Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 41

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
13.05.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Ástgeir Rúnar Sigmarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Ástgeir Rúnar Sigmarsson, Byggingafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2004260 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Miðtúni 16 Selfossi. Umsækjandi: Júlíana Kristjánsdóttir
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
2. 2005040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagni að Tryggvagötu 8 Selfossi. Umsækjandi: Vefjan ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
3. 2004190 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir að Efra Seli Stokkseyri. Umsækjandi: LE Investment ehf.
Óskað er umsagnar Heilbrigðiseftirlits.
4. 2004202 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir svitahofi á Eyrarbakka. Umsækjandi: David the guide ehf.
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
5. 2004032 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Arnbergi Selfossi. Umsækjandi: Olíuverzlun Íslands ehf.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða fyrir einn gám. Gámur skal vera minnst þrjá metra frá húsi.
6. 2005058 - Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi að Háheiði 5 frá Máttur ehf. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
7. 2003205 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir iðnaðarhúsi að Hellismýri 16 Selfossi. Umsækjandi: Byggingatækni ehf.
Óskað eftir fullgildum aðaluppdráttum.
8. 2004242 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hagalæk 1 Selfossi. Umsækjandi: Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
9. 2004013 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Hagalæk 3 Selfossi. Umsækjandi: Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
10. 2005067 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir breytingum innanhús að Austurvegi 38 Selfossi. Umsækjandi: Icelandbus all kind of bus ehf.
Óskað eftir að húseigendur geri grein fyrir afstöðu sinni til umsóknar um breytingu hagnýtingar á 2. og 3. hæð Austurvegar 38.
11. 2005066 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir sólskála að Norðurgötu 17 Tjarnarbyggð. Umsækjandi: Björn Magnússon
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
12. 2005080 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi og vélaskemmu að Byggðarhorni 46 Sandvíkurhrepp. Umsækendur: Stefán Teitur Halldórsson og Sigríður Grétarsdóttir.
Íbúðarhús er samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Óskað er eftir lagfærðum uppdráttum fyrir vélaskemmuna.
13. 2005081 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir parhúsi að Fagralandi 1-3 Selfossi. Umsækjandi: Vigri ehf.
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica