Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 75

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
20.05.2020 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði í upphafi fundar afbrigða til að taka á dagskrá tillögu um markaðs- og kynningarefni í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005103 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, átaka í fráveitumálum
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og ítrekar að einfaldasta leiðin til að styðja við fráveituframkvæmdir sveitarfélga er að sveitarfélög fái virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum endurgreiddan.
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og reksturs fráveitna.pdf
Umsögn um frv.pdf
2. 2005148 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga alþjóðlega vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dag. 15. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga 717. mál..pdf
3. 2005152 - Umsögn - frumvarp til laga um fjarskipti
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 15. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um fjarskipti. Mál 775.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.pdf
4. 2005171 - Endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega
Tillaga frá fjármálastjóra, dags. 18. maí, þar sem lagt er til að gerður verði endurútreikningur á afslætti af fasteignaskatti og fráveitugjaldi fyrir eldri borgara og örorkulífeyrisþega þegar tekjuupplýsingar frá ríkisskattstjóra fyrir árið 2019 liggja fyrir.

Fjármálastjóri leggur til að þetta vinnulag verði viðhaft á hverju ári.

Bæjarráð samþykkir tillögu um endurútreikning vegna fasteignagjalda 2020. Tillögu um fasta verklagsreglu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2021.
Tillaga um endurútreikning á afslætti á fasteignaskatti og fráveitugjaldi 2020.pdf
5. 1905067 - Ísland ljóstengt - ljósleiðaravæðing í dreifbýli Árborgar
Staða ljósleiðaravæðingar í Árborg, Selfossi, dreifbýli, Stokkseyri og Eyrarbakka.
Frétt um aukaúthlutun í verkefninu Ísland ljóstengt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum um hvenær vænta má að ljósleiðari verði komin í öll hverfi á Stokkseyri og Eyrarbakka.
Ísland ljóstengt - Aukaúthlutun 2020 og áhugi kannaður vegna lokaúthlutunar 2021.pdf
6. 2005145 - Beiðni um lagfæringu við botn við Löngudæl við Grunnskólann á Stokkseyri
Erindi frá Kayakferðum ehf, þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins við viðgerð við Löngudæl á Stokkseyri.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til úrvinnslu hjá mannvirkja- og umhverfissviði.
Frá Kayakferðum ehf.pdf
7. 2005179 - Styrkbeiðni - Sóknaráætlun Suðurlands með Gagnvirkt ferðalag
Sóknaráætlun Suðurlands hefur lagt til fjármagn m.a. til markaðssetningar á landshlutanum innanlands sem viðbragð við Covid19. Hluti af því verður nýttur sem grunnur inní efnissköpun fyrir það átak sem og ?Gagnvikra Ísland?, að því gefnu að fjármögnun þess takist að fullu. Þá hefur stjórn Markaðsstofunnar samþykkt að setja 3.500.000 af viðbótarfjármagni sem hún fékk nýlega inn í verkefnið. Útaf standa 3.500.000 í fyrsta fasa, sem leitað er til allra sveitarfélaganna á Suðurlandi að fjármagna. Því óskar Markaðsstofan eftir stuðningi Sveitarfélagsins Árborgar að upphæð 832.588 kr., sem skiptist í 75.000 kr. grunnframlag hvers sveitarfélags og 80 kr. per. íbúa.
Bæjarráð samþykkir erindið enda rúmast það innan fjárheimilda.
Styrkbeiðni - Sóknaráætlun Suðurlands með Gagnvirkt ferðalag .pdf
Fundargerðir
8. 2005007F - Eigna- og veitunefnd - 25
25. fundur haldinn 11. maí.
Fundargerðir til kynningar
9. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020
7. fundur haldinn 27. apríl.
Lagt fram til kynningar.
7. stjórn 27. apríl 2020.pdf
10. 2002054 - Fundargerðir Bergrisans bs 2020
14. fundur haldinn 3. mars.
15. fundur haldinn 1. apríl.
16. fundur haldinn 5. maí.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 14. fundar stjórnar Bergrisans 030320.pdf
Fundargerð 15. fundar stjórnar Bergrisans 010420.pdf
Fundargerð 16. fundar stjórnar Bergrisans 05052020.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica