Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um markaðs- og kynningarefni í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og var það samþykkt.
Dagskrá:
Almenn erindi
1. 2005103 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, átaka í fráveitumálum
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og ítrekar að einfaldasta leiðin til að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélga er að sveitarfélög fái virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum endurgreiddan.
2. 2005148 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga alþjóðlega vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dag. 15. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
4. 2005171 - Endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega
Tillaga frá fjármálastjóra, dags. 18. maí, þar sem lagt er til að gerður verði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir árið 2019 liggja fyrir.
Fjármálastjóri leggur til að þetta vinnulag verði viðhaft á hverju ári.
Bæjarráð samþykkir tillögu um endurútreikning vegna fasteignagjalda 2020. Tillögu um fasta verklagsreglu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
5. 1905067 - Ísland ljóstengt - ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
Staða ljósleiðaravæðingar í Árborg, Selfossi, dreifbýli, Stokkseyri og Eyrarbakka. Frétt um aukaúthlutun í verkefninu Ísland ljóstengt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum um hvenær vænta má að ljósleiðari verði komin í öll hverfi á Stokkseyri og Eyrarbakka.
7. 2005179 - Styrkbeiðni - Sóknaráætlun Suðurlands með Gagnvirkt ferðalag
Sóknaráætlun Suðurlands hefur lagt til fjármagn m.a. til markaðssetningar á landshlutanum innanlands sem viðbragð við Covid19. Hluti af því verður nýttur sem grunnur inní efnissköpun fyrir það átak sem og ?Gagnvikra Ísland?, að því gefnu að fjármögnun þess takist að fullu. Þá hefur stjórn Markaðsstofunnar samþykkt að setja 3.500.000 af viðbótarfjármagni sem hún fékk nýlega inn í verkefnið. Útaf standa 3.500.000 í fyrsta fasa, sem leitað er til allra sveitarfélaganna á Suðurlandi að fjármagna. Því óskar Markaðsstofan eftir stuðningi Sveitarfélagsins Árborgar að upphæð 832.588 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. per. íbúa.
Bæjarráð samþykkir erindið enda rúmast það innan fjárheimilda.