Fundargerðir

Til baka Prenta
Frístunda- og menningarnefnd - 5

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
12.02.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Kristín Ósk Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Viðar Arason varamaður, Á-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar
Jóna Sólveig Elínardóttir, fulltrúi Á-lista boðaði forföll. Viðar Arason, fulltrúi Á-lista kemur inn á fundinn sem varamaður.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2002033 - Úttekt meðal starfsmanna á fjölskyldusviði í Ráðhúsi
Nefndarmenn sátu kynningu á úttekt á Fjölskyldusviði Árborgar sem unnin var af Domus Mentis. Nefndin þakkar Maríu Rúnarsdóttur, fulltrúa Domus Mentis fyrir greinagóða kynningu.
2. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi lögð fram ásamt bókun bæjarráðs Árborgar og umsögn Sveitarfélagsins Árborgar vegna tillögunnar. Nefndarmenn fagnar fram kominni þingsályktunartillögu og að hreyfing sé komin á málefni menningarsalarins og bæði ríkið og sveitarfélagið leggi fjármagn til verkefnisins á þessu ári.
Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um uppbygginu menningarsalarins og í honum sitjið Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar, Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista í frístunda- og menningarnefnd og óskað verði eftir fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í hópinn. Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar muni síðan starfa með hópnum. Vinnuhópnum sé falið að móta samstarfsvettvang með ráðuneytinu um áframhald uppbyggingar menningarsalar á Suðurlandi og koma hönnun hans í farveg í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið sveitarfélagsins.
4. 2002039 - Vor í Árborg 23.-26.apríl 2020
Rætt um skipulag hátíðarinnar Vor í Árborg sem haldin verður fim. 23.apríl til sun. 26.apríl nk. Fram koma að ákveðnir fastir viðburðir séu nú þegar komnir á blað og nýjar hugmyndir að mótast. Kallað verður eftir hugmyndum frá íbúum á næstu dögum og vikum sem vonandi verða hluti af megindagskrá hátíðarinnar líkt og áður.
5. 2002043 - Ungt fólk og lýðræði 2020
Lagt fram til kynningar. Fram kom að Sveitarfélagið Árborg hefði verið þáttakandi í ráðstefnunni undanfarin ár og stefnt sé á að senda 4-5 fulltrúa þetta árið en ráðstefnan mun fara fram á Laugarvatni dagana 1.-3. apríl nk.
Erindi til kynningar
3. 2002023 - Heilsueflandi samfélag - verkefni 2020
Fundagerðir starfshóps um verkefnið heilsueflandi samfélag lagðar fram til kynningar ásamt drögum að verkefnum sem hópurinn hefur tekið saman. Fram koma starfshópurinn hefði fundað með forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og til stæði að halda sameiginlega lýðheilsudaga í sveitarfélaginu í maí á þessu ári til að vekja athygli á mikilvægi heilsueflingar fyrir líkama og sál. Frístunda- og menningarnefnd tekur undir mikilvægi almennrar lýðheilsu og leggur áherslu á að allir hagsmunaaðilar fái að koma að verkefninu heilsueflandi samfélag og taka þátt í væntanlegum "Lýðheilsudögum".
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica