Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 33

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
26.04.2019 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leiðtaði afbrigða að taka á dagskrá fundartíma bæjarráðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903205 - Persónuverndaryfirlýsing Árborgar
Persónuverndarlýsing Árborgar lögð fram til samþykktar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða persónuverndarlýsingu Árborgar.
2. 1904133 - Ársskýrsla 2018 - Byggðasafn Árnesinga
Lagt fram til kynningar.
3. 1904165 - Umsögn - frumvarp til laga nr. 782 og 792 og tillaga til þingsályktunar nr. 791 um breytingu á raforkulögum
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (vísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku) mál 792.
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði) 782. mál.

Lagt fram til kynningar.
4. 1904163 - Umsögn - frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi) mál 784.

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi umsögn Bláskógabyggðar við frumvarpið:
Verði frumvarpið að lögum er nauðsynlegt að koma á virku samráði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við sveitarfélögin á landsbyggðinni. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur t.a.m. haldið uppi mjög virku eftirliti með leyfisskyldri gististarfsemi og hefur m.a. ráðið starfsmann í hálft stöðugildi til að sinna því. Upplýst hefur verið um talsvert mörg brot og viðeigandi viðurlögum beitt. Hætt er við að eftirlitið á landsbyggðinni verði ekki eins virkt eftir að sektarheimildum og eftirliti verður komið fyrir hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Þá vill sveitarstjórn beina því til Alþingis að úr því unnið er að breytingum á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sé fullt tilefni til að þrengja heimildir til heimagistingar (90 daga reglan svonefnda). Það er mat bæjarráðs að heimildin sé of rúm og að margt sem í henni felst sé til þess fallið að raska eðlilegri samkeppni gagnvart leyfisskyldri gististarfsemi, einkum á landsbyggðinni þar sem ferðamannatímabilið er í sumum tilvikum ekki mikið lengra en 90 dagar að sumri.
5. 1904175 - Umsögn - frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþings, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, mál 778.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við bæjarfulltrúa, að gera drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
6. 1904162 - Umsögn - frumvarp til laga um lýðskóla
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, mál 798.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra og fræðslunefndar.

Lagt fram til kynningar.
7. 1904161 - Umsögn - frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, mál 801.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra og fræðslunefndar.
8. 1904160 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka við EES samninginn, þriðja orkupakkann
Erindi utanríkismálanefndar Alþingis, dags. 11. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES- samninginn (þriðji orkupakkinn), mál 777.

Lagt fram til kynningar.
9. 1904164 - Umsögn - frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, EES reglur, stjórnvaldssektir o.fl.
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.) mál 775.

Lagt fram til kynningar.
10. 1904187 - Þjónustusamningar við sveitarfélög og Árborg
Þjónustusamningur milli sveitarfélaga og Bergrisans bs. og samningur milli Árborgar og Bergrisans bs.

Bæjarráð samþykkir samningana.
11. 1605210 - Frágangur og malbikun á aðkomu að Gesthúsum
Erindi frá framkvæmdastjóra Gesthúsa, dag. 11. apríl, þar sem hún skorar á sveitarfélagið að bæta úr aðkomu að Engjavegi 56.

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitusviðs.
12. 1904204 - Gildistaka laga um opinber innkaup og námskeið
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. apríl, um gildistöku laga um opinber innkaup og námskeið sem haldið verður 6. maí nk.

Lagt fram.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Tómas Ellert Tómasson, munu sitja námskeiðið.
13. 1903035 - Stofnframlög til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum 2019
Erindi frá Íls, dags. 17. apríl, þar sem óskað er eftir staðfestingu frá sveitarfélaginu um stofnframlag vegna umsóknar Brynju hússjóðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Svf. Árborg veiti stofnframlög til Brynju að upphæð 36 milljónir vegna byggingar 10 íbúða.
Bæjarstjóra falið að útbúa viðaukatillögu til bæjarstjórnar vegna málsins.
14. 1904027 - Fundartími bæjaráðs 2019
Formaður lagði til að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði á hefðbundnum tíma 9. maí. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
15. 1904003F - Fræðslunefnd - 10
10. fundur haldinn 10. apríl

Lagt fram til kynningar.
16. 1904007F - Félagsmálanefnd - 6
6. fundur haldinn 16. apríl

Lagt fram til kynningar.
16.1. 1904038 - Beiðni um móttöku fjölskyldu frá Sýrlandi
Beiðni hefur borist frá félagsmálaráðuneytinu um að taka á móti einni fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi en um er að ræða fjölskyldu sem hefur nú þegar tengsl við sveitarfélagið þar sem að fjölskyldumeðlimur þess er búsettur í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðni ráðuneytisins.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálanefndar um að taka á móti fimm manna fjölskyldu frá Sýrlandi.
16.2. 1902105 - Uppsögn á samningi um heimsendan mat
Sláturfélag Suðurlands hefur sagt upp samningi um framleiðslu á matarskömmtum fyrir Sveitarfélagið Árborg frá og með 1. maí nk. Sláturfélagið vill þakka þau góðu viðskipti sem það hefur átt í gegnum tíðina og þakkar sveitarfélagið sömuleiðis góð viðskipti og samskipti á liðnum árum.
Sveitarfélagið hefur sent öllum notendum bréf til upplýsingar um stöðuna sem og að starfsmaður muni hafa samband fljótlega til að finna tímabundna lausn þar til framtíðarlausn hefur fundist.
Nefndin leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að framtíðarlausn um heimsendan mat í hádeginu með fulltrúa frá Félagi eldri borgara á Selfossi, Félagi eldri borgara á Eyrarbakka, eldri borgara á Stokkseyri, félagsmálanefndar, deildarstjóra virkni- og stoðþjónustu og forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu. Mikilvægt er að vinnuhópurinn vinni hratt að úrlausn þessa máls.
Félagsmálanefnd tilnefnir Jónu S. Sigurbjartsdóttur sem fulltrúa fyrir sína hönd.

Niðurstaða þessa fundar
Bæjarráð staðfestir skipan vinnuhópsins og hvetur til að málin verði skoðuð í samráði við notendur þjónustunnar og með hliðsjón af öðrum mötuneytum sveitarfélagsins. Starfsmaður fjármálasviðs verður hópnum til aðstoðar.
16.8. 1812039 - Hugmyndir um frístundamiðstöð á Selfossi
Nefndin er sammála um að gott sé að hýsa í sama húsi fjölbreytta starfsemi frístundastarfs í sveitarfélaginu. Kostir þess eru aukin samvinna, fagþróun og möguleg hagræðing í frístundaþjónustu við börn og ungmenni.
Nefndin hvetur sveitarfélagið til að vinna áfram að úrlausn þessari.

Niðurstaða þessa fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
17. 1904185 - Fundargerðir hverfisráðs Selfoss
1. fundur haldinn 27. mars
Bæjarráð vísar umræðu um starfsemi hverfisráðs í fundargerðinni til vinnu við gerð samþykkta fyrir hverfisráð. Nýjar samþykktir fyrir hverfisráð munu verða teknar til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 15. maí næstkomandi, en þær eru unnar upp úr þeim hugmyndum og tillögum sem komið hafa frá fundum hverfisráðanna.
Bæjarráð vísar umræðu um umhverfisþætti, í þremur síðari punktum fundargerðar, til umfjöllunar í umhverfisnefnd sveitarfélagsins.
18. 1901335 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
870. fundur haldinn 11. apríl
19. 1901272 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
195. fundur haldinn 10. apríl
20. 1901039 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
279. fundur haldinn 9. apríl
21. 1903124 - Fundargerðir Bergrisans bs. 2019
5. fundur haldinn 9. apríl
22. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
545. fundur haldinn 4. apríl

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica