Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 47

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
01.07.2020 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Andrés Þorvarðarson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2006096 - Fyrirspurn um viðbyggingu að Nauthólum 26 Selfossi.
Umsækjandi: Gestur Þráinsson
Óskað eftir nánari gögnum til grenndarkynningar.
2. 2006004 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Ólafsvöllum 14 Stokkseyri.
Umsækjendur: Guðmundur Valur Pétursson og Guðný Ósk Vilmundardóttir

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun á byggingarreit.
3. 2006171 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð við Tryggvagötu og Engjaveg.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
4. 2001429 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi að Urriðalæk 21 Selfossi, erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemd borist.
Umsækjandi: Eðalbyggingar ehf
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við aðila athugasemdar.
5. 2001059 - Deiliskipulagsbreyting að Eyravegi 34-36 Selfossi, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.
6. 2003104 - Deiliskipulagsbreyting fyrir fjölbýslishúsa lóðir íAusturbyggð, tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir borist.
Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
7. 1905502 - Tillaga að aðalskipulagsbreytingu Árbakka
Lagt er til við bæjarstjórn að aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingarnar verði auglýstar.
9. 2006281 - Fyrirspurn um viðbyggingu - Stellkarvað 15
Skipulags- og byggingarnefnd tekur vel í erindið. Óskað er eftir fullunnum aðaluppdráttum.
Fundargerð
8. 2006007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 44
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica