Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 43

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
15.08.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Fundargerð faghóps fyrir nýjan leikskóla í Engjalandi, 6. fundur.
Lagt fram til kynningar.
6. fundur v. leiksk. v. Engjaland 9.8.2019.pdf
2. 1908078 - Beiðni - niðurfelling gjalda á Sleipnishöll vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar
Beiðni um niðurfellingu gjalda á Sleipnishöll vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar.
Bæjarráð samþykkir beiðni Sleipnis um niðurfellingu gjalda af hálfu sveitarfélagsins vegna viðbyggingar við núverandi Sleipnishöll.
Erindi_Arborg_viðb.Sleipishallar_2019.pdf
3. 1907018 - Ósk um umbætur á hesthúsahverfi
Tillögur Hestamannafélagsins Sleipnir um þróun og endurbætur á hústahúsahverfinu á Selfossi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til úrlausnar í Eigna- og veitunefnd, hvað varðar liði 1,2,3 og 6, en liðum 4 og 5 til skipulags- og byggingarnefndar.
Erindi_SV.Arborg_Sleipnir_Umbætur2019.pdf
4. 1908080 - Trúnaðarmál
Afgreitt og niðurstaða færð í trúnaðarmálabók.
5. 1908081 - Heimild til veðsetningar vegna gatnagerðargjalda
Vegna óska sýslumanns um verklag við þinglýsingar er óskað eftir að bæjarráð gefi bæjarstjóra umboð til að veita veðheimildir í lóðarréttindum vegna veðlána til lóðarumsækjenda til greiðslu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umrætt umboð til að veita veðheimildir í lóðarréttindum vegna veðlána til lóðarumsækjenda til greiðslu gatnagerðargjalda.
6. 1908082 - Opnunartími skrifstofa sveitarfélagsins frá hausti 2019
Bæjarstjóri leggur til að opnunartími þjónustuvers verði eftirfarandi frá og með 19. ágúst:
mán - fim 9-16
föstudag 9-15

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
7. 1905393 - Undirbúningur útboðs á raforkukaupum
Staða raforkukaupa sveitarfélagsins.
Á síðasta fundi óskaði bæjarráði eftir því að bæjarstjóri legði fram minnisblað um stöðu raforkukaupa sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarritara að skoða mögulegt samstarf við Ríkiskaup eða aðild að rammasamningi Ríkiskaupa. Einnig er þeim falið að undirbúa útboð á raforkukaupum.
Fundargerð
8. 1908003F - Íþrótta- og menningarnefnd - 12
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica