Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 67

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Tómas Ellert Tómasson, fulltrúi M-lista sitja fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Bragi Bjarnason ritar fundagerð.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002155 - Reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 32/2020 í samráðsgátt
Umsögn héraðsskjalavarðar Héraðsskjalasafns Árnesinga um samráðs mál nr. 32/2020. Reglugerð um héraðsskjalasöfn.
Lögð fram umsögn héraðsskjalavarðar. Bæjarráð tekur undir umsögnina og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri.
Hér_Árn_BB_2020_03_01_drög_að_reglugerð_um_héraðsskjalasöfn.pdf
2. 2003158 - Fyrirspurn - fyrirkomulag greiðslna til dagforeldra í Árborg vegna Covid-19
Erindi frá dag dagforeldrum í Árborg dags. 12. mars. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til að halda áfram greiðslu til dagforeldra ef þeir kynnu að þurfa að leggja niður þjónustuna vegna sóttkvíar.

Í ljósi markmiða stjórnvalda um að fólk beri ekki afkomutjón af að fara í sóttkví leggur bæjarstjóri til að samþykkt verði að greiðslan haldi sér ef dagforeldri er skipað í sóttkví.

Tómas Ellert Tómasson, fulltrú M-lista víkur af fundi undir þessum fundarlið.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fyrirspurn frá dagforeldrum í Árborg.pdf
3. 2002057 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Áfallinn heildarkostnaður við byggingu dælustöðvar fyrir Selfossveitur
Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista lagt fram.
Svar við fyrirspurn 2002057- 190320.pdf
4. 2003186 - Niðurfelling leikskólagjalda og frístundargjalda vegna Covid-19
Samkomubann sem lýst hefur verið yfir til 15. apríl hefur í för með sér breytingar á skólahaldi og ekki verður hægt að bjóða öllum leikskólabörnum þjónustu hvern dag.
Bæjarstjóri leggur til, á meðan ofangreint ástand varir, að leikskólagjöld verði endurgreidd foreldrum þá daga sem barn mætir ekki á leikskóla, sé það að höfðu samráði foreldra við leikskólastjóra. Með sama hætti verði fæðisgjöld endurgreidd fyrir þá daga sem börn fá ekki fæði. Sama fyrirkomulag gildi einnig vegna gjalda fyrir frístundaheimili og fæði í grunnskólum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.
5. 1703281 - Mat á umhverfisáhrifum við hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir
Umsögn frá skipulagsfulltrúa.
Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.
Umsögn um frummatsskýrslu.pdf
6. 2003195 - Ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga
Meðfylgjandi skjal var sent sem svar við fyrirspurn stjórnvalda um framkvæmdir á svæðinu.
Bæjarráð ályktar samkvæmt meðfylgjandi skjali og felur bæjarstjóra að koma henni á framfæri.
Flýtiframkvæmdir vegna Covid-19 aðgerða.pdf
Ályktun um örvun hagkerfis með þátttöku sveitarfélaga v3.pdf
Fundargerðir
7. 2003001F - Umhverfisnefnd - 9
9. fundur haldinn 4. mars.
Lögð fram til kynningar.
8. 2003003F - Skipulags og byggingarnefnd - 40
40. fundur haldinn 11. mars.
Lögð fram til kynningar.

Liður 8: Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt
8.10. 2003019 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir strenglögn hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Umsækjandi: Rarik ohf.
Niðurstaða 40. fundar skipulags- og byggingarnefndar
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verið veitt. Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúi hafi samráð við Selfossveitur um framkvæmdina.
Niðurstaða þessa fundar
Liður 8: Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt
9. 2003005F - Eigna- og veitunefnd - 20
20. fundur haldinn 11. mars.
Lögð fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
10. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
879. fundur haldinn 28. febrúar.
Lögð fram til kynningar.
879. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga -.pdf
11. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
23. fundur haldinn 5. mars.
Lögð fram til kynningar.
Byggingarnefnd (23) 5.3.2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica