Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 59

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
09.01.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Kjartan Björnsson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tilboð í byggingu leikskólans við Engjaland. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1912119 - Ályktun af jólafundi FL og FSL - bæta starfsumhverfi leikskólakennara
Ályktun, dags. 12. desember, sem samþykkt var á fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
Ályktun á jólafundi FL og FSL des 2019 um starfsumhverfi.pdf
2. 1908067 - Rekstrarleyfisumsögn - Hólar
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 12. ágúst, þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstarleyfi að Hólum Stokkseyri, til sölu gistingar í flokki II, frístundahús. Umsóknaraðili Ímastaðir ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 35. fundi sínum.

Bæjarráð gerir enga athugasemd við að leyfið verði veitt.
3. 1911546 - Rekstrarleyfisumsögn - Bellahotel Austurvegi 35
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 25. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II stærri gistiheimili. Íbúðir við Austurveg 35, Selfossi. Umsóknaraðili Bellahotel ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti að veita jákvæða umsögn á 35. fundi.

Bæjarráð gerir enga athugasemd við að leyfið verði veitt.
4. 2001026 - Tækifærisleyfi - Samkomuhúsið Stað Eyrarbakka
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 3. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi í Samkomuhúsið Stað vegna Þorrablóts þann 1. febrúar. Umsækjandi Slysavarnardeildin Björg Eyrarbakka.
Bæjarráð samþykkir að leyfið verði veitt.
Umsókn um tækifærisleyfi þorrablót á Eyrarbakka 2020.pdf
5. 1910328 - Byggðakvóti fiskveiðiársins 2019-2020
Skipting úthlutunar byggðakvóta 2019/2020. Einnig eru lagðar fram þær sérreglur sem Svf. Árborg samþykkti fyrir liðið kvótaár.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um ástæður skerðingar byggðakvóta frá fyrra ári. Einnig samþykkir bæjarráð að gerðar verði breytingar á úthlutunarreglum Árborgar með sama hætti og á síðasta kvótaári.
Skipting úthlutunar byggðakvóta eftir byggðalögum - Árborg.pdf
6. 2001039 - Breytingar á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf. á árinu 2020
Upplýsingar um breytingar á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf á árinu 2020.
Bæjarráð gerir athugasemd við að gjaldskrá Landskerfis bókasafna skuli hækka um 7,6%, en það er mun meira þau 2,5% sem sett lagt var upp með í Lífskjarasamningnum.
7. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Verksamningur - Hjúkrunarheimili í Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita verksamninginn fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar, en sveitarfélagið ber 16% kostnaðarhlut í framkvæmdinni.

Kjartan Björnsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður samþykkir samninginn og fagnar því að loks skuli framkvæmdir við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg vera að fara af stað.
Fyrstu formlegu skrefin í þá átt voru stigin í september 2016 er Kristján Þór Júlíusson, þáverandi heilbrigðisráðherra, og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, rituðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að byggt yrði hjúkrunarheimili með rýmum fyrir 50 íbúa, sem síðan var samþykkt á árinu 2017 að yrðu 60 talsins eftir baráttu sveitarfélaganna og þingmanna. Sveitarfélögin í Árnessýslu, með fulltingi SASS og Héraðsnefndar Árnesinga, höfðu á árunum á undan unnið ötullega að því að koma verkefninu á koppinn, enda afar brýn þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á svæðinu.
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D lista

Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Undirritaðir taka undir með bæjarfulltrúa D-lista um knýjandi þörf fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi sem þjóna mun Suðurlandi öllu.
Dráttur á upphafi verksins og það ófremdarástand sem skapaðist við lokun Kumbaravogs og Blesastaða á Skeiðum hefur verið óviðunandi. Hreppaflutningar fólks sem þarfnast heilbrigðisþjónustu langt frá ástvinum sínum er smánarblettur á heilbrigðiskerfinu og á ekki að þekkjast í nútímasamfélagi.
Verkefnið er búið að vera í vinnslu lengi og fjölmargir aðilar komið að verkefninu og því fagnaðarefni að nú skuli bæjarráð loks vera að staðfesta verksamning vegna framkvæmdarinnar.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista

8. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Tillaga frá 16. fundi eigna- og veitunefndar, frá 8. janúar um tilboð sem bárust í byggingu leikskólans við Engjaland.

Eftirfarandi tilboð bárust í byggingarvinnu: Þ.G. Verktakar ehf. 798.983.917 ISK 114,8% Eykt ehf. 742.323.962 ISK 106,7% H.K. Verktakar ehf. 787.722.743 ISK 113,2% H.K. Verktakar ehf. - Frávikstilboð 744.831.266 ISK 107,1% Íslenskir aðalverktakar ehf. 775.567.362 ISK 111,5% Kostnaðaráætlun: 695.682.000 ISK Eigna- og veitunefnd leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðenda verði tekið og sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs verði falið að ganga til samninga við lægstbjóðendur svo fremi sem þeir uppfylli kröfur útboðsgagna.

Bæjarráð samþykkir að tilboði lægstbjóðanda, Eykt ehf., verði tekið og sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs falið að ganga til samninga á grundvelli tilboðsins.
Fundargerðir
9. 1912008F - Félagsmálanefnd - 11
11. fundur haldinn 17. desember.


9.1. 1911565 - Styrkbeiðni - rekstur Bergsins headspace árið 2020
Félagsmálanefnd samþykkir að veita 70.000 kr styrk til reksturs Bergsins headspace fyrir árið 2020.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að styrkur að upphæð 70.000 verði veittur til Bergsins.
10. 1912005F - Skipulags og byggingarnefnd - 35
35. fundur haldinn 18. desember.
Fundargerðir til kynningar
11. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
877. fundur haldinn 13. desember.
Lagt fram til kynningar
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 877 fundur.pdf
12. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
201. fundur haldinn 17. desember.

Lagt fram til kynningar
201. fundur heilbrigðisnefndar Suðurlands.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica