Eigna- og veitunefnd - 18 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 12.02.2020 og hófst hann kl. 17:00 |
|
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista, Álfheiður Eymarsdóttir nefndarmaður, Á-lista, Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista, Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista, Atli Marel Vokes sviðsstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri |
|
Sigurður Þór Haraldsson deildarstjóri vatns- og hitaveitu situr fundinn undir málum 1,2,3,4,7 og 8.
Sigurður Þór víkur af fundi kl.17:51 |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
4. 1911541 - Snjallmælavæðing Selfossveitna |
Nefndin felur deildarstjóra veitna að bjóða út innkaup á snjallmælum. Innkaupin eru útboðsskyld á evrópska efnahagssvæðinu. |
|
|
|
5. 2002069 - Útistofur við Vallaskóla 2020 |
Stjórnin samþykkir að bjóða út tvær kennslustofur við Vallaskóla samkvæmt fyrirliggjandi tæknilýsingu frá Eflu |
|
|
|
7. 2002068 - Lántökur 2020 - Selfossveitur |
Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 550.000.000 kr., til 15 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
|
|
|
|
|
Erindi til kynningar |
1. 1903254 - Virkjun á ÓS-4 |
Deildarstjóri vatns- og hitaveitu kynnti stöðuna á ÓS-4. Borholan kemur til með að tryggja rekstraröryggi hitaveitu til muna. Borholan verður tengd við kerfi hitaveitu sveitarfélagsins í næstu viku. |
|
|
|
2. 1808050 - Selfossveitur - aðaldælustöð |
Deildarstjóri vatns- og hitaveitu kynnti stöðuna á aðaldælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Prófanir á stöðinni munu hefjast í næstu viku og stefnt er að því að stöðin verði tekin í notkun á vordögum.
|
|
|
|
3. 18051141 - Rannsóknir í Stóra-Ármóti |
Kynntar fyrirhugaðar rannsóknir vegna jarðhitaleitar innan marka sveitarfélagsins, við Ósabotna og Stóra-Ármót samkvæmt samningi við ÍSOR. |
|
|
|
6. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21 |
Búið er að skrifa undir samning við Eykt ehf. um byggingu á nýjum 6 deilda leikskóla við Engjaland. |
|
|
|
8. 2002070 - Staða nýframkvæmda |
Sviðsstjóri kynnti stöðu nýframkvæmda 2020 |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16 |
|