Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 19

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.01.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Forseti leitaði afbrigða að taka á dagskrá 5 mál frá fundi skipulags- og byggingarnefndar frá því 15. janúar.
Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1908115 - Breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg 2019
Síðari umræða.
Lagt er til að breytingar á samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. 1906257 - Beiðni um makaskipti á landi - land úr Stekkum fyrir land úr Óseyri
Erindi frá 58. fundi bæjarráðs frá 19. desember lið 9.
1906257 - Beiðni um makaskipti á landi - land úr Stekkum fyrir land úr Óseyri
Bæjarstjóri fer yfir stöðu viðræðna.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkvæðum gegn 1 að ganga til makaskipta um kaup á landi úr Stekkum fyrir land úr Óseyri.

Gunnar Egilson gerði grein fyrir mótatkvæði sínu og lét bóka:
Undirritaður getur ekki samþykkt þann gjörning sem hér er lagður fyrir bæjarráð. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og það er ekki hægt að sjá að það sé gert í þessu tilviki. Hér er lagt til að sveitarfélagið láti landspildu sem liggur að öðru landi í eigu sveitarfélagsins fyrir spildu sem er eyland innan um eignarlönd annarra, með takmörkuðu aðgengi. Undirritaður getur ekki með nokkru móti séð að sveitarfélagið hafi hag af þessum viðskiptum eða að landið sem boðið er í skiptum muni nýtast sveitarfélaginu á nokkurn hátt. Kjörnir fulltrúar verða að geta sagt nei við erindum sem samræmast ekki hagsmunum sveitarfélagsins. Þá er einnig eðlilegt að auglýsa landi í eigu sveitarfélagsins til sölu, ef á annað borð er vilji til að selja.

Eggert Valur og Tómas Ellert létu bóka:
Hagsmunir sveitarfélagsins liggja í því að hér er sveitarfélagið að fá meira land fyrir minna eða 19,9 hektara á móti 13,2 hekturum sem kemur í framtíðinni til að nýtast á sama hátt og það land sem er í skiptum.

Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð geta ekki tekið undir fullyrðingar bæjarfulltrúa D lista, um að umrædd makaskipti á landi skaði á nokkurn hátt hagsmuni sveitarfélagsins. Með þessum gjörningi er sveitarfélagið að fá 19,9 hektara af landi og lætur á móti 13,2 hektara lands. Landspildan sem sveitarfélagið fær er einungis í 3 km fjarlægð frá Selfossi og kemur til með að nýtast til þess að byrja með sem beitiland líkt og landið sem látið er í skiptum. Þá má geta þess að örstutt er í heitt og kalt vatn, það er hins vegar hægt að taka undir með bæjarfulltrúanum að almenna reglan eigi að vera sú að hyggist sveitarfélagið selja land beri að auglýsa það til sölu. Það er einnig rétt að benda á að makaskipti á landi líkt og þessi hafa margoft verið gerð án auglýsingar á undanförnum árum. Meðal annars á síðasta kjörtímabili þegar farið var í makaskipti á landspildu í eigu sveitarfélagsins og landspildu úr jörðinni Gamla Hrauni 2 í meirihlutatíð D lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Eggert V Guðmundsson, S-lista
Helgi S Haraldsson, B-lista
Sigurjón V Guðmundsson, Á-lista
Tómas E Tómasson, M-lista

Kjartan Björnsson, D-lista gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

Makaskipti á landi Gamla Hrauns sem meirihluti D lista gerði á síðasta kjörtímabili var vegna þess að Sveitarfélaginu skorti land undir dælustöð og lét í skiptum óbyggilegt land, því voru þetta miklir hagsmunir sveitarfélagsins. Hagsmunir sveitarfélagsins í þessum makaskiptum sem nú er verið að samþykkja eru ekki í þágu þess.

Bæjarfulltrúar D-lista


3. 1907062 - Fyrirspurn um viðbyggingu - Eyravegur 26
Tillaga frá 35. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 18. desember sl., liður 10. Erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulags breytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. 2001040 - Kaup sveitarfélagsins á Geirakoti Engjalandi
Lagt er til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.
Ari Björn Thorarensen, D-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 2001135 - Breyting á fulltrúa S-lista í nefndum.
Lögð er til eftirfarandi breyting á fulltrúum S-lista í skipulags- og byggingarnefnd:
Í stað Sigurðar Andrésar Þorvarðarsonar kemur Kristbjörn Hjalti Tómasson sem aðalmaður og Eggert Valur Guðmundsson sem varamaður. Þá mun Kristbjörn Hjalti Tómasson taka sæti Sigurðar Andrésar sem fulltrúi í starfshóp um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Lögð er til eftirfarandi breyting á fulltrúum S-lista á fulltrúum í félagsmálanefnd:
Í stað Kristbjörn Hjalti Tómasson í félagsmálanefnd, er lagt til að Elsie Kristinsdóttir verði aðalmaður og Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

6. 1911498 - Fyrirspurn um byggingu vinnustofu - Eyrargata 4 / Stigprýði
Tillaga frá 36. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 15. janúar, liður 5. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
7. 1910260 - Byggingarleyfisumsókn - Ártún 4
Tillaga frá 36. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar, liður 6. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. 1911572 - Byggingarleyfisumsókn - Eyrargata 26
Tillaga frá 36. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar, liður 7.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulag lóðarinnar verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Tillaga frá 36. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar, liður 15.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og auglýst.

Ari Björn Thorarensen, D-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
10. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36
Tillaga frá 36. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 15. janúar, liður 16.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt almenningi og auglýst.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
11. 1911015F - Skipulags og byggingarnefnd - 34
34. fundur haldinn 4. desember.
12. 1911018F - Fræðslunefnd - 17
17. fundur haldinn 4. desember.
13. 1912002F - Eigna- og veitunefnd - 15
15. fundur haldinn 4. desember.
14. 1912006F - Bæjarráð - 57
57. fundur haldinn 12. desember.
15. 1912007F - Öldungaráð Árborgar - 1
1. fundur haldinn 12. desember.
16. 1912009F - Bæjarráð - 58
58. fundur haldinn 19. desember.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls undir lið nr. 1 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Tómas Ellert Tómasson lagði eftirfarandi bókun fram fyrir hönd allra bæjarfulltrúa:
Því er fagnað að fullur skilningur ríkisins skuli vera á mikilvægi þess að ný Ölfusárbrú komist í framkvæmd sem fyrst en bæjarráð leggur ríka áherslu á að lok framkvæmdarinnar verði ekki síðar en árið 2023. Málið er orðið svo brýnt að það þolir enga bið.
Bæjarráð Árborgar ítrekar gagnrýni á að ekki skuli ráðist í tvöföldun hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss, þó að vissulega sé ánægja með að vinnu skuli haldið áfram við endurbætur. Gríðarlegur umferðarþungi er á þessari leið og líklegt að hann eigi enn eftir að aukast mikið.
Bæjarráð þakkar þann skilningi sem í frumvarpinu er sýndur á mikilvægi þess að gert verði hringtorg á Eyrarbakkavegi við Suðurhóla á Selfossi ásamt undirgöngum á árinu 2020.
Bæjarráð Árborgar tekur undir með Sveitarfélaginu Ölfus og leggur áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn. Höfnin er nú þegar orðin mikilvæg vöruflutningahöfn en ljóst er að þær fjárfestingar sem óskað er eftir í hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn munu hafa í för með sér verulegan efnahagslegan ábata fyrir landshagi, en ekki aðeins fyrir atvinnusvæðið á Suðurlandi. Heppileg staðsetning hafnarinnar, sívaxandi umsvif í fiskeldi á Íslandi og væntaleg framþróun í matvælaframleiðslu á svæðinu eru meðal atriða sem gera munu höfnina mikilvægari á allra næstu árum.
Bæjarráð telur mikilvægt að hugað verði strax að því að færa þungaumferð til og frá Þorlákshöfn suður fyrir Selfoss og bendir á Votmúlaveg í því sambandi.

Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls undir lið nr. 11- Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista- skipurit fyrir mannvirkja- og umhverfissvið og lið nr. 13- Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista um upplýsingar vegna dæluhúss við Selfossveitur.
17. 1912008F - Félagsmálanefnd - 11
11. fundur haldinn 17. desember.
18. 1912005F - Skipulags og byggingarnefnd - 35
35. fundur haldinn 18. desember.
19. 2001002F - Bæjarráð - 59
59. fundur haldinn 9. janúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls undir lið nr. 7 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista tóku til máls undir lið nr. 8-Bygging leikskóla við Engjaland 21.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:11 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica