Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Frístunda- og menningarnefnd - 6

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
16.03.2020 og hófst hann kl. 16:45
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir formaður, B-lista,
Guðmundur Kristinn Jónsson nefndarmaður, M-lista,
Jóna Sólveig Elínardóttir nefndarmaður, Á-lista,
Kjartan Björnsson nefndarmaður, D-lista,
Karolina Zoch nefndarmaður, D-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, deildarstjóri menningar- og frístundadeildar
Vegna Kórónuveirunnar var fundurinn haldinn í fjarfundarbúnaði.

Bragi Bjarnason ritaði fundagerð.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2002039 - Vor í Árborg 23.-26.apríl 2020
Farið yfir drög að dagskrá hátíðarinnar Vors í Árborg sem ráðgert er að fari fram dagana 23.- 26. apríl 2020. Margir dagskrárliðir væru með hefðbundnu sniði en einnig væru nýir viðburðir á dagskrá. Ákveðið að halda vinnu við hátíðina áfram þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir vegna Kórónaveirunnar/Covid-19. Nefndin mun, með hliðsjón af viðmiðum almannavarna, taka endanlega ákvörðun um hvort hátíðin fari fram á næsta fundi í byrjun apríl.
2. 1908054 - 17. júní hátíðarhöld á Selfossi 2020
Farið yfir drög að samningi við Góð stemning ehf. um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi árið 2020 ásamt drögum að dagskrá hátíðarinnar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi samning og felur starfsmanni að vinna málið áfram.
3. 2003130 - Menningarviðurkenning Árborgar 2020
Farið yfir mögulegar tilnefningar til menningarviðurkenningar Árborgar 2020 sem verður afhent 23.apríl nk. á Vori í Árborg. Samþykkt að fresta ákvörðun til næsta fundar.
4. 1903295 - íþrótta- og frístundastefna Árborgar
Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.
5. 2003159 - Breytingar á reglum frístundaheimila í Árborg
.
Tillaga að breytingum á reglum um frístundaheimili í Árborg lagðar fyrir nefndina. Fram kom að breytingar á reglum væru vegna sumarfrístundar sem verður nú í fyrsta skipti undir stjórn frístundaheimilana. Um er að ræða sumarnámskeið sem Umf. Selfoss hefur haldið utan um sl. sumur en breytingin er gerð í góðu samstarfi beggja aðila. Sumarfrístundin er sett upp sem vikunámskeið frá byrjun júní og fram í ágúst og byggir á þeim góða grunni sem Umf. Selfoss hefur lagt fyrir námskeiðin undanfarin ár. Nánari útfærsla á sumarfrístundinni ásamt gjaldskrá verður kynnt foreldrum á næstu vikum.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi breytingar og leggur áherslu á að þær verði kynntar vel fyrir foreldrum.
6. 2003160 - Gjaldskrá sumarfrístundar 2020
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir sumarfrístund sem verður starfrækt í gegnum frístundaheimili Árborgar í fyrsta sinn sumarið 2020. Nefndin samþykkir gjaldskrána og leggur áherslu á að gjaldskráin ásamt þeim afsláttum sem eru í boði verði kynnt vel fyrir foreldrum.
7. 2003001 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2020
Lögð fram tillaga frá hverfisráði Eyrarbakka um merkingar húsa og götumerkingar á Eyrarbakka. Tillögunni var vísað til nefndarinnar til umsagnar frá bæjarráði. Nefndinni lýst vel á hugmyndir hverfisráðsins og óskar eftir að fá formann hverfisráðsins á fund nefndarinnar til að ræða tillöguna og útfærslu hennar nánar. Starfsmanni falið að hafa samband við formann hverfisráðs Eyrarbakka og boða á fund nefndarinnar síðar í vor.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica