Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 64

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.02.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá úttekt meðal starfsmanna á fjölskyldusviði í Ráðhúsi. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2002033 - Úttekt meðal starfsmanna á fjölskyldusviði í Ráðhúsi
Bæjarstjóri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynna fyrir bæjarráði aðgerðir í framhaldi úttektar og skýrslu Domus Mentis.
Til kynningar
2. 2002085 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 með síðari breytingum, fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál.
Lagt fram til kynningar
Umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003, með síðari breytingum fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns, 119. mál.pdf
3. 2002084 - Tilnefning eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 12. febrúar, auglýsir eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
ottar_200212-133609-1c.pdf
4. 2002086 - Drög - frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga í samráðsgátt
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 12. ferúar, þar sem vakin er athygli á drögum að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
5. 2002118 - Drög - frumvarp um eignarráð og nýtingu fasteigna í samráðsgátt
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 13. febrúar þar sem athygli sveitarfélaga er vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Sambandið mun veita umsögn um frumvarpið en hvetur jafnframt sveitarstjórnir til að móta afstöðu til málsins.
Lagt fram til kynningar.
Drög - frumvarp um eignarráð og nýtingu fasteigna í samráðsgátt.pdf
6. 2001287 - Þjónustusamningur BFÁ og Árborgar 2020
Bæjarráð samþykkir framlagaðan samning við Björgunarfélag Árborgar og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
7. 2002073 - Athugun - vilji sveitarfélaga til að eiga samstarf við húsbyggingasjóð Þroskahjálpar
Erindi frá Þroskahjálp dags. 10. febrúar, þar sem óskað er eftir því að þau sveitarfélög sem óska eftir viðræðum við sjóðinn um hugsanlega aðkomu hans að uppbyggingu á hentugu húsnæði fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu á árabilinu 2021-2025 hafi samband.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að upplýsa Húsbyggingarsjóð Þroskahjálpar um þarfir Svf. Árborgar og ræða möguleika á samstarfi.
8. 1808140 - Fjárhagsáætlun 2019
Bréf frá EFS, dags. 10. febrúar, um almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að láta útbúa svör við erindinu og leggja fyrir bæjarstjórn.
Fundargerðir
9. 2002002F - Skipulags og byggingarnefnd - 38
18. fundur haldinn 12. febrúar.
10. 2002003F - Frístunda- og menningarnefnd - 5
5. fundur haldinn 12. febrúar.
Bæjarráð samþykkir skipan vinnuhóps um uppbyggingu menningarsalarins á Selfossi og að Guðbjörg Jónsdóttir og Kjartan Björnsson, auk fulltrúa frá mennta- og menningarráðuneytinu starfi í hópnum. Bæjarstjóra falið að kalla eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Bragi Bjarnason og Atli Marel Vokes starfi með hópnum.
10.2. 1903306 - Menningarsalurinn í Hótel Selfoss
Þingsályktunartillaga um menningarsal Suðurlands á Selfossi lögð fram ásamt bókun bæjarráðs Árborgar og umsögn Sveitarfélagsins Árborgar vegna tillögunnar. Nefndarmenn fagnar fram kominni þingsályktunartillögu og að hreyfing sé komin á málefni menningarsalarins og bæði ríkið og sveitarfélagið leggi fjármagn til verkefnisins á þessu ári.
Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði vinnuhópur um uppbygginu menningarsalarins og í honum sitjið Guðbjörg Jónsdóttir, formaður frístunda- og menningarnefndar, Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista í frístunda- og menningarnefnd og óskað verði eftir fulltrúa frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í hópinn. Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar muni síðan starfa með hópnum. Vinnuhópnum sé falið að móta samstarfsvettvang með ráðuneytinu um áframhald uppbyggingar menningarsalar á Suðurlandi og koma hönnun hans í farveg í samráði við mannvirkja- og umhverfissvið sveitarfélagsins.

Niðurstaða þessa fundar
11. 2002004F - Fræðslunefnd - 19
19. fundur haldinn 12. febrúar.
12. 2002006F - Eigna- og veitunefnd - 18
18. fundur haldinn 12. febrúar.
13. 2001013F - Öldungaráð - 2
2. fundur haldinn 23. janúar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
554. fundur haldinn 7. febrúar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica