Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 20

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
11.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, Sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs
Sigurður Þór Haraldsson, deildarstjóri ritaði fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2002077 - Göngu og hjólastígar 2020
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið "Stígar í Árborg 2020"

Loftorka 33.110.000 kr.
Borgarverk 31.402.000 kr.
Smávélar 33.933.600 kr.
Urð og grjót 39.998.000 kr.
Gröfuþjónusta Steins 33.232.800 kr.
Verk og tæki 35.224.900 kr.
PK verk 36.631.500 kr.
Aðalleið 36.471.400 kr.

Kostnaðaráætlun Eflu 35.579.000 kr.

Nefndin felur sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem þeir uppfylli kröfur útboðsgagna.

3. 2001335 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2020
Eigna- og veitunefnd þakkar hverfisráðinu ábendingar og góðar tillögur.

2. Ljós á bryggju - gott að fá ljós en þyrfti að lýsa niður á bryggjuna en ekki flóðlýsing á þorpið.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að lagfæra lýsingu við bryggjuna í samræmi við tillögu.

3. Siglingamerki - minnum á að það þarf að halda þeim við.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að gera viðeigandi ráðstafanir til lagfæringar á merkjunum.

4. Smíðastofan í BES - þarf að setja upp girðingu við húsið, þannig að það sé mörkuð og girt gönguleið fyrir nemendur. Hafa komið upp atvik þar sem bílum er ekið of hratt inn götuna og það skapast hætta fyrir börnin.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að meta aðstæður og kostnaðargreina verkefnið.

6. Ljósastaurar - Mikið ólag á ljósastaurum í þorpinu - mikið um að staurar séu að detta út.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kanna málið.

7. Leikvöllur á Tjarnarstíg - þarf nauðsynlega að gera úrbætur á honum. Mikil fjölgun á börnum í hverfinu og þau hafa sjálf verið að kvarta yfir honum.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kanna málið.

8. Gangstéttir - þarf nauðsynlega að endurnýja gangstétt upp Stjörnusteina, hún er hættuleg, ójöfn og mjó. Hverfaráð bendir á að á Stokkseyri finnast gömul hverfi/gamlar götumyndir og gaman væri að sjá þar gert svipaða götumynd og búið er að gera á Eyrarbakka.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kanna ástand gangstéttarinnar og kostnaðargreina endurbætur. Samkvæmt fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir fjármunum í undirbúningsvinnu vegna miðbæjar Stokkseyrar.


9. Sundlaug Stokkseyrar - sjúkraflutningar hafa kvartað yfir að erfitt sé að komast með börur inn og út úr sundlaugarhúsinu, Hverfaráð leggur til að þegar nýtt grindverk verður sett upp þá verði sett hlið á það til að auðvelda aðgengi sjúkraflutninga. Á veturna er aðeins einn starfsmaður á vakt og Hverfaráð spyr hvort það sé leyfilegt. Upp hafa komið atvik þar sem starfsmaður hefur orðið sinna veikindum gesta og því ekki getað sinnt öðrum verkefnum á meðan og annað þar sem að starfsmaður rann til og slasaði sig, lá ósjálfbjarga og þá engin til að taka við.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kanna aðgengi fyrir sjúkraflutninga.

11. Gimli - 100 ára á næsta ári. Hverfaráð biður að eitthvað sé gert fyrir húsið, t.d. málað.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissviði falið að kostnaðargreina viðhaldsverkefnið og leggja fyrir fyrsta fund nefndarinnar í apríl.

12. Hverfaráð leggur til að ærslabelgur verði settur í Þuríðargarð.
Svar: Mannvirkja- og umhverfissvið falið að skoða hvort mögulegt sé að setja ærslabelg í Þuríðargarð.
4. 18051141 - Rannsóknir í Stóra-Ármóti
Samningur um borun 500m djúprar rannsóknarholu HT-31 í Stóra-Ármóti lagður fram til kynningar. Nefndin samþykkir samninginn og felur veitusviði að ganga frá samningi við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða.
Erindi til kynningar
2. 1812133 - Miðbær Selfoss
Verkfundargerðir lagðar fram til kynningar.
5. 2003118 - Almennt um fundi eigna- og veitunefndar
Lögð var fram tillaga til kynningar um að eigna- og veitunefnd streymi einum nefndarfundi þar sem íbúar geta fylgst með störfum nefndarinnar.

Formanni nefndarinnar falið að koma með tillögu að útfærslu í vor.


6. 2003119 - Rammasamningur við verkfræðistofur
Nefndin samþykkir að fela mannvirkja- og umhverfissviði að undirbúa rammasamningsútboð við verkfræðistofur og ráðgjafafyrirtæki í skyldri starfsemi.

Markmiðið með útboðinu er að auka gæði á þjónustu ráðgjafar, einfalda innkaupaferlið, auka gagnsæi, lágmarka kostnað og ekki síst að stuðla að samkeppni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica