn 23. júní.
Fundargerð FAÁ 23. júní 2020.pdf
22. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
Fundargerð frá 559. fundi stjórnar SASS sem haldinn var þann 29. júní sl. í fjarfundi.
559. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica