Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 74

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005043 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Beiðni frá alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 6. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
Bæjarráð sendir erindið til umfjöllunar á Fjölskyldusviði.
Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum 707. mál.pdf
2. 2005045 - Umsögn - frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn - frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun 734. mál.pdf
3. 2005070 - Umsögn - frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Beiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.pdf
4. 2003007 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - kostnaðartölur vegna kennslustofa og frágang þeirra við leikskólann Álfheima
Svar við fyrirspurn lagt fram.
Svar við fyrirspurn_12.5.20.pdf
5. 2005039 - Beiðni um afnotarétt af lóð nr. 15 við Háheiði
Beiðni frá Aflvélum, dags. 5. maí, þar sem óskað er eftir afnotum af lóð nr. 15 að Háheiði Selfossi.
Bæjarráð frestar málinu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um lóðina Háheiði 15 og þarfir Aflvéla fyrir svæðið.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, vék af fundi undir þessum lið.
Umsókn um afnot af lóð að Háheiði 15.pdf
6. 2005069 - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Hæringstaðavegar af vegskrá
Erindi frá Vegagerðinni, dags. 7. maí, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu Hæringstaðavegar af vegskrá.
Lagt fram til kynningar.
Tilkynning um niðurfellingu Hæringsstaðaveg (3004-01).pdf
7. 18051378 - Rekstrarleyfisumsögn - Draugasetrið
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 2. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi til sölu veitingar í flokki III frá Draugasetrinu ehf.

Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa samþykkti að veita tímabundna jákvæða umsögn til 01.11.2020 á 40. fundi sínum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd
Rekstarleyfi Draugasetrið ehf.pdf
8. 18051505 - Rekstrarleyfisumsögn - Arthostel
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 11. maí 2018, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III. Umsækjandi Arthostel ehf.

Afgreiðslunefnda byggingarfulltrúa samþykkti á 40 fundi sínum að veita tímabundna jákvæða umsögn til 01.11.2020.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd
Rekstarleyfi Arthostel.pdf
9. 2005076 - Aðalfundur Háskólafélagsins ehf. 2020
Fundarboð á aðalfund Háskólafélags Suðurlands ehf sem verður haldinn 26. maí.
Fundarboð.pdf
10. 2003232 - Fundartími bæjarráðs 2020
Þar sem að Uppstigningardagur er 21. maí.
Næsti fundur bæjarráðs verður miðvikudaginn 20. maí klukkan 17:00.
11. 2005087 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista- staða samninga vegna nýs vegstæðis Suðurlandsvegar
Hver er staðan á málum Sveitarfélagsins Árborgar og Vegagerðarinnar um samninga vegna nýs vegstæði Suðurlandsvegar og sitt hveru megin við nýja Ölfusárbrú?
Bæjarstjóri hefur, ásamt forseta bæjarstjórnar, fundað með Vegagerðinni um ýmis mál sem snúa að færslu þjóðvegar nr. 1 og eru frekari viðræður fyrirhugaðar vegna þeirrar þýðingu sem færslan hefur fyrir skipulagsmál í Árborg.
Lögmenn Suðurlandi hafa haft samningamálin á sinni könnu og bæjarstjóri hefur falið þeim að árétta við Vegagerðina nauðsyn þess að samningum verði lokið. Samkvæmt upplýsingum frá LS hafa þeir verið í sambandi við Vegagerðina og hreyfing er nýlega komin á málin. Líklegt verður að teljast að Svf. Ölfus hafi gefið út framkvæmdaleyfi fyrir þeim framkvæmdum sem hafnar eru.
Samkvæmt samskiptum við lögmann Vegagerðarinnar er von á nýju tilboði vegna landsins í dag eða á morgun, eftir ítrekaðar fyrirspurnir. Síðasta erindi sem kom frá Vegagerðinni vegna málsins var í apríl 2017 og var það tilboð óásættanlegt.
Lögmenn Suðurlandi munu senda tilboð sveitarfélaginu til skoðunar um leið og það liggur fyrir.
12. 2004159 - Þórustaðanáma, umhverfismat - Umsagnarbeiðni
Umsögn Sveitarfélagsins Árborgar, unnin af skipulagsfulltrúa, um frummatsskýrslu, Þórustaðanáma, áframhaldandi efnistaka úr Ingólfsfjalli í landi Kjarrs.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsögn.
Frummatsskýrsla Þórustaðanáma - umsögn Árborgar (002).pdf
13. 2004256 - Beiðni um leigu á húsnæði við Gagnheiði 19 á Selfossi
Upplýsingar um kostnað við að taka húsið í notkun frá Mannvirkja- og umhverfissviði.
Bæjarráð samþykkir að leigja Gagnheiði 19 til Mannvirkja- og umhverfissviðs.
Fundargerðir
14. 2004013F - Skipulags og byggingarnefnd - 44
44. fundur haldinn 6. maí.
14.1. 2004249 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir viðhaldi Lyngheiðar.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á Lyngheiði á grundvelli útboðs- og verklýsingar.
14.2. 2004248 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir malbikun gatna.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra malbiksyfirlagna.
14.3. 2004284 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna framhalds á ljósleiðarvæðingu.
Umsækjandi: Míla
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna framhalds á ljósleiðarvæðingu.
14.5. 2004250 - Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir heimtög frá Hamri að íþróttavallasvæði.
Umsækjandi: HS veitur
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdarleyfi fyrir heimtaug frá Hamri að íþróttavallasvæði
14.7. 2003205 - Umsókn um byggingaráform að Hellismýri 16 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.
Umsækjandi: Byggingartækni ehf
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
14.8. 2004257 - Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Búðarstíg Eyrarbakka.
Umsækjandi. HS veitur
Lagt er til við bæjarráð að lóðarskiptin verði samþykkt og framkvæmdaleyfið veitt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir lóðarskiptin og veitir framkvæmdaleyfi fyrir færslu á spennistöð.
14.9. 2003022 - Umsókn um lóð fyrir spennistöð.
Umsækjandi: Rarik
Lagt er til við bæjarráð að umsóknin verði samþykkt.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir tillöguna
15. 2005001F - Umhverfisnefnd - 11
11. fundur haldinn 6. maí.
15.2. 1606089 - Umhverfisstefna
Ábendingar og athugasemdir sem bárust nefndinni frá íbúum Árborgar teknar fyrir í nefndinni áður en umhverfisstefnan verður lögð fyrir til umræðu og samþykktar í bæjarstjórn.
Formaður umhverfisnefndar leggur til að hann ásamt deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar fari yfir tímasetningar í drögum að umhverfisstefnunni og að tímasetningar í drögunum verði miðaðar við framkvæmdar og fjárfestingaráætlanir Sveitarfélagsins Árborgar. Umhverfisnefnd vísar umhverfisstefnunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Niðurstaða þessa fundar
15.3. 1908200 - Tilraunaverkefni með grenndarstöðvar
Tillögur settar fram að staðsetningum fyrir grenndarstöðvar í hverfum sveitarfélagsins.
Staðsetningar á fyrirhuguðum grenndarstöðvum lagðar fram til kynningar fyrir umhverfisnefnd.
Nefndin leggur til að Kristján verkstjóri þjónustumiðstöðvar og Sigurður deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar setji uppsetningu grenndarstöðva á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri í framkvæmd.
Nefndin leggur til að staðsetning grenndarstöðvar í Sandvíkurhreppi verði unnin áfram í samvinnu við Hverfisráðið.

Niðurstaða þessa fundar
16. 2005003F - Eigna- og veitunefnd - 24
24. fundur haldinn 6. maí.

16.2. 1909153 - Hitaveita við Votmúlaveg, Austurmúli ofl.
Nefndin samþykkir framkvæmdina og leggur til við bæjarstjórn að viðauki fyrir framkvæmdinni verði samþykktur í fyrirliggjandi vinnu við endurskoðun fjárfestingaáætlunar.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá viðaukatillögu fyrir fund bæjarstjórnar.
16.7. 1812126 - Samningur um losun úrgangs í landi Súluholts í Flóahreppi
Nefndin leggur til bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

Niðurstaða þessa fundar
Fundargerðir til kynningar
17. 2002055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2020
204. fundur haldinn 5. maí.
Lagt fram til kynningar
204_fundur_fundargerd.pdf
18. 2002034 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020
883. fundur haldinn 8. maí.
Lagt fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883.pdf
19. 2005074 - Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2020
Fundargerð FAÁ frá 27. janúar.
Fundargerð AÁ frá 3. mars.
Fundargerð AÁ frá 8. maí.

Lagt fram til kynningar
Fundargerð FAÁ 8.05.20_.pdf
Fundargerð FAÁ 27.01.20.pdf
Fundargerð AÁ 3.3.2020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica