Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 41

Haldinn í Barnaskólanum á Stokkseyri,
01.12.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Tillaga af 51. fundi eigna- og veitunefndar, frá 13. október. Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.

Ari Guðmundsson frá Verkís kynnti frumhönnunarskýrslu Menningarsalar Suðurlands á Selfossi og vinnu starfshóp um Menningarsalinn.

Nefndin þakkaði starfshópnum fyrir afar vel unnin störf og vísaði ákvörðunartöku um áframhald verkefnisins til bæjarstjórnar.

Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Forseti leggur fram tillögu um að bæjarráði verði falið að skipa starfshóp sem verður falið að stýra samningaviðræðum og áframhaldandi vinnu að uppbyggingu menningarsalarins.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2. 21101365 - Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn
Tillaga frá 40. fundi bæjarstjórnar liður 2. Tillaga frá UNGSÁ um menningarsalinn.

Ungmennaráð Árborgar lagði til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að menningarsalurinn yrði kláraður sem fyrst.
Greinagerð UNGSÁ:
Okkur finnst mikilvægt að viljinn til að leggja lokahönd á menningarsalinn verði framfylgt. Við viljum líka að viðræður við ríkisstjórn varðandi salinn verði haldið áfram svo loks verði hægt að klára hann. Salurinn er nú töluvert eldri við hér í ungmennaráðinu, okkur finnst vanta aðstöðu til tónleikahalda og stærri viðburða hér á Suðurlandi. Einnig er þetta gríðarlega stór hluti af menningu og frábært væri að hafa svona góða menningarmiðstöð hér í Árborg.

Að loknum umræðum samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til bæjarstjórnarfundar í nóvember.

Forseti leggur til að afgreiðsla þessa liðar verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar á lið nr. 1 sem var svohljóðandi:

"Forseti lagði fram tillögu um að bæjarráði yrði falið að skipa starfshóp sem yrði falið að stýra samningaviðræðum og áframhaldandi vinnu að uppbyggingu menningarsalarins."

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 21101624 - Reglur um daggæslu í heimahúsum
Tillaga frá 28. fundi félagsmálanefndar frá 20. október, liður 4. Reglur um daggæslu í heimahúsum

Tillaga að breytingu á reglum sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum.

Félagsmálanefnd samþykkti breytingar á reglum sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum frá og með 1. janúar 2022.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur Sveitarfélagsins Árborgar um daggæslu barna í heimahúsum 2020.pdf
4. 21101628 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 28. fundi félagsmálanefndar frá 20. október, liður 5. Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg

Endurskoðun á reglum um félagslegt leiguhúsnæði. Félagsmálanefnd Árborgar samþykkti tillögu um breytingar á reglum um félagslegt leiguhúsnæði í sveitarfélaginu Árborg.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg 2019.pdf
5. 2108173 - Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 3. nóvember, liður 10. Smáratún 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd Árborgar samþykkti á fundi 22.september 2021 að grenndarkynna byggingaráform. Tillagan hafði verið grenndarkynnt og var gefinn athugasemdafrestur til 20. október 2021. Við grenndarkynningu bárust samtals 12 athugasemdir. Þær snéru m.a. að stærð byggingar, nýtingarhlutfalli lóðar, málsmeðferð sveitarfélagsins, bílastæðafjölda og útliti fyrirhugaðrar endurbyggingar "Sænska hússins" að Smáratúni 1. Á fundi nefndarinnar 20. október var erindinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir athugasemdir sem fram höfðu komið og taka saman heildstætt yfirlit yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að svörum í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar.
Farið yfir innkomnar athugasemdir og tillögur að viðbrögðum ræddar. Skipulagsnefnd Árborgar taldi að á fyrri stigum máls hafi stjórnsýslulegum þætti verið ábótavant og gögn sem lágu fyrir til kynningar á byggingunni hafi ekki verið nægjanleg að gæðum til að hagsmunaaðilar gætu myndað sér heilstæða skoðun. Skipulagsnefnd taldi að eftir grenndarkynningu nú þrátt fyrir athugasemdir, að "Sænska Húsið" svokallaða myndi sóma sér vel á lóðinni Smáratún 1. Það báru kynningargögn með sér. Lóðin var skilgreind í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem "blönduð byggð" sem gaf rými til að hreyfa við nýtingahlutfalli á lóð. Það var rétt ábending hjá mörgum sem gerðu athugasemdir, að húsið sneri ekki eins og flest hús við Smáratún, enda kemur húsið til með að standa einnig við Kirkjuveg. Skoðun nefndarinnar var að svipmót hússins væri gott og hæð þess lægri en margra annarra húsa við Smáratún. Nefndin taldi að 7 bílastæði við húsið væri nægilegt og væri það í samræmi við þá stefnu sem uppi hafði verið í nýrri íbúðahverfum. Varðandi ábendingar um mikinn þrýsting og aukna umferð um miðbæ Selfoss, þá taldi nefndin það vera sérstakt verkefni til úrlausnar í stærra samhengi og muni bygging að Smáratúni 1, ekki hafa þar úrslitaáhrif. Nefndin taldi einnig að grenndarkynning hafi verið víðtæk og að þeir aðilar sem mögulega áttu hagsmuni að gæta, hafi fengið tækifæri á því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Loks taldi nefndin að endurbygging Sænska hússins myndi í engu skerða hagsmuni íbúa Smáratúns eða annarra nágranna. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu bókun skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum Sigurjón V. Guðmundsson, Hjalti Tómasson, og Ari Már Ólafsson. Ari Björn Thorarensen og Magnús Gíslason sátu hjá.

Ari Björn Thorarensen og Magnús Gíslason lögðu fram eftirfarandi bókun:
Ekki var gætt jafnræðis við úthlutun lóðarinnar Smáratún 1. Auglýsa hefði átt lóðina til að allir sem hefðu áhuga á henni gætu sótt um. Engar skýrslur eða mat lágu fyrir hvort Sænska húsið þyldi flutning á lóðina, þegar ákvörðun um vilyrði var tekin. Aðeins voru uppi getgátur og því má spyrja hvort alvara hafi verið í fyrirhuguðum flutningi hússins eða nota ætti innviði úr húsinu eins og gefið var í skyn í beiðni um vilyrði fyrir lóðinni að Smáratún 1. Einnig hafi í grenndarkynningu til nágranna komið fram 12 athugasemdir íbúa sem vert var að taka tillit til.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja svör við athugasemdum og byggingaráform.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Ari B. Thorarensen, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun, sem einnig var lögð fram á 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar:
Ekki var gætt jafnræðis við úthlutun lóðarinnar Smáratún 1. Auglýsa hefði átt lóðina til að allir sem hefðu áhuga á henni gætu sótt um. Engar skýrslur eða mat lágu fyrir hvort Sænska húsið þyldi flutning á lóðina, þegar ákvörðun um vilyrði var tekin. Aðeins voru uppi getgátur og því má spyrja hvort alvara hafi verið í fyrirhuguðum flutningi hússins eða nota ætti innviði úr húsinu eins og gefið var í skyn í beiðni um vilyrði fyrir lóðinni að Smáratún 1. Einnig hafi í grenndarkynningu til nágranna komið fram 12 athugasemdir íbúa sem vert var að taka tillit til.
Aðaluppdráttur Smáratún 1.pdf
6. 2012129 - Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025
Tillaga frá 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 3. nóvember, liður 15. Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025

Lögð var fram Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025, unnin af Eflu Verkfræðistofu.

Skipulags- og byggingarnefnd fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun sem nú var unnin í fyrsta skipti heildstæð fyrir allt sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti áætlunina fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að áætlunin yrði samþykkt.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-111-SKY-V01- Umferðaröryggisáætlun Árborgar.pdf
7. 1603084 - Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 3. nóvember, liður 18. Verndarsvæði í byggð - Eyrarbakki

Tillaga um verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka hafði verið auglýst. Tillagan var auglýst frá 8. september 2021, með athugasemdafresti til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna fyrir sitt leyti. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillaga að verndarsvæði í byggð fyrir Eyrarbakka yrði samþykkt og send ráðherra í samræmi við 3. gr. reglugerðar um verndarsvæði í byggð nr. 575/2016.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Hér_Árn_2021_01_08_Eyrarbakki_verndarsvæði_í_byggð_skýrsla_jan-med_kortum.pdf
8. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. nóvember, liður 20. Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 18. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þykkvaflöt 3-9 á Eyrarbakka. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 8. september 2021, og var gefin frestur til athugasemda til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Þykkvaflöt - Götumynd.pdf
9. 21101800 - Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. nóvember, liður 22. Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3
Sólveig Olga Sigurðardóttir f.h. Eflu og landeigand Nabba 3. L232497, lagði fram tillögu að deiliskipulagi sem náði yfir lóðina Nabbi 3 (L232497) sem er 14225,4 m2 að stærð. Lóðin er staðsett í Sveitarfélaginu Árborg, í Sandvíkurhreppi hinum forna. Á lóðinni stendur til að byggja frístundahús og gestahús. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9187-001-01-DSK-001-V02-Nabbi 3-DSK.pdf
10. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Tillaga frá 81. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 17. nóvember, liður 6. Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 15.9.2021
skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á jörðinni Hólar L165547, í Árborg. Lýsingin tók til um 5 ha svæðis, norðan Gaulverjabæjarvegar, í landi Hóla, þar sem fyrirhugað var að gera deiliskipulag fyrir svínaeldi. Gert var ráð fyrir um 600 gyltum og möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum.
Skipulagslýsing var auglýst/kynnt í Dagskránni og Fréttablaðinu í samræmi við 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og í samræmi við 5.2.4. gr, skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, og einnig send á umsagnaraðila. Beiðni um umsagnir var send á Skipulagsstofnun, Flóahrepp, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Vegagerðina, Framkvæmdasvið Árborgar, Selfossveitur og Umhverfisstofnun.

Eftir að skipulagslýsing var kynnt bárust fjöldi andmæla og athugasemda bæði frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einnig frá einstaklingum. Helstu athugasemdir og ábendingar varðaði lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns, nálægð við frístundabyggð, fornminjar ofl.

Í ljósi fjölda athugasemda og þess rökstuðnings sem þar kom fram, lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabúi að Hólum. Nefndin lagði einnig til að fallið yrði frá þeim hugmyndum að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað í endurskoðun aðalskipulags Árborgar. Nefndin taldi að fyrirhuguð uppbygging svínaeldis muni hafa neikvæð áhrif á notkunarmöguleika svæðisins í heild.

Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem athugasemdir gerðu niðurstöðu skipulags- og byggingarnefndar. Samþykkt samhljóða.

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
11. 2111260 - Tjarnarbyggð - 3. áfangi - Stofnun lóðar undir vegstæði
Tillaga af 81. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. nóvember, liður 9. Tjarnarbyggð - 3. áfangi - Stofnun lóðar undir vegstæði.

Jörundur Gauksson f.h. Kjalnesingur ehf kt. 711005-1610 óskaði eftir stofnun nýrrar lóðar/lands sem mun afmarka akveg í gegnum 3. áfanga lóða í Tjarnarbyggð, Árborg. Upprunaland vegstæðis er Kaldaðarnes L201100. Heiti landeignar við stofnun mun verða Stóra-Sandvík mýri, eftir samruna við L202539.

Skipulags- og byggingarnefnd gerði ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Kaldaðarnes Vegstæði. Lóðaruppdráttur dags. 9.11.2021
7990-003-KOR-002-V01-Kaldaðarnes-vegsvæði.pdf
12. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Breyting á varamanni M-lista í skipulags- og byggingarnefnd, varamanni á aðalfund SASS, varamanni á aðalfundur HSL, varamanni á fund Héraðsnefndar Árnesinga bs og varamanni á aðalfund Bergrisans bs.
Lagt er til að Tómas Ellert Tómasson verði varamaður í stað Guðrúnar Jóhannsdóttur í skipulagas- og byggingarnefnd og að Ari Már Ólafsson verði varamaður í Héraðsnefnda Árnesinga bs og varamaður á aðalfundi SASS, HSL og Bergrisans bs.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum.
13. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Fyrri umræða.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri fylgir tillögunni úr hlaði. Ari B. Thorarensen, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista taka til máls.

Lagt er til að breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar verði vísað til síðari umræðu. Er það samþykkt með 6 atkvæðum, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Brynhildur Jónsdóttir, D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins, Ari B. Thorarensen, D-lista greiðir atkvæði á móti.
Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt_des 2021.pdf
14. 2101125 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Viðauki nr. 10
Viðauka, nr. 10, við fjárhagsáætlun ársins 2021 er samþykktur með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá undir afgreiðslu málsins.
15. 2111231 - Gjaldskrár 2022
Fyrri umræða.
1) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaheimili í Árborg 2022
2) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leikskóla í Árborg 2022
3) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2022
4) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2022
5) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2022
6) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir bókasöfn Árborgar 2022
7) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2022
8) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2022
9) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í Árborg 2022
10) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir frístundaklúbbinn í Árborg 2022
11) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Grænumörk 2022
12) Tillaga að breytingu á gjaldskrá húseigna 2022
13) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sundstaði í Árborg 2022
14) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2022
15) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir vatnsveitu 2022
16) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingardeild 2022
17) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir fráveitu (tæming rotþróa) í Árborg 2022
18) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir sorphirðu og gámasvæði í Árborg 2022
19) Tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir Selfossveitur 2022

Lagt er til að gjaldskrám verði vísað til síðari umræðu. Er það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá leikskóla 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir fæði í grunnskólum í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir hundahald í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir kattahald í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá Bókasafna Árborgar 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir leigubílaakstur aldraðra í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir Grænumörk 2022.pdf
Gjaldskrá húseigna 2022.pdf
Gjaldskrá Sundlauga Árborgar frá 1.jan 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir heimsendan mat í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá vatnsveitu Árborgar - 2022.pdf
Gjaldskrá Skip- og bygg 2022.pdf
Gjaldskra-fraveitu-2008.pdf
Gjaldskrá vegna fráveitu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Árborg 2022.pdf
Gjaldskrá Selfossveitna 2022.pdf
16. 2108182 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Fyrri umræða.
Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri tók til máls og fylgdi úr hlaði greinargerð með fjárhagsáætlun 2022-2025.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls

Lagt er til að fjárhagsáætlun fyrir 2022 og 3ja ára áætlun verði vísað til síðari umræðu 15. desember. Er það samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Sveitarfélagið Árborg fjárhagsáætlun 2022-2025 fyrri umræða.pdf
33. 2105453 - Trúnaðarmál
Fundargerðir
17. 2110010F - Eigna- og veitunefnd - 51
51. fundur haldinn 13. október.
18. 2110007F - Fræðslunefnd - 37
37. fundur haldinn 13. október.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 2. -Vinnuhópur um leikskólamál.

19. 2109017F - Frístunda- og menningarnefnd - 27
27. fundur haldinn 18. október.
Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir lið nr. 2- Nafn á fjölnota íþróttahús á Selfossvelli.
20. 2110021F - Bæjarráð - 128
128. fundur haldinn 21. október.
21. 2110011F - Skipulags og byggingarnefnd - 79
79. fundur haldinn 20. október.
22. 2110019F - Félagsmálanefnd - 28
28. fundur haldinn 20. október.
23. 2110027F - Eigna- og veitunefnd - 52
52. fundur haldinn 27. október.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 3. Frístundamiðstöð-hönnun og framkvæmdir.
24. 2110030F - Bæjarráð - 129
129. fundur haldinn 4. nóvember.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið nr. 5. - Minnisblað um leikskóla í Árborg.
25. 2110026F - Skipulags og byggingarnefnd - 80
80. fundur haldinn 3. nóvember.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tekur til máls undir lið nr. 15-Umferðaröryggisáætlun Árborgar 2021-2025.
26. 2111002F - Eigna- og veitunefnd - 53
53. fundur haldinn 3. nóvember.
27. 2111011F - Bæjarráð - 130
130. fundur haldinn 11. nóvember.

28. 2111006F - Fræðslunefnd - 38
38. fundur haldinn 10. nóvember.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 4-Vinnuhópur um leikskólamál og lið nr. 9 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki.
29. 2111009F - Eigna- og veitunefnd - 54
54. fundur haldinn 10. nóvember.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir liðum nr. 1-6.
30. 2111012F - Frístunda- og menningarnefnd - 28
28. fundur haldinn 15. nóvember.
31. 2111018F - Bæjarráð - 131
131. fundur haldinn 18. nóvember.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls undir lið nr. 4 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 2.-Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþrótta- og menningarstarfs.
32. 2111028F - Bæjarráð - 132
132. fundur haldinn 25. nóvember.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls undir lið nr. 5- Hjúkrunarrými í Sveitarfélaginu Árborg.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 2 -Samkomulag um íbúðabyggð í Laugardælalandi.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls undir lið nr. 5- Hjúkrunarrými í Sveitarfélaginu Árborg.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:56 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica