Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 86

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.09.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 31. ágúst þar sem vakin er athygli á eftirfarandi:
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi þann 28. apríl sl. að beina því til samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga að setja á fót greiningarhóp til að vinna að tvíþættu verkefni. Annars vegar að safna upplýsingum um fjárhagsáætlanir og fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár, þróun þeirra og horfur og hins vegar að safna upplýsingum um einstaka þætti sem ljóst þykir að muni hafa mikil áhrif á afkomu sveitarfélaga á komandi mánuðum og misserum. Tilefnið er að bregðast við þeim aðstæðum sem myndast hafa í kjölfar Covid-19 faraldursins en ljóst er að áhrif hans verða mikil á efnahagslífið allt og þar með talið fjármál ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarráð Svf. Árborgar skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast við þeim tekju- og útgjaldavanda sem sveitarfélög í landinu glíma við vegna Covid-19 og mun reyna mjög á fjárhag íslenskra sveitarfélaga árin 2020 og 2021.
Allt önnur lögmál gilda um skuldasöfnun ríkissjóðs en sveitarfélaganna. Mikil skuldasöfnun sveitarfélaga mun skerða getu þeirra til viðspyrnu og þjónustu á næstu árum og því mikilvægt að leitað verði annarra leiða.
Útsvarstekjur sveitarfélaganna skerðast verulega vegna Covid-19, eins og fram hefur komið. Ofan á það bætist tekjuskerðing vegna lækkaðra framlaga úr Jöfnunarsjóði. Á sama tíma kallar ríkisstjórn Íslands eftir auknum fjárfestingum til örvunar atvinnulífs og uppbyggingar innviða.
Það er ekki nóg með að tekjur sveitarfélaga lækki, heldur hafa útgjöld aukist og mikil þörf er fyrir aukna samfélagslega þjónustu. Það er mikilvægt að ríkissjóður styðji sveitarfélögin til þess að standa í framlínu, verja íbúa gegn áföllum og blása samfélögunum í brjóst afli til þess að vinna gegn kreppu og samdrætti.
Nú er því ekki rétti tíminn til að draga saman seglin, heldur þarf að bæta í þjónustu og koma í veg fyrir að samfélagslegt tjón hljótist af til lengri tíma.
Áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.pdf
2. 2009457 - Kjaramál - stytting vinnuvikunnar
Upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. ágúst, um útfærslu og leiðbeiningar um styttingu vinnuvikunnar.
Lagt fram til kynningar
Leiðbeiningar_stytting dagvinnutíma_24.8.2020_LOK.pdf
3. 2006111 - Verkefnið efling, virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu sumarið 2020 v COVID-19
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu dags. 1. september sl. um íþrótta- og tómstundastyrki til lágtekjuheimila vegna COVID-19.
Bæjarráð vísar málinu til Fjölskyldusviðs til úrvinnslu.
Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög 31.08.2020.pdf
4. 1903114 - Framkvæmdir í Ráðhúsi Árborgar
Minnisblað frá bæjarstjóra - framkvæmdir í ráðhúsi
Bæjarráð samþykkir umrædd úrræði til þess að verkið haldist innan fjárheimilda og ekki þurfi að leita viðauka vegna framkvæmdarinnar.
Minnisblað bæjarstjóra - framkvæmdir í ráðhúsi.pdf
Fundargerðir
5. 2008015F - Umhverfisnefnd - 13
13. fundur haldinn 2. september.
Fundargerðir til kynningar
6. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
886. fundur haldinn 28. ágúst.
Bæjarráð Árborgar hvetur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til að endurskoða afstöðu sína til Framfaravogar sveitarfélaga.
Í ályktun 886 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga var hafnað formlegri aðkomu Sambandsins að Framfaravog sveitarfélaga. Eins og fram kom í erindi bæjarstjóra Kópavogsbæjar, Reykjanesbæjar og Svf. Árborgar, sem lá fyrir fundinum, er aðkoma Sambandsins að verkefninu mikilvæg og vel viðeigandi.
Ekki var farið fram á fjárhagslegan stuðning við verkefnið heldur aðeins að Sambandið styddi verkefnið til umræðu og samstarfs meðal sveitarfélaga, auk þess sem óskað var eftir stuðningi Sambandsins við þá vegferð að fá ríkið, með háskólasamfélaginu, til að auka verulega söfnun og birtingu gagna um samfélagslega þætti.
Óskir sveitarfélaganna þriggja eru í fullu samræmi við umræður á fundi sem Sambandið stóð fyrir þann 6. mars síðastliðinn: „Þriðji tengiliðafundur sveitarfélaga um heimsmarkmiðin ? Finnum samnefnara!“ Á þeim fundi var m.a. bókað í fundargerð:
„Þá var rætt var um mikilvægi þess að sveitarstjórnarstigið sé inni í mælikvarðavinnu Hagstofu Íslands vegna heimsmarkmiðanna og að ríkið tryggi fjármagn í þessa vinnu. Enn fremur að þörf sé á því að skilgreina mælikvarðavinnu ríkis og sveitarfélaga vegna heimsmarkmiðanna sem sérstakt verkefni og möguleika þess að stofna formlegan vinnuhóp í kringum verkefnið sem hafi yfirsýn yfir þá mælikvarða sem eru til og sinni gæðaeftirliti.“
Sveitarfélögin Árborg, Reykjanesbær og Kópavogsbær hafa lagt mikla vinnu í að skilgreina mælikvarða sem nýst geta til samfélagslegrar þróunar á grunni Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og liggja nú fyrir 60 vísar. Mikil vinna er þó enn fyrir höndum við að slípa þá til og tryggja að góðar opinberar upplýsingar liggi til grundavallar mælingum. Sveitarfélögin vilja gjarnan að sporganga þeirra nýtist öðrum sveitarfélögum í landinu og því er biðlað til stjórnar Sambandsins að endurmeta ákvörðun sína.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 886.pdf
7. 2001344 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2020
295. fundur haldinn 31. ágúst.
295. stjf. SOS 31.08.20.pdf
8. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
30. fundur haldinn 2. september.
Lagt fram til kynningar
Byggingarnefnd (30) 2.9.2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica