Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 25

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
21.02.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá kauptilboð í eignarhluta Ríkisjóðs Íslands af lóðinni Austurvegi 4 og umsókn um vilyrði fyrir lóð 9 og 11 á fluglaði við Selfossflugvöll. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1902028 - Sorphirða í Árborg 2019
Viðauki frá framkvæmda- og veitustjóra og fjármálastjóra um kostnaðarauka vegna breytinga á sorphirðu og meðhöndlun úrgangs frá Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki við málaflokk 08 sem nemur hækkun útgjalda upp á 43 milljónir króna verði samþykktur og felur fjármálastjóra að útfæra hann.
2. 1902185 - Kauptilboð - Gagnheiði 19
Kauptilboð í Gagnheiði 19, lagt fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð í Gagnheiði 19 og felur fjármálastjóra að útbúa viðauka til að leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.
3. 1902192 - Dagdvöl og félagsaðstaða aldraðra Austurvegi 51 - lokauppgjör
Lagt fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir framlagt uppgjör vegna kaupa sveitarfélagsins á dagdvöl og félagsaðstöðu aldraðra Austurvegi 51.
4. 1811017 - Umsókn um stofnframlag 2018-2019
Erindi frá Brynju hússjóði ÖBÍ, þar sem óskað er eftir staðfestingu frá Sveitarfélaginu Árborg á skilyrðum sem Íls setur vegna hugsanlegra kaupa á íbúð við Álalæk 32.
Bæjarráð samþykkir að veita Brynju hússjóði ÖBÍ 16% stofnframlag sveitarfélags, kr. 4.000.000, vegna umræddrar íbúðar við Álalæk 32, fnr. 250-1256.
5. 1706063 - Samningur um málefni lóðarinnar Austurvegi 4
Kauptilboð í eignarhluta Ríkissjóðs Íslands í lóðinni Austurvegi 4











































































































Kauptilboð í eignarhluta Ríkissjóðs Íslands í lóðinni Austurvegi 4.

Bæjarráð samþykkir að framlagt tilboð verði gert í 21,42% eignarhluta Ríkissjóðs Íslands í lóðinni Austurvegi 4, svæði 2, á Selfossi, fasteignanúmer 234-0438, kr. 7.282.800,-
6. 1812084 - Umsókn um vilyrði fyrir lóðir 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar
Erindi áður frestað á 23. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita Gunnari S. Einarssyni f.h. Helia-Austria vilyrði fyrir lóðum 9 og 11 á flughlaði Selfossflugvallar.
Fundargerðir til kynningar
7. 1901010 - Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2019
20. fundur haldinn 13. febrúar
framkvæmda- og veitustjórn - 20.pdf
8. 1901012 - Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2019
7. fundur haldinn 12. febrúar
9. 1901176 - Fundargerðir stjórnar SASS 2019
543. fundur haldinn 1. febrúar
Fundargerð stjórnar SASS á vefinn ....pdf
10. 1902004 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2019
15. fundur - aukafundur haldinn 11. febrúar
15. fundargerð HÁ - aukafundur.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica