Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 60

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
23.01.2020 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1710098 - Úthlutun úr húsafriðunarsjóði 2018- tillögur að verndarsvæði í byggð
Svanhildur Gunnlaugsdóttir og Oddur Hermannsson frá Landform komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu verkefnisins verndarsvæði í byggð á Eyrarbakka. Verkefnið fór af stað haustið 2016 og liggur nú húsakönnun fyrir en enn á eftir að klára vinnu við fornleifaskráninguna sem er umfangsmikil. Sjálf tillagan að verndarsvæði í byggð er langt komin. Stefnt er á að halda íbúafund seinnipartinn í mars.
Ljóst er að mv. það umfang, breytingar og tafir sem orðið hafa á verkefninu að þá reynist upphaflegt fjármagn ekki duga til að ljúka verkefninu. Bæjarráð óskar eftir því við Minjastofnun að stofnunin endurskoði og bæti við það fjármagn sem hún hefur þegar lagt til. Verkefnið er nú að fá hliðstæða fjármögnun og miklu minni verkefni úti á landsbyggðinni.
Bæjarráð skipar Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra í starfshópinn í stað Ástu Stefánsdóttur.
2. 2001036 - Erindisbréf starfshóps um endurskoðun aðalskipulags
Lögð fram tillaga að erindisbréfi starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.
Erindisbréf starfshóps um heildarendurskoðun aðalskipulags Svf. Árborgar lagt fram. Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.
Erindisbréf starfshóps um endurskoðun aðalskipulags.pdf
3. 2001134 - Rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri
Beiðni um að fá að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila fyrir tjaldstæðið á Stokkseyri.
Núverandi rekstraraðilar hafa sagt upp samningi við sveitarfélagið vegna reksturs á tjaldsvæðinu á Stokkseyri. Rekstraraðilarnir hafa verið með samning síðan sumarið 2014 og séð um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri með mikilli prýði.
Deildarstjóra frístunda- og menningardeildar er falið að auglýsa eftir nýjum rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið á Stokkseyri.
4. 2001153 - Tækifærisleyfi - Selfossþorrablót 2020
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
Umsókn um tækifærisleyfi þorrablót á Selfossi 2020.pdf
5. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins lögð fram til umræðu.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar lögð fram til umræðu.

Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun:
Að gefnu tilefni vilja undirrituð minna á 30. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Svf. Árborgar. Þar segir meðal annars. „Bæjarráðsfundir skulu vera haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum.“
Í leiðbeiningum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga kemur fram að almenna viðmiðunin sé að þátttakendur á lokuðum fundum eigi rétt á því að ummæli þeirra séu ekki birt eða að það sé ekki vitnað opinberlega í þau nema með þeirra samþykki.
Birting slíkra ummæla sem þjónar ekki málefnalegum tilgangi hefur neikvæð áhrif á umræður og samstarf innan bæjarstjórnar. Mikilvægt er að trúnaður milli kjörinna fulltrúa sé virtur og fundarmenn sýni hver öðrum tillitssemi og virðingu í allri umræðu er varða málefni sveitarfélagsins.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
6. 2001250 - Ályktun um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa
Lagt er til að tekin verði upp hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar
Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa er leið til að veita almenningi upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni og trúnaðarstörf kjörinna fulltrúa í þeim tilgangi að auka gagnsæi og traust á störf þeirra.
Bæjarráð felur sviðsstjóra Stjórnsýslusviðs að vinna reglur og leiðbeiningar um skráningu kjörinna fulltrúa hjá Svf. Árborg í samræmi við það sem gerist hjá öðrum sveitarfélögum landsins þar sem slíkar skráningar hafa verið teknar upp.
7. 2001150 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingum um kostnað við fundi nefnda árið 2019
Beiðni frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, þar sem óskað er eftir upplýsingum um kostnað við fundi nefnda árið 2019, sundurliðað eftir nefndum, og borið saman við fjárhagsáætlun.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingar um kostnað við fundi nefnda árið 2019.pdf
8. 2001151 - Beiðni frá bæjarfulltrúa D-lista - upplýsingum um heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda 2019
Beiðni frá Gunnari Egilssyni, bæjarfulltrúa D-lista, þar sem óskað er eftir upplýsingum um heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda 2019 og einnig sundurliðun gatnagerðargjalda niður á einstakar lóðir.
Heildartekjur vegna gatnagerðargjalda 2019 ásamt sundurliðun gatnagerðargjalda á einstakar lóðir lagðar fram. Samanlagðar heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðagjalda árið 2019 voru kr. 578.391.940.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum D-lista - Upplýsingar um heildartekjur sveitarfélagsins vegna gatnagerðargjalda 2019.pdf
Fyrirspurn Gunnar Egilsson tekjur vegna gatnagerðargjalda 2019.pdf
9. 2001252 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - Framkvæmdir í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar
Fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar frá Kjartani Björnssyni, bæjarfulltrúa D-lista, vegna framkvæmda í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar.
Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista Kjartani Björnssyni verður svarað við fyrsta tækifæri.
Fyrirspurn til bæjarráðs Árborgar vegna framkvæmda í bókasafninu á Selfossi/jarðhæð ráðhúss Árborgar.pdf
Fundargerðir
10. 2001001F - Umhverfisnefnd - 7
7. fundur haldinn 8. janúar.
11. 2001004F - Eigna- og veitunefnd - 16
16. fundur haldinn 8. janúar.
12. 2001003F - Skipulags og byggingarnefnd - 36
36. fundur haldinn 15. janúar.
13. 2001006F - Frístunda- og menningarnefnd - 3
3. fundur haldinn 20. janúar.
13.3. 2001044 - Samningur - úrvinnsla rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Sv. Árborg
Niðurstaða 3. fundar frístunda- og menningarnefndar
Farið yfir drög að samningi við Rannsókn og greiningu um áframhaldandi kaup á niðurstöðum rannsókna á högum og líðan barna í 5.-7.bekk og 8.-10. bekk. Fram kom að samstarfið gengi vel og fulltrúar R og G kæmu árlega í heimsókn til að kynna niðurstöður ásamt því að halda reglulega fundi um forvarnarmál með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í rannsóknunum. Nefndin leggur til að gengið verði frá áframhaldandi samning við Rannsókn og greiningu í takt við þau drög sem liggja fyrir.
Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til áframhaldandi samninga við Rannsókn og greiningu í samræmi við fyrirliggjandi drög.
14. 1708133 - Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
19. fundur haldinn 9. desember.
20. fundur haldinn 20. janúar.

Byggingarnefnd (19) 9.12.2019.pdf
Byggingarnefnd (20) 20.1.2020.pdf
Fundargerðir til kynningar
15. 2001248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2020
13. fundur haldinn 14. janúar.
13. fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica