Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 117

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
16.08.2023 og hófst hann kl. 09:45
Fundinn sátu: Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra,
Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2210419 - Björkurstekkur 61 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Bergþórs Inga Sigurðssonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 470,9m2 og 1549,9m3

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og nýtingarhlutfall er meira heldur en gefið er upp í gildandi deiliskipulagi.
Erindinu er hafnað.
2. 2307217 - Eyravegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Haraldur Ingvarsson hönnuður fyrir hönd Rekstur og fjármál ehf. sækir um leyfi til að byggja 2 hæðir ofan á núverandi húsnæði og útbúa 16 fleiri íbúðir.
Helstu stærðir á stækkun eru; 586,9 m² og 1.549,0 m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Efsta hæð skal vera inndregin samkvæmt deiliskipulagi.
Erindinu er hafnað.
3. 2307228 - Hellismýri 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valur Arnarson hönnuður fyrir hönd Byggingatækni ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhús.
Helstu stærðir eru; 243,2 m² og 1.312,3 m³.

Erindinu er synjað vegna þess að ekki er gert ráð fyrir áfangaskiptingu á umræddri lóð að auki hefur lóð verið afturkölluð.
4. 2306333 - Nesbrú 1A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðmundur Hjaltason hönnunarstjóri fyrir hönd HS Veitur hf. sækir um leyfi til byggja orkuveitumannvirki. Helstu stærðir eru; 7,7 m2 og 17,8 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
5. 2306436 - Norðurgata 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kristján Ásgeirsson hönnunarstjóri fyrir hönd Jón Þóris Frantzsonar sækir um leyfi til flytja íbúðarhús frá Reykjavík að Norðurgötu 21. Helstu stærðir eru; 63,7 m2 og 163,0 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa, eldvarnareftirlits og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna tengingar við aðveitu og fráveitu. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
6. 2307216 - Nýibær lóð 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Lindu Björk Ómarsdóttur sækir um leyfi til að bæta við tveimur eignarýmum við núverandi íbúðarhús.
Helstu stærðir á íbúðarhúsi eru; 269,3m² & 1.049,4m³, helstu stærðir á geymsluhúsnæði er 150,0m² & 599,5m³.
Samtals 419,3m² & 1648,9m³

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir að viðbættum eignarýmum við matshluta 1.
7. 2308093 - Lækjamót land - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Knútur Emil Jónasson hönnuður fyrir hönd Eiríks Jóhannessonar sækir um leyfi til að vélageymslu.
Helstu stærðir eru; 151 m² & 695,5m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa, eldvarnareftirlits og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna tengingar við aðveitu og fráveitu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
8. 2306426 - Suðurbraut 40 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Óskar Inga Gíslason sækir um leyfi til að byggja hús sem á að nýta í bændagistingu.
Helstu stærðir eru; 25 m² & 79,7m³.

Með vísan í bókun skipulagsnefndar á fundi 11 þann 16.08.2023 að deiliskipulagsskilmálar verði endurskoðaðir að fullu, vegna óskýrleika um byggingarheimildir á lóðum.
9. 2307124 - Suðurtröð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þ. Jakobsson f.h. Sundhesta ehf, skilar inn uppfærðum aðaluppdráttum, vegna byggingar hesthúss. Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 116 og var frestað. Stærð 325,0 m2 og 958,8 m3.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
10. 2306435 - Vestra-Stokkseyrarsel - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Helgi Kjartansson hönnuður fyrir hönd Sigurð Torfa Sigurðssonar sækir um leyfi til að byggja hesthús með áföstu gróðurhúsi.
Helstu stærðir eru; 180 m² & 659,5m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og jákvæða umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna tengingar við aðveitu og fráveitu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
11. 2308075 - Boðavík 2 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
GG Málarar ehf óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg til að setja upp smáhýsi nær lóðarmörkum en þrem metrum.
Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviði.
12. 2306390 - Kerhólar 12 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - Smáhýsi
Sigurbjörn Jónasson og Stefanía Þ Jónsdóttir óska eftir samþykki til að reisa smáhýsi nær lóðamörkum en 3 m. Fyrir liggur samþykki eigenda Hellishóla 9.
Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviði.
13. 2307060 - Asparland 7 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Linda Sverrisdóttir og Sigurjón Reynisson óska eftir samþykki til að reisa smáhýsi nær lóðamörkum en 3 m. Fyrir liggur samþykki eigenda Asparlands 9.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
14. 2307059 - Asparland 9 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Sigríður Sigurbjartsdóttir og Óskar Gunnarsson óska eftir samþykki til að reisa smáhýsi nær lóðamörkum en 3 m. Fyrir liggur samþykki eigenda Asparlands 7.
Umrætt smáhýsi hefur verið sett við endagafl húss og er staðsetning þess ekki í samræmi við leiðbeiningarblað 9.7.6. frá HMS.
Ljóst er að málið þarf frekari skoðunar Byggingarfulltrúa og Eldvarnareftirlit Árnessýslu.
15. 2308073 - Tjaldhólar 6 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Dögg Kristjánsdóttir óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg til að setja upp smáhýsi nær lóðarmörkum en 3 metrum.
Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviði.
16. 2308090 - Björkurstekkur 38 - Tilkynning um samþykki á byggingaráforum
Ásbjörn Sigurðsson og Jónbjörg Kjartansdóttir óska eftir samþykki til að reisa smáhýsi nær lóðamörkum en 3 m. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Björkustekks 24.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
17. 2308101 - Móland 15 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Kristín Gunnarsdóttir óskar eftir að byggja smáhýsi nær lóðamörkum en 3 m.
Vísað til samráðsfundar Mannvirkja- og umhverfissviði.
18. 2308110 - Smáraland 12 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum
Ágúst Ólason og Sigríður H Guðjónsdóttir óska eftir samþykki til að reisa gróðurhús nær lóðarmörkum en 3 m og og skjólvegg allt að 1,8 m. fyrir liggur samþykki lóðarhafa að Smáralandi 14.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
19. 2308074 - Umsókn um að byggja skjól - Sólvellir leiguland
Guðjón Gunnarsson óskar eftir að reisa skjól hýsi fyrir hesta á leigulandi frá Árborg Sólvellir.
Óheimilt er að reisa byggingar á leigulandi samkvæmt reglugerð um land til beitar- og ræktunnar í Sveitarfélaginu Árborg.
20. 2308001 - Stöðuleyfi - Hafnarbrú 2
Gísli Ragnar Kritjánsson óskar efitir stöðuleyfi fyrir hús að hafnarbrú 2 Eyrarbakka vegma framkvæmda.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi í 12 mánuði þ.e. 16.08.2023-15.08.2024 vegna byggingarframkvæmda.
21. 2212221 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Gistiheimilið Henia Smáratúni 10
Heilbrigðiseftirlir Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Gistiheimilið Henia Smáratúni 10 Selfossi.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu/endurnýjun starfsleyfis.
22. 2307003 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi vegna tjaldsvæðis við Suðurhóla
Heilbrigðiseftirlir Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir tjaldsvæðið við Suðurhóla.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu/endurnýjun starfsleyfis.
23. 2307131 - Umsagnarbeiði -Starfsleyfi HSH Flutningaþjónsusta ehf vegna þvottahús að Breiðamýri 3
Heilbrigðiseftirlir Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir þvottahúsi að Breiðumýri 3 Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
24. 2308081 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Knatspyrnufélag Árborgar vegna Sumar á Selfossi
Heilbrigðiseftirlir Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir bæjarhátíð og tónleikahald í Sigtúnsgarði.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
25. 2308082 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir Saga Properties ehf Strandgötu 5
Heilbrigðiseftirlir Suðurlands óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistiheimili Saga Properties ehf að Strandgötu 5 Stokkseyri
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
26. 2308089 - Umsagnarbeiðni - Starfsleyfi fyrir snyrtistofu Kerhólar 11
Guðlaug Stella Hafsteinsdóttir óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir snyrtistofu að Kerhólum 11 Selfossi.
Vísað til skipulagsnefndar.
27. 2011159 - Rekstrarleyfisumsögn - Túngata 9
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II fyrir Byggingarþjónustuna ehf til sölu gistingar að Túngötu 9 Eyrarbakka.
Vísað til skipulagsnefndar.
28. 2308038 - Rekstrarleyfisumsögn - Decasoft - Norðurbraut 32
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis í flokki II fyrir Decasoft slf Norðurbraut 32 801 Selfossi
Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn þar sem að húsnæðið er tilgreint sem frístundahús í umsókn.
Einnig hefur öryggis- eða lokaúttekt ekki farið fram á þessu húsnæði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica