Fundargerðir

Til baka Prenta
Frístunda- og menningarnefnd - 3

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.01.2020 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Kristín Ósk Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs,
Viðar Arason varamaður, Á-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri menningar- og frístundadeildar
Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá mál nr. 1908054 17.júní hátíðarhöld á Selfoss 2020-2022. Samþykkt samhljóða og kemur það á dagskrá fundarins sem 5.dagskrárliður.

Jóna Sólveig Elínardóttir, fulltrúi Á lista og Kristín Ósk Guðmundsdóttir, fulltrúi Ungmennaráðs boðuðu forföll. Viðar Arason, varamaður Á lista kom inn á fundinn.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2001090 - Málefni bókasafna Árborgar
Farið í skoðunarferð um bókasafnið á Selfossi þar sem Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafna Árborgar tók á móti nefndinni. Heiðrún gekk um safnið og kynnti starfsemina fyrir nefndinni og svaraði spurningum nefndarmanna. Áhugaverð heimsókn og vill nefndin koma á framfæri þökkum til Heiðrúnar Dóru og starfsmanna fyrir gott starf fyrir íbúa og aðra gesti safnsins.
2. 1908052 - Uppskeruhátíð frístunda- og mennigarnefndar 2019
Farið yfir framkvæmd uppskeruhátíðar frístunda- og menningarnefndar sem haldin var á Hótel Selfossi föstudaginn 27. desember sl. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti á hótelinu og var það almennt álit nefndarmanna að hún hefði heppnast vel og breyting á umgjörð væri til bóta. Rætt um nokkra þætti sem væri hægt að breyta og bæta við fyrir næsta ár og er starfsmanni nefndarinnar falið að koma þeim í farveg.
3. 2001044 - Samningur - úrvinnsla rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Sv. Árborg
Farið yfir drög að samningi við Rannsókn og greiningu um áframhaldandi kaup á niðurstöðum rannsókna á högum og líðan barna í 5.-7.bekk og 8.-10. bekk. Fram kom að samstarfið gengi vel og fulltrúar R og G kæmu árlega í heimsókn til að kynna niðurstöður ásamt því að halda reglulega fundi um forvarnarmál með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í rannsóknunum. Nefndin leggur til að gengið verði frá áframhaldandi samning við Rannsókn og greiningu í takt við þau drög sem liggja fyrir.
4. 1911008 - Jól í Árborg 2019
Farið yfir dagskrárliði sem sveitarfélagið stóð fyrir í tengslum við jólahátíðina og rætt um hvað hafi gengið vel og hvað mætti bæta. Jólagluggarnir vöktu athygli og var góð þátttaka í jólagátunni sem tengdist gluggunum. Fram kom að ánægja væri með útgáfu viðburðadagatalsins og að dagskrá hvers dags kæmi fram á samfélagsmiðlum.
5. 1908054 - 17. júní hátíðarhöld á Selfossi 2020-2022
Þessi dagskrárliður færður aftast í dagskrá og vék Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista af fundi fyrir þennan dagskrárlið.
Lögð fram vinnugögn vegna umsókna um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi. Ákveðið eftir umræðu að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
6. 1903295 - íþrótta- og frístundastefna Árborgar
Farið yfir vinnugögn af samráðsfundi um íþrótta- og frístundastefnu Árborgar. Rætt um kaflaskiptingu stefnunnar og helstu markmið og aðgerðir. Nefndarmenn kynna sér gögnin betur og koma athugasemdum og ábendingum til starfsmanns fyrir næsta fund nefndarinnar.
Erindi til kynningar
7. 2001161 - Lífshlaupið 2020
Lagt fram til kynningar. Nefndin hvetur stofnanir sveitarfélagsins sem og alla íbúa til að taka þátt í Lífshlaupinu 2020.
8. 2001149 - Fundagerðir forvarnarhóps Árborgar 2019-2020
Lagt fram til kynningar.
9. 2001164 - Nýting frístundastyrks Árborgar 2019
Lagt fram til kynningr. Fram kom að nýting á frístundastyrk Árborgar árið 2019 hafi verið um 82% en greiddar voru út um 43,5 milljónir

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica