Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 27

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
07.03.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901291 - Landsþing Sambandsins 2019
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um XXXIII. landsþing sem verður föstudaginn 29. mars.
Lagt fram til kynningar.
2. 1902292 - Áskorun - heitur matur í hádeginu í Grænumörk
Áskorun frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 21. febrúar sl. um að boðið verði upp á heitan mat í hádeginu í Grænumörkinni.
Bæjarráð óskar upplýsinga frá Fjölskyldusviði um kosti þess og galla að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í Grænumörk, auk þess sem lagt verði mat á kostnað og ávinning af þeirri tilhögun.
3. 1705144 - Áskorun - hjúkrunarheimili og hjúkrunarmál eldri borgara á Selfossi
Áskorun frá aðalfundi Félags eldri borgara Selfossi sem haldinn var 21. febrúar sl. um að flýta sem mest byggingu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis á Selfossi.
Bæjarráð leggur ríka áherslu á að framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili seinki ekki frekar en orðið er og þakkar aðalfundi Félags eldri borgara á Selfossi fyrir hvatninguna.
4. 1902298 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, mál 184.
Lagt fram til kynningar.
5. 1903018 - Þátttaka sveitarfélaga í verkefni um íbúasamráð
Erindi frá Sambandi íslenska sveitarfélaga, dags. 28. febrúar, þar sem sveitarfélög eru hvött til að sækja um að taka þátt í íbúðasamráðsverkefni.
Lagt fram til kynningar.
6. 1902054 - Stofnun starfshóps um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarf. Árborg
Á fundi bæjarstjórnar 27. febrúar sl. lagði forseti til að vísa stofnun starfshóps sem vinni á áfram að þarfagreiningu og forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg til bæjarráðs til nánari útfærslu.
Bæjarráð skipar í nefndina fjóra fulltrúa bæjarstjórnar og eru þeir eftirfarandi:
Guðbjörg Jónsdóttir, formaður íþrótta- og menningarnefndar,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar,
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi,
Brynhildur Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.
Bragi Bjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi verði starfsmaður hópsins.
Drög að erindisbréfi verði lögð fram á fyrsta fundi starfshópsins.
7. 1903014 - Kaup á húsnæði við Búðarstíg 22 Eyrarbakka
Erindi frá Héraðsnefnd Árnessýslu bs., dagsett 3. mars, þar sem óskað er eftir að tekið verði fyrir kauptilboð og endurbætur á fasteigninni við Búðarstíg 22 á Eyrarbakka fyrir Byggðasafn Árnesinga. Framkvæmdastjórn HNÁ og stjórn BSÁ óska eftir heimild frá aðildarsveitarfélögum HNÁ til að ganga frá kaupum á fasteigninni Búðarstígur 22 á Eyrarbakka og að kaupin og endurbætur á húseigninni sem farið verði í á árinu 2019 verði fjármögnuð með lántöku frá Lánasjóði sveitarfélaga allt að 100 milljónum króna.
Bæjarráð fagnar því að húsnæðismál Byggðasafns Árnesinga komist með þessum hætti í ásættanlegt horf til framtíðar. Með kaupunum gefast ný tækifæri til að styrkja og efla safnastarfsemi á Suðurlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn þar sem staðfest verði að Sveitarfélagið Árborg veiti ábyrgð fyrir lántöku, í samræmi við sína eignarhlutdeild, vegna kaupa fasteignar fyrir Byggðasafn Árnesinga. Heildarlántaka Byggðasafns Árnesinga verður allt að 100 m.kr., samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga.
8. 1902276 - Beiðni um kaup á rafmagnsbifreið fyrir tölvudeild
Á 26. fundi bæjarráðs var óskað eftir frekari upplýsingum um verð og gæði vegna bílakaupa tölvudeildar. Jafnframt er óskað eftir að drög að viðauka vegna kaupanna verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir kaupin.
Kostnaður 1.500.000 kr. bókast á málaflokk 34-150 Þjónustumiðstöð ? fjárfesting. Útgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé.
9. 1903021 - Endurskoðun samgönguáætlunar Suðurlands 2019-2028
Erindi frá samgöngunefnd SASS, dags. 4. mars, þar sem óskað er eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028. Skilafrestur er til 15. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að svörum fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
10. 1810218 - Fulltrúar í hverfisráð Árborgar - Eyrarbakka
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi fulltrúa í hverfisráð Árborgar ? Eyrarbakka:
Aðalmaður verðir Sigmar Ólafsson
Varamaður verði Esther H. Guðmundsdóttir
11. 1812039 - Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
Niðurstaða ástandsskoðunar - Lagt fram á fundinum.
Lagt fram til kynningar.
12. 1903028 - Afsal fyrir lóðinni Hafnartúni landnr. 162967
Bæjarráð samþykkir afsalið fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
13. 1801287 - Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands
Niðurstaða dóms, dags. 4. mars, í máli á hendur Sveitarfélaginu Árborg og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. - Lagt fram á fundinum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
14. 1902257 - Fundargerðir Veiðifélags Árnesinga 2019
Fundargerð stjórnar haldinn 19. febrúar með upplýsingum um að aðalfundur félagsins verði 28. mars nk.
Lagt fram til kynningar.
15. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
868. fundur haldinn 22. febrúar
Lagt fram til kynningar.
16. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
194. fundur haldinn 27. febrúar
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica