Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 13

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.06.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.

1. Kosning forseta til eins árs.
2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

1. Kosning forseta til eins árs Lagt var til að Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, verði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, verði kosin 1. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

3. Kosning 2. varaforseta til eins árs
Lagt var til að Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosinn 2. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
Lagt var til að Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði kosnir skrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
Lagt var til að Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, verði kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

2. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 27. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 474/2019.
Lagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í bæjarráði.
Aðalmenn:
Eggert Valur Guðmundsson
Tómas Ellert Tómasson
Gunnar Egilsson

Varamenn:
Arna Ír Gunnarsdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Kjartan Björnsson

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista sat hjá.
3. 1906012 - Kosning í embætti og nefndir 2019
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 46. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar nr. 813/2018 með síðari breytingum 474/2019.
1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5. Undirkjörstjórn 4, þrír fulltrúar og þrír til vara
6. Undirkjörstjórn 5, (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
7. Undirkjörstjórn 6, (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til varaLagt var til að eftirtaldir verði fulltrúar í kjörstjórn.

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Bogi Karlsson

Varamenn:
Þórarinn Sólmundarson
Anna Ingadóttir
Steinunn Erla Kolbeinsdóttir

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Íris Böðvarsdóttir
Gunnar Gunnarsson
Ólafur Bachmann Haraldsson

Varamenn:
Guðmundur Sigmarsson
Hólmfríður Einarsdóttir
Herborg Anna Magnúsdóttir

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Sesselja S. Sigurðardóttir
Ingibjörg Jóhannesdóttir
Valdemar Bragason

Varamenn:
Grétar Páll Gunnarsson
Ingveldur Guðjónsdóttir
Gunnar Þorkelsson

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Hafdís Kristjánsdóttir
Jónína Halldóra Jónsdóttir

Varamenn:
Kristjana Hallgrímsdóttir
Magnús Gísli Sveinsson
Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir

5. Undirkjörstjórn 4, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Magnús Jóhannes Magnússon
Inger Schiöth
Elvar Ingimundarson

Varamenn:
Svava Júlía Jónsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
Þorgrímur Óli Sigurðsson

6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Birgir Edwald

Varamenn:
Arnar Freyr Ólafsson
Þórarinn Ólafsson
Arnrún Sigurmundsdóttir

7. Undirkjörstjórn 6 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir
Ólafur Már Ólafsson
Ragnhildur Jónsdóttir

Varamenn:
Kristín Þ. Sigurðardóttir
Bjarkar Snorrason
Guðni Kristjánsson

Tillaga að fulltrúum í kjörstjórnir var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. 1906138 - Ábyrgð á láni til Brunavarna Árnessýslu
Ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr. til 10 ára.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 kr. til 10 ára, í samræmi við skilmála láns af eigin fé með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánð er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýrri tankbifreið sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni kt. 151066-5779 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Síðari umræða.

Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein - um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að.

Lagt er til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, 46. grein - um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum, Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista var á móti.
6. 1803028 - Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu - Nýibær 8.
Tillaga frá 20. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. maí sl., liður 1. Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstullagan verði auglýst.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
7. 1903304 - Fyrirspurn til byggingarnefndar um breytingu á byggingarreit - Hellismýri 2
Tillaga frá 20. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. maí sl., liður 10. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
8. 1904194 - Ósk um stækkun á byggingarreit - Vörðuland 1
Tillaga frá 20. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. maí sl., liður 12. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
9. 1905429 - Kaup á lausum stofum vegna leikskóla
Erindi frá 37. fundi bæjarráðs Árborgar frá 31. maí sl., liður 3 Svf. Árborg hefur boðist til kaups færanleg skólastofa, til viðbótar við þær tvær sem nú þegar eru í pöntun. Áætlað kaupverð er um 25 m.kr. Kaupin væru til að bregðast við biðlistum í leikskólum sem vaxið hafa hratt í vor.

Bæjarráð samþykkir kaupin og felur bæjarstjóra að ganga frá viðauka.
Samþykkt 2-0. Gunnar Egilsson greiddi atkvæði á móti.

Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Að beiðni forseta tók Arna Ír Gunnarsdóttir, varaforseti við stjórn fundarins á meðan að Helgi S. Haraldsson, B-lista tók til máls.

Lagt er til við bæjarstjórn að kaup á færanlegum skólastofum til viðbótar við þær tvær sem nú þegar eru í pöntun. Áætlað kaupverð er um 25 m.kr. Í viðaukatillögu sem liggur fyrir síðar á fundinum er gert ráð fyrir þessari viðbót við fjárhagsáætlun.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 3 bæjarfulltrúar, D-lista voru á móti. Kjartan Björnsson, D-lista var fjarverandi við atkvæðagreiðslu.

Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður gerir athugasemd við að formaður eigna- og veitunefnd skuli standa fyrir kaupum á skólastofu af aðila sem hann vinnur hjá. Ekki verður annað séð en að innkaupareglur sveitarfélagsins og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga hafi verið brotnar.
Gunnar Egilsson.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Enn á ný vekur málflutningur og bókanir bæjarfulltrúa D-lista og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Árborg furðu.
Hið rétta er að kaup á téðri færanlegri kennslustofu rúmast innan laga um opinber innkaup og innkaupareglur Svf. Árborgar. Bæjarfulltrúinn ætti að fagna því að lausn sé nú komin á þeim vanda sem í stefndi, þar til ný leikskólabygging verður tekin í notkun í Engjalandi líkt og kemur fram í minnisblaði bæjarstjóra.
Fullyrðingar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins nú sem fyrr, standast enga skoðun. Að blanda sífellt fyrirtækjum sem starfa ýmist í eða utan sveitarfélagsins inn í slíka rökþrota umræðu, er dapurlegt að verða vitni að.
Ég hvet bæjarfulltrúann til að ræða málefni Svf. Árborgar framvegis með uppbyggilegri og skynsamari hætti en hann gerir nú og hefur gert að undanförnu.
Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi M-lista Miðflokksins og formaður eigna- og veitunefndar.10. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Tillaga frá 21. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. júní sl., liður 10. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt. Leitað verður umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerð, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Mannvirkja- og umhverfissviði Sveitarfélagsins Árborgar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins og Viktor Stefán Pálsson, varamaður, S-lista, tók sæti í hennar stað.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti.

Arna Ír tók að nýju sæti á fundinum.
11. 1906001 - Drög að nýrri samþykkt fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Árborgar og kosning í öldungaráð
Tillaga frá 7. fundi félagsmálanefndar frá 4. júní sl., liður 5. Félagsmálanefnd samþykkir nýja samþykkt fyrir öldungaráð Árborgar og óskar eftir því að bæjarstjórn skipi í ráðið á næsta fundi þess. Þá felur nefndin Guðlaugu Jónu, deildarstjóra stoð- og stuðningsþjónustu, að óska eftir fulltrúum frá öðrum aðilum líkt og kveðið er á um í samþykktinni þegar hún hefur fengið staðfestingu hjá bæjarstjórn.
Lagt er til við bæjarstjórn að ný samþykkt fyrir öldungaráð Sveitarfélagsins Árborgar verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Lagt er til að eftirtaldir aðilar verði í öldungaráði Árborgar:
Aðalmenn:
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður
Arna Ír Gunnarsdóttir
Brynhildur Jónsdóttir

Varamaður:
Eggert Valur Guðmundsson.

Tillagan var borin undur atkvæði og samþykkt samhljóða.
12. 1906002 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 7. fundi félagsmálanefndar frá 4. júní sl., liður 6. Félagsmálanefnd samþykkir að hluta tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Sveitarfélaginu Árborg. Nefndin vill þó halda inni hámarksfjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings vegna 15-17 ára barna, sbr. 8.gr.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillögur að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Sveitarfélaginu Árborg verði samþykktar samkvæmt bókun nefndarinnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
13. 1906003 - Garðaþjónusta eldri borgara og öryrkja 2019
Tillaga frá 7. fundi félagsmálanefndar frá 4. júní sl., liður 7. Félagsmálanefnd samþykkir tillögur á breytingum á fyrirkomulagi um niðurgreiðslu til eldri borgara og öryrkja á garðaþjónustu að hluta.
Lagt er til við bæjarstjórn að tillögur að breytingum á fyrirkomulagi á niðurgreiðslu garðaþjónustu að hluta til eldri borgara og öryrkja verði samþykktar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
14. 1906005 - Reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg
Tillaga frá 7. fundi félagsmálanefndar frá 4. júní sl., liður 8. Félagsmálanefnd samþykkir tillögur að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.
Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að breytingu á reglum um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
15. 1810115 - Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
Tillaga frá 22. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12. júní sl., liður 1. Lagt er til við bæjarstjórn að heildarendurskoðun aðalskipulagsins verði boðin út á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
16. 1906013 - Deiliskipulagsbreyting Austurbyggð
Tillaga frá 22. fundi skipulags- byggingarnefndar frá 12. júní sl., Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
17. 1709001 - Deiliskipulagstillaga - Votmúli II
Tillaga frá 22. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 12. júní sl. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki nauðsynlegt að bregðast við athugasemdum Skipulagsstofnunnar með breytingum á deiliskipulaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að deiliskipulagið verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
18. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
Gerð er tillaga um að samþykktur verði viðauki 5 2019.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar flutti tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun nr. 5.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tóku til máls.

Forseti gerði hlé á fundinum kl. 18:51 að beiðni bæjarfulltrúa D-lista.
Fundi var framhaldið kl. 18:54.

Lagt er til að viðauki nr. 5 2019 verði samþykktur.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 4 bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.

Gunnar Egilsson, D-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu viðauka en benda á að enn eru áætlaðar alltof háar tekjur af sölu lóða. Sú áætlun er að okkar mati algerlega óraunhæf.

19. 1906011 - Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála
Forseti leggur til að bæjarstjórn taki sumarleyfi og að fundir bæjarstjórnar liggi niðri í júlí. Næsti fundur bæjarstjórnar verði þann 21. ágúst næstkomandi.
Meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella. Bæjarráð tekur ákvarðanir um að víkja frá fundartímum skv. bæjarmálasamþykkt eftir því sem þurfa þykir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
20. 1905005F - Eigna- og veitunefnd - 3
3. fundur haldinn 11. maí.
21. 1905004F - Íþrótta- og menningarnefnd - 10
10. fundur haldinn 13. maí.
22. 1905008F - Bæjarráð - 35
35. fundur haldinn 16. maí.
23. 1905012F - Bæjarráð - 36
36. fundur haldinn 23. maí.
24. 1905009F - Skipulags og byggingarnefnd - 20
20. fundur haldinn 22. maí.
25. 1905010F - Umhverfisnefnd - 2
2. fundur haldinn 21. maí.
26. 1905014F - Bæjarráð - 37
37. fundur haldinn 31. maí.
27. 1906002F - Bæjarráð - 38
38. fundur haldinn 6. júní.
Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um lið 8 málsnr. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica