Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 21

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.03.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Viktor Stefán Pálsson varamaður, S-lista,
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari og Helga María Pálsdóttir, bæjarritari., 
Rósa Sif Jónsdóttir og Helga María Pálsdóttir, rita fundargerðina.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Ara Má Ólafsson, varamann M-lista, velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórarfund.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Árborgar vill þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir alla þá vinnu sem það hefur lagt í undirbúning og framkvæmd, viðbragða við þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú geisa hér á landi. Við svona aðstæður sést hvað mannauðurinn er mikill sem sveitarfélagið hefur á að skipa og samstaðan mikil meðal starfsmanna að gera sitt besta til að halda uppi starfsemi sveitarfélagsins.

Einnig vill bæjarstjórnin senda íbúum sveitarfélagsins kveðju á þessum óvissutímum og hvetja það til samstöðu og hjálpsemi við hvort annað og með þeim hætti stuðla að því að við komumst í gegnum þessa óvissutíma.

Bæjarstjórn Svf. Árborgar.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og gerði athugasemd við dagskrá.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, tók til máls.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Skýrsla bæjarstjóra vegna Covid-19 viðbrögð og staða mála.
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, flutti skýrslu bæjarstjóra Covid-19 viðbrögð og staða mála.

Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Skýrsla bæjarstjóra 18. mars 2020.pdf
2. 2003173 - Covid-19 - Viðbragðsáætlun Árborgar við faraldri
Covid-19 - Viðbragðsáætlun Árborgar við faraldri var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Viðbragðsáætlun Árborgar vegna COVID-19 120320.pdf
3. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Markmið Sveitarfélagsins Árborgar með viðbrögðum við Covid-19.
Lögð voru fram til kynningar markmið Sveitarfélagsins Árborgar með viðbrögðum við Covid-19.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls og bókaði eftirfarandi: Þar sem þetta er lifandi skjal sem gæti þarfnast stöðugra breytinga er lagt til að þegar áætlunin er uppfærð þá verði hún send bæjarfulltrúum sem hafa þá tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum.

Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tók til máls.

Markmið Árborgar - mikilvæg starfsemi.pdf
4. 2003164 - COVID-19 - Skipulag skóla- og frístundastarfs í Árborg
Aðgerðir vegna samkomubanns og breyttra reglna um skólahald
Lagðar voru fram til kynningar aðgerðir vegna samkomubanns og breyttra reglna um skólahald.
5. 2001250 - Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum og trúnaðarstörfum kjörinna fulltrúa hjá Sveitarfélaginu Árborg.pdf
6. 1912050 - Breyting á reglum um lóðaúthlutun
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, fylgdi úr hlaði eftirfarandi tillögu að breytingum á reglum um úthlutun lóða í Sveitarfélaginu Árborg:

8. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

8. gr.
Veiting vilyrða fyrir lóðum

Bæjarráði er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum. Bæjarráð ákveður þegar vilyrði er veitt hversu lengi það skal gilda, þó ekki lengur en 6 mánuði. Umsækjandi getur sótt um framlengingu á gildistíma vilyrðis ef lóð er ekki byggingarhæf, af ástæðum sem varða sveitarfélagið, innan þess tíma sem vilyrðið gildir.

Bæjarráði er heimilt að krefja umsækjanda lóðar um staðfestingargjald í stað gatnagerðargjalds ef byggingaráform umsækjanda krefjast breytinga á deiliskipulagi sem falla ekki undir 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bæjarráð ákveður upphæð gjaldsins með hliðsjón af 4.gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg og dregst sú upphæð frá útreiknuðu gatnagerðargjaldi við endanlega úthlutun lóðarinnar.

Endanleg úthlutun getur aldrei farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf og að fengnu samþykki Bæjarstjórnar.

Var áður svohljóðandi:
8. Veiting vilyrða fyrir lóðum
Bæjarráði er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Bæjarráð ákveður þegar vilyrði er veitt hversu lengi það skal gilda, þó ekki lengur en 6 mánuði. Umsækjandi getur sótt um framlengingu á gildistíma vilyrðis ef lóð er ekki byggingarhæf, af ástæðum sem varða sveitarfélagið, innan þess tíma sem vilyrðið gildir. Endanleg úthlutun getur aldrei farið fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

7. 2002111 - Óháð úttekt á embættisfærslum vegna breytinga á Ráðhúsi Árborgar
Fyrirspurn frá D-lista um mál nr. 14 á 20. fundi bæjarstjórnar
Hvar er málið statt í kerfinu? er verið að vinna í því?

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, las upp fram eftirfarandi minnisblað Helgu Maríu Pálsdóttur bæjarritara:

Á 20. bæjarstjórnarfundi Sveitarfélagsins Árborgar, dags. 19. febrúar sl. var samþykkt að ráðast í óháða úttekt á nokkrum nánar tilgreindum framkvæmdum, sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum árum. Þannig verði skoðað ferli mála við undirbúning, hönnun og framkvæmd.
Bæjarstjóri fól bæjarritara að hefja undirbúning að útfærslu og tilhögun úttektarinnar þannig að útkoman og vinnan verði sem hagkvæmumst og skili niðurstöðum sem nýtast sveitarfélaginu til framtíðar. Búið er að leita ráðgjafar hjá sérfræðingum á sviði endurskoðunar, sem telja að mest vinna muni fara fram innan stjórnsýslunnar við að afla upplýsinga, sem er að finna í skjala- og málakerfi sveitarfélagsins, þannig sé minni vinna við tölulegar upplýsingar. Í því ljósi og eftir skoðun á málinu telur undirrituð að farsælast væri að fá til vinnunar aðila sem sérhæfir sig á sviði stjórnsýsluúttekta og þekkir vel til starfssemi sveitarfélaga
Í ljósi atburða síðustu vikna hefur vinnan ekki farið jafn hratt af stað og undirrituð hefði viljað, þar sem í forgangi hefur verið vinna við undirbúning vegna fyrirhugaðra verkfalla og aðgerðaáætlana og útfærslna á starfssemi sveitarfélagsins á tímum heimsfaraldrar. Hins vegar ætti á næstu vikum að vera hægt að byrja að leita verðtilboða hjá aðilum sem sérhæfa sig í stjórnsýsluúttektum.

Virðingarfyllst,
Helga María Pálsdóttir, bæjarritari.

Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista, tóku til máls.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins. Inn á fundinn kom Viktor Pálsson, varabæjarfulltrúi S-lista.
8. 1906009 - Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar
Tillaga frá 39. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 26. febrúar sl., liður 6. Aðalskipulagsbreyting í landi Jórvíkur og Bjarkar, skipulagið hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Tillagan var lögð undir atkvæði. Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir."

Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 3 bæjarfulltrúar D-lista voru á móti, Kjartan Björnsson, D-lista sat hjá.


Ari Björn Thorarensen lagði fram eftirfarandi bókum bæjarfulltrúa D-lista:
Fulltrúar D-lista lýsa sig andsnúna stækkun á aðalskipulagi í landi Jórvíkur. Aðalskipulag Árborgar er í endurskoðun og engin þörf á stækkun á aðalskipulagi til íbúðabygginga fyrr en heildarendurskoðun á aðalskipulagi hefur verið framkvæmd. Einnig er reiðvegi hent út úr aðalskipulaginu án samráðs við hestamannafélagið Sleipnir."
Viktor Pálsson, varabæjarfulltrúi, S-lista, vék af fundi og inn kom Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.
9. 2001173 - Fyrirspurn vegna byggingu bílageymslu - Lambhagi 10
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. mars sl. liður 4. Fyrirspurn vegna byggingu bílageymslu að Lambhaga 10 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og engar athugasemdir borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Ari Már Ólafsson, varamaður M-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins.
10. 2001337 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit - Heiðarstekkur 2
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. mars sl. liður 7. Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit að Heiðarstekk 2 Selfossi.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.
Ari Már Ólafsson, varamaður M-lista, kom inn á fundinn.
11. 2003008 - Landskipti - Hoftún
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingaarnefndar frá 11. mars sl., liður 12. Umsókn um landskipti að Hoftúni.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leiti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja landskiptin.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
12. 2003058 - Landsskipti - Dísarstaðir Land
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. mars sl., liður 13. Umsókn um landsskipti Dísarstaðir Land. Landskipti - nýtt land stofnað út úr Dísarstaðir Land, L205991. Mun heita Dísarstaðir Land 1B.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leiti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja landskiptin.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 2003057 - Landskipti - Dísarstaðir 2
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. mars sl., liður 14. Umsókn um landskipti Dísarstaðir 2. Landskipti - ný lönd stofnuð út úr Dísarstaðir Land 2, L166184. Munu heita Dísarstaðir Land 2B og 2C.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leiti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja landskiptin.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
14. 2003056 - Landskipti - Dísarstðir Land 4
Tillaga frá 40. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. mars sl., liður 15. Umsókn um landskipti Dísarstðir Land 4.

Landskipti - ný lönd stofnuð út úr Dísarstaðir Land 4, L207515. Munu heita Dísarstaðir Land 4B og 4C.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir landskiptin fyrir sitt leiti.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja landskiptin.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
15. 1808140 - Fjárhagsáætlun 2019
Afgr. frá 64. fundi bæjarráðs þar sem lagt var fram bréf frá EFS, dags. 10. febrúar,
um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í
samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta útbúa svör við erindinu og leggja fyrir
bæjarstjórn.

Forseti bæjarstjórnar lagði til að fresta afgreiðslu málsins.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
16. 2002002F - Skipulags og byggingarnefnd - 38
38. fundur haldinn 12. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls undir lið 7 - Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurveg 52-60a.
17. 2002003F - Frístunda- og menningarnefnd - 5
5. fundur haldinn 12. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls undir lið 2 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss.
18. 2002004F - Fræðslunefnd - 19
19. fundur haldinn 12. febrúar.
19. 2002006F - Eigna- og veitunefnd - 18
18. fundur haldinn 12. febrúar.
20. 2001013F - Öldungaráð - 2
2. fundur haldinn 23. janúar.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tóku til máls.
21. 2002009F - Bæjarráð - 64
64. fundur haldinn 20. febrúar.
22. 2002011F - Bæjarráð - 65
65. fundur haldinn 27. febrúar.
23. 2002010F - Skipulags og byggingarnefnd - 39
39. fundur haldinn 26. febrúar.

24. 2002012F - Eigna- og veitunefnd - 19
19. fundur haldinn 26. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls um lið 1 - Breytingar á ráðhúsi Árborgar - Austurvegur 2.
Forseti bæjarstjórnar lagði til að þar sem fundargerð er ekki rituð á staðnum þá verði hún sendi fundarmönnum eftir fundinn. Fundarmenn hafi tíma til kl. 12:00 á morgun fimmtudaginn 19. mars, til að gera athugasemdir.
Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:57 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica