Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 26

Haldinn Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.08.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Eggert Valur Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2008056 - Tillaga frá UNGSÁ um byggingar sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu allar svansvottaðar
Ungmennaráð Sveitarfélagsins Árborgar skorar á Fræðslunefnd og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar að byggingar sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu allar svansvottaðar og góð byrjun væri grunnskóli sunnan Suðurhóla.
Forseti leggur til að erindinu verði vísað til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Erindisbréf til Fræðslunefndar og Bæjarstjórnar Árborgar.pdf
2. 2001293 - Deiliskipulagstillaga Hellisland 36
Tillaga frá 49. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 12. ágúst sl. liður 7. Deiliskipulagstillaga Hellisland 36, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir hafa borist.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
3. 2002046 - Tillaga að færslu milli liða í fjárfestingaáætlun 2020, viðauki nr. 5.
Tillaga frá 28. fundi eigna- og veitunefndar, frá 12. ágúst sl., liður 2, Gervigras á íþróttasvæði. Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða út kaup og lagningu á nýju gervigrasi á vallarsvæði við Engjaveg, ásamt gervigrasi í fjölnota íþróttahús. Nefndin felur sviðsstjóra að útbúa viðauka við fjárfestingaráætlun þar sem koma fram nauðsynlegar tilfærslur milli liða vegna framkvæmdarinnar og leggja fyrir bæjarstjórn.

Lagt er til við bæjarstjórn að tilfærsla á viðauka í fjárfestingaráætlun vegna kaupa á gervigrasi á íþróttavöll verði samþykkt.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum. Ari B. Thorarensen, D-lista sat hjá.
4. 2007143 - Samkomulag um íbúðabyggð í Jórvík 1
Tillaga til bæjarstjórnar að samkomulagi við Akurhóla ehf, kt. 421216-0370 um íbúabyggð í landi þeirra, Jórvík 1, landnúmer L210193.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
5. 2006005F - Bæjarráð - 78
78. fundur haldinn 11. júní.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tók til máls undir lið nr. 6 - Fyrirspurn-landnemaspilda fyrir Tjaldskóg.
6. 2006012F - Bæjarráð - 79
79. fundur bæjarráðs haldinn 25. júní.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista tók til máls.
Kjartan Björnsson, D-lista tók til máls undir lið nr. 5 - Viðspyrnuáætlun sveitarfélaga og fasteignaskattsálagning árið 2021 vegna Covid-19 og lið nr. 8 - Beiðni um öryggismyndvélar í Sandvíkurhreppi.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tóku til máls.
7. 2007001F - Bæjarráð - 80
80. fundur haldinn 9. júlí.
8. 2007004F - Bæjarráð - 81
81. fundur haldinn 23. júlí.
Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tóku til máls undir lið nr. 3- Ísland ljóstengt- ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar.
9. 2007006F - Bæjarráð - 82
82. fundur haldinn 6. ágúst.
Ari B. Thorarensen, D-lista tók til máls undir lið nr. 1 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2020.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tók til máls undir lið nr. 5 - Deiliskipulag- Jórvík 1, lið nr. 2 - Húsnæðismál dagdvalar í Vinaminni og lið nr. 7 - Deiliskipulagstillaga fráveituhreinsistöð.
Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri tók til máls undir lið nr. 1 - Milliuppgjör og fjárhagstölur og nr. 2- Húsnæðismál dagdvalar í Vinaminni.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista tók til máls.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica