Tillögur Hestamannafélagsins Sleipnir um þróun og endurbætur á hústahúsahverfinu á Selfossi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til úrlausnar í Eigna- og veitunefnd, hvað varðar liði 1,2,3 og 6, en liðum 4 og 5 til skipulags- og byggingarnefndar.
5. 1908081 - Heimild til veðsetningar vegna gatnagerðargjalda
Vegna óska sýslumanns um verklag við þinglýsingar er óskað eftir að bæjarráð gefi bæjarstjóra umboð til að veita veðheimildir í lóðarréttindum vegna veðlána til lóðarumsækjenda til greiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umrætt umboð til að veita veðheimildir í lóðarréttindum vegna veðlána til lóðarumsækjenda til greiðslu gatnagerðargjalda.
6. 1908082 - Opnunartími skrifstofa sveitarfélagsins frá hausti 2019
Bæjarstjóri leggur til að opnunartími þjónustuvers verði eftirfarandi frá og með 19. ágúst: mán - fim 9-16 föstudag 9-15
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
7. 1905393 - Undirbúningur útboðs á raforkukaupum
Staða raforkukaupa sveitarfélagsins. Á síðasta fundi óskaði bæjarráði eftir því að bæjarstjóri legði fram minnisblað um stöðu raforkukaupa sveitarfélagsins.
Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarritara að skoða mögulegt samstarf við Ríkiskaup eða aðild að rammasamningi Ríkiskaupa. Einnig er þeim falið að undirbúa útboð á raforkukaupum.