Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 62

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
06.02.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2001424 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um Kristnisjóð o.fl.
Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dag. 30. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), mál 50.
Lagt fram til kynningar
2. 2001425 - Umsögn - frumvarp til laga um heimild sveitarfélag til að innheimta umhverfisgjöld
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd, dag. 30. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, mál 64.
Lagt fram til kynningar
3. 2001252 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Framkvæmdir í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar
Fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar frá Kjartani Björnssyni, bæjarfulltrúa D-lista, vegna framkvæmda í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar.

Svör verða lögð fram á fundinum.

Svör við fyrirspurn Kjartans Björnssonar bæjarfulltrúa voru lögð fram á fundinum.
Fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar vegna framkvæmda í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar.pdf
Kjartan - kostnaður ráðhús febrúar 2020.pdf
Innkomnir reikningar 060220.pdf
4. 1904238 - Ársreikningur 2018
Erindi frá EFS dags. 17. október vegna ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Bæjarstjóra falið að svara EFS á þann hátt sem kynntur var á fundinum.
5. 1904238 - Ársreikningur 2018
Erindi frá EFS dags. 28. nóvember þar sem óskað er eftir nánari útskýringu og upplýsingum um reikningsskil Leigubústaða Árborgar.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu eins og fram kom á fundinum.
6. 2001419 - Beiðni um fjölgun stöðugilda þjónustufulltrúa á fjölskyldusviði
Beiðni frá sviðstjóra fjölskyldusviðs, dags. 31. janúar, þar sem óskað er eftir fjölgun stöðugilda á fjölskyldisviði v/þjónustufulltrúa.
Bæjarráð samþykkir erindið og óskar eftir að fjármálastjóri útbúi viðauka vegna málsins og leggi fyrir bæjarstjórn.
7. 2002022 - Tækifærisleyfi - Þorrablót í Íþróttahúsinu á Stokkseyri 2020
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 3. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Íþróttahúsinu á Stokkseyri 15. febrúar nk. Umsækjandi Búnaðarfélag Stokkseyrar.
Bæjarráð samþykkir erindið.
8. 2002024 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Víkurheiði
Beiðni frá félaginu Anpro ehf, dags. 4. febrúar, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 5 við Víkurheiði á Selfossi.
Bæjarráð samþykkir að vilyrði verði veitt og gildi í 6 mánuði eins og reglur kveða á um.
Fundargerðir
9. 2001011F - Skipulags og byggingarnefnd - 37
37. fundur haldinn 29. janúar.
Fundargerðir til kynningar
10. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
553. fundur haldinn 17. janúar.
Lagt fram til kynningar
553.-fundur-stj.-SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica