Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 36

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
15.01.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson varamaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Bárður Guðmundsson skipulags- og byggingafulltrúi, Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Byggingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2001022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarholur við Hellisskóg.
Umsækjandi: Selfossveitur
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ræða við stjórn skógræktarfélagsins um fyrirhugaðar framkvæmdir á rannsóknarborholum.
2. 2001033 - Umsókn um stöðuleyfi vinnubúðir að Víkurheiði 6 Selfossi.
Umsækjandi: Borgarverk ehf
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
3. 1912109 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð við Nauthaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að hefja vinnu við skipulag lóðarinnar í samráði við lóðarhafa.
4. 1903138 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis reksturs að Hrísholti 17 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
5. 1911498 - Fyrirspurn um byggingu vinnustofu að Eyrargötu 4 / Stigprýði Eyrarbakka, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugsemdir borist.
Fyrirspyrjandi: GP arkitektar
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
6. 1910260 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Ártúni 4 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: Hallur Hallsson
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
7. 1911572 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir dvalarheimilið Sólvelli Eyrargötu 26 Eyrarbakka. erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
8. 1912104 - Fyrirspurn um byggingu bílskúr og gestahús að Austurvelli Eyrarbakka.
Fyrirspyrjandi: Ögmundur G Matthíasson
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
9. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.
Lagt er til að götunöfn í Bjarkarlandi verði óbreytt frá upphaflegri tillögu.
10. 2001013 - Beiðni um nafn á nýbýli í Árborg, Vöttur II verði Lóustaðir.
Umsækjandi: Jónína Lóa Kristjánsdóttir
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir nafnabreytinguna fyrir sitt leiti.
11. 2001097 - Umsókn um lóðinna Hagalæk 3 Selfossi.
Umsækjandi:Múr og málningarþjónustan Höfn
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
12. 2001096 - Umsókn um lóðinna Hagalæk 1 Selfossi.
Umsækjandi:Múr og málningarþjónustan Höfn
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
13. 1902108 - Húsnæðisáætlun Árborgar 2. útgáfa
Lagt fram til kynningar.
14. 2001117 - Fyrirspurn um byggingarleyfisumsókn fyrir borholuhús.
Fyrirspyrjandi: Selfossveitur
Óskað eftir fullnægjandi aðaluppdráttum.
15. 1810115 - Tillaga að skipulagslýsingu fyrir heildarendurskoðun aðalskipulags Árborgar.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og auglýst.
16. 2001059 - Tillaga að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags að Eyravegi 34-36 Selfossi.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og auglýst.
Fundargerð
17. 2001005F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 33
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica