Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 56

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
18.11.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2011087 - Lóðarumsókn - Hellismýri 4
Sótt er um athafnalóðina Hellismýri 4. Umsækjandi: Valdimar Árnason.
Samþykkt að úthluta lóðinni til umsækjanda.
Samþykkt
2. 2011063 - Landskipti - Stóra Háeyri
Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að landskiptagerð þar sem spildunni Rófnagarði 1, lnr. 179342, er skipt úr jörðinni Stóru-Háeyri, lnr. 165875.
Fulltrúar D-lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu málsins. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
Vísað í nefnd
3. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 34-36
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við birtingu skipulagsins í B-deild stjórnartíðinda. Umsögn barst frá Vegagerðinni um skipulagið skv. kröfu Skipulagsstofnunar. Skipulagsuppdráttur var uppfærður miðað við athugasemdir.
Farið yfir umsagnir Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Bæjarstjórn að samþykktar verði breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagstillögu til að koma til móts við athugasemdir.
Vísað í nefnd
4. 1901274 - Tillaga að deiliskipulagi Hjalladælar á Eyrarbakka.
Skipulagslýsing verkefnisins var auglýst með ábendinga- og athugasemdafresti til 4. nóvember s.l. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands.
Farið yfir innsendar umsagnir. Umsögnum er vísað í vinnu við gerð deiliskipulagstillögunnar.
Vísað í nefnd
5. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi var auglýst og umsagnir bárust. Gerðar voru breytingar á tillögu til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar. Skipulagsfulltrúi leggur fram greinargerð með svörum við athugasemdum.
Greinargerð með svörum lögð fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar Skipulags- og byggingarnefndar.
Frestað
6. 2011111 - Ósk um úthlutun lóðar á Selfossi fyrir Hvítasunnukirkjuna á Selfossi
Aron Hinriksson, frkv.stjóri Hvítasunnukrikjunnar á Íslandi, óskar eftir lóð á Selfossi fyrir Hvítasunnukirkjuna á Selfossi undir starfsemi Nytjamarkaðarins og Hvítasunnukirkjunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda.
Vísað í nefnd
7. 2011117 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi - Fagri Tangi
Oddur Hermannsson sækir um breytingu á deiliskipulagi að Fagra Tanga á Selfossi fyrir hönd lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir eigendum landa og lóða með lóðarmörk að Fagra-Tanga.
Samþykkt
8. 2001386 - Þétting byggðar áfangi 2.
Skipulags- og matslýsing verkefnisins var auglýst með abendinga- og athugasemdafresti til 4. nóv. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar umsögnum í vinnu við gerð skipulagsins.
Vísað í nefnd
9. 2011130 - Fyrirspurn um stækkun bílskúrs - Ártún 11
Arndís Ásta Gestsdóttir spyr um möguleika á stækkun eða breytingar á bílskúr að Ártúni 11, Selfossi.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir gögnum til grenndarkynningar.
Samþykkt
11. 2006096 - Fyrirspurn um viðbyggingu - Nauthólar 26
Gestur Már Þráinsson óskaði eftir um heimild til að stækka byggingarreit að Nauthólum 26, Selfossi. Áður á fundi nefndarinnar þann 1. júlí s.l. þar sem óskað var eftir gögnum til grenndarkynningar. Gögn ti grenndarkynningar lögð fram.
Afgreiðslu frestað. Lóðarmörk á gögnum grenndarkynningar eru ekki í samræmi við gildandi lóðarblað.
Frestað
12. 1910179 - Aðalskipulagsbreyting - Austurbyggð.
Tillaga á vinnslustigi að aðalskipulagsbreytingu var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum. Umsögn barst frá Vegagerðinni, Flóahrepp og Hestaíþróttafélaginu Sleipni, sem einnig óskaði eftir samráði um framhaldið.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með forsvarsfólki Sleipnis. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði auglýst.
Samþykkt
Erindi til kynningar
10. 2011144 - Viðauki við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - tillaga til kynningar
Skipulagsstofnun kynnir tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu.
Tillaga lögð fram til kynningar. Skipulagsfulltrúi falið að gera samantekt á áhrifum tillögunnar.
Frestað
Fundargerð
13. 2011003F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 53
13.1. 2011047 - Tilkynning um framkvæmd - Björkurstekkur 1b
HS-Veitur hf. tilkynna um uppsetningu spennistöðvar.
Framkvæmdin fellur undir gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð, staflið j. Smáhýsi veitna og er í samræmi við skipulagsáætlanir.

Framkvæmdaaðila hefur verið tilkynnt um yfirferð byggingarfulltrúa.

Niðurstaða þessa fundar
13.2. 2011046 - Tilkynning um framkvæmd - Austurvegur 2c
HS-Veitur tilkynna um uppsetningu spennistöðvar.
Framkvæmdin fellur undir gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð, staflið j. Smáhýsi veitna og er í samræmi við skipulagsáætlanir.

Framkvæmdaaðila hefur verið tilkynnt um yfirferð byggingarfulltrúa.

Niðurstaða þessa fundar
13.3. 2011001 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
A hús ehf. sækir um leyfi til að byggja 10 íbúða fjölbýlishús.
Brúttóstærðir 1.027,5 m2 og 3.750,2 m3.
Framkvæmd samræmist ekki ákvæðum í greinargerð deiliskipulags t.d. gr.5.1, 5.6.1 og 5.6.3. Deiliskipulag gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi á 3 hæðum á lóðinni.

Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
13.4. 2011007 - Hraunhella 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Larsen hönnun og ráðgjöf sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með bílgeymslu.
Brúttóstærðir 323,5 m2 og 1.357,2 m3.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1

Samþykkt að gefa út byggingarleyfi

Niðurstaða þessa fundar
13.5. 2011061 - Gagnheiði 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Larsen hönnun og ráðgjöf ehf. sækir um leyfi til að byggja tvö iðnaðar/geymslu hús.
Brúttóstærðir:
Mhl 01 7 bil, 560 m2 og 2.445,0 m3
Mhl 02 8 bil, 635 m2 og 2.774,8 m3
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1

Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar ábyrgðayfirlýsingar iðnmeistara og staðfesting starfsábyrgðar byggingarstjóra liggur fyrir

Niðurstaða þessa fundar
13.6. 2010013 - Hulduhóll 7-9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðal byggingastjórinn ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús úr timbri.
Umsóknin var áður á dagskrá 51. fundar. Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og fengið afgreiðslu skipulagsnefndar.
Brúttóstærðir: 346,6 m2 og 1775,1 m3.
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1.
Loftræsa þarf lokað rými í sökkli.

Samþykkt að gea út byggingarleyfi

Niðurstaða þessa fundar
13.7. 2001429 - Urriðalækur 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eðalbyggingar ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús.
Brúttóstærðir 170,2 m2 og 727,1 m3
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1

Samþykkt að gefa út byggingarleyfi

Niðurstaða þessa fundar
13.8. 2011104 - Heiðarstekkur 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Heimaland ehf. sækir um leyfi til að byggja fjórbýlishús á tveimur hæðum úr forsteyptum einingum.
Brúttóstærðir 353,2 m2 og 1.128,6 m3
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1

Samþykkt að gefa út byggingarleyfi.

Niðurstaða þessa fundar
13.9. 2011034 - Norðurgata 3 Tjarnarbyggð - Umsókn um stöðuleyfi
Margrét Katrín Erlingsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir hús, staðsett á plani við hesthús, vegna endurbóta.
Brúttóstærð 26,1 m2.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til 12 mánaða.
Gætt verði að a.m.k. 3 m fjarlægð frá næsta húsi.

Niðurstaða þessa fundar
13.10. 2008190 - Langholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Smáragarður ehf. sækir um leyfi til að byggja vindfang við norðurhlið núverandi verslunarhúss Byko.
Umsóknin var áður á dagskrá 48. fundar. Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og fengið afgreiðslu skipulagsnefndar.
Brúttóstærðir 100,0 m2 og 630,0 m3.

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tekið hefur verið tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits B.Á. og eftirfarandi liggur fyrir:
- Yfirlit hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða
- Ábyrgðaryfirlýsing byggingarstjóra og staðfesting starfsábyrgðartryggingar
- Ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara.

Niðurstaða þessa fundar
13.11. 2008111 - Eyravegur 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Rekstur og fjármál ehf. sækir um leyfi til að byggja sérgeymslur ásamt sameiginlegri barnavagnageymslu.
Umsóknin var áður á dagskrá 48. fundar. Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt og fengið afgreiðslu skipulagsnefndar.
Brúttóstærðir 156,2 m2 og 449,1 m3
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.1.
Byggingaráform samþykkt. Einnig staðfest fyrri samþykkt um breytta notkun úr gistihúsi í íbúðir.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tekið hefur verið tilliti til athugasemda eldvarnareftirlits og eftirfarandi liggur fyrir:
- Yfirlit hönnunarstjóra um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða
- Ábyrgðaryfirlýsing byggingarstjóra og staðfesting starfsábyrgðartryggingar
- Ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara.

Niðurstaða þessa fundar
13.12. 2010314 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis vöruafgreiðslu.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis vöruafgreiðslu að Austurvegi 69 Selfossi, fastanr. 2185519, mhl 010112.
Óbreytt notkun.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
13.13. 2009701 - Austurvegur 35 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis þvottahús
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir þvottahús að Austurvegi 35 Selfossi.
Áformuð notkun samræmist samþykktum uppdráttum.

Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu starfsleyfis þar sem lokaúttekt hefur ekki verið gerð á byggingunni.

Niðurstaða þessa fundar
13.14. 2011103 - Blómsturvellir 1 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfis fyrir leikskólann Æskukot
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir leikskólann Æskukot á Stokkseyri.
Byggingarfulltrúi leggst ekki gegn endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
13.15. 2011113 - Suðurbraut 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jean Rémi Chareyre óskar eftir að skrá breytta notkun á húsnæði sínu úr gistiheimili í íbúðarhús.
Brúttóstærðir 177,0 m2 og 577,1 m3
Fyrir liggja breyttir uppdrættir og skráningartafla,
Breytt notkun úr gistihúsi í íbúð samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica