Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 45

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
20.05.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2005056 - Umsókn um lóð á nýjum vegakafla að Selfossi fyrir sjálfgreiðslustöð.
Umsækjani: Skeljungur hf
Skipulag fyrir umbeðið svæði er í vinnslu. Umsóknin verður tekin til greina við gerð skipulags.
2. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi að Heiðarbrún 6-6b Stokkseyri, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
3. 1801087 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Laxalæk 15 Selfossi.
Umsækjandi: Sævar Haraldsson
Erindi hafnað. Umbeðin breyting samræmist ekki gildandi skipulagi.
4. 2005120 - Fyrirspurn um byggingu bílskúrs að Heiðarbrún 24 Stokkseyri.
Umsækjandi: Stefán Ásgrimsson
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
5. 2005147 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Ærslabelgi í Árborg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
6. 1705111 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur 52-60a
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan, að teknu tilliti til athugasemda, verði samþykkt.
7. 1907112 - Tillaga að götunöfnum í Bjarkarlandi.
Lagt er til við bæjarstjórn að gatan sem liggur sunnan við hverfið í landi Björkur hljóti nafnið Hólastekkur. Á deiliskipulagsuppdrætti er gatan merkt gata 19.
8. 2002160 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Fagurgerði 12 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Umsækjandi: Bent Larsen
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
Fundargerð
9. 2005004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 41
9.1. 2004260 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr að Miðtúni 16 Selfossi. Umsækjandi: Júlíana Kristjánsdóttir
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða þessa fundar
9.2. 2005040 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagni að Tryggvagötu 8 Selfossi. Umsækjandi: Vefjan ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða.
Niðurstaða þessa fundar
9.3. 2004190 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir að Efra Seli Stokkseyri. Umsækjandi: LE Investment ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Óskað er umsagnar Heilbrigðiseftirlits.
Niðurstaða þessa fundar
9.4. 2004202 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir svitahofi á Eyrarbakka. Umsækjandi: David the guide ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Niðurstaða þessa fundar
9.5. 2004032 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Arnbergi Selfossi. Umsækjandi: Olíuverzlun Íslands ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt að veita stöðuleyfi til sex mánaða fyrir einn gám. Gámur skal vera minnst þrjá metra frá húsi.
Niðurstaða þessa fundar
9.6. 2005058 - Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á starfsleyfi að Háheiði 5 frá Máttur ehf. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt að veita jákvæða umsögn.
Niðurstaða þessa fundar
9.7. 2003205 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir iðnaðarhúsi að Hellismýri 16 Selfossi. Umsækjandi: Byggingatækni ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Óskað eftir fullgildum aðaluppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar
9.8. 2004242 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Hagalæk 1 Selfossi. Umsækjandi: Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar
9.9. 2004013 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Hagalæk 3 Selfossi. Umsækjandi: Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar
9.10. 2005067 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir breytingum innanhús að Austurvegi 38 Selfossi. Umsækjandi: Icelandbus all kind of bus ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Óskað eftir að húseigendur geri grein fyrir afstöðu sinni til umsóknar um breytingu hagnýtingar á 2. og 3. hæð Austurvegar 38.
Niðurstaða þessa fundar
9.11. 2005066 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir sólskála að Norðurgötu 17 Tjarnarbyggð. Umsækjandi: Björn Magnússon
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar
9.12. 2005080 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi og vélaskemmu að Byggðarhorni 46 Sandvíkurhrepp. Umsækendur: Stefán Teitur Halldórsson og Sigríður Grétarsdóttir.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Íbúðarhús er samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Óskað er eftir lagfærðum uppdráttum fyrir vélaskemmuna.
Niðurstaða þessa fundar
9.13. 2005081 - Umsókn um byggingaleyfi fyrir parhúsi að Fagralandi 1-3 Selfossi. Umsækjandi: Vigri ehf.
Niðurstaða 41. fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa
Samþykkt með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum.
Niðurstaða þessa fundar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica